Hanna Birna gæti orðið ráðherra á ný síðar á kjörtímabilinu

hanna-birna.png
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, ormaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segja báðir að til greina komi að Hanna Birna Krist­jáns­dóttir taki aftur við ráð­herra­emb­ætti í rík­is­stjórn þeirra síðar á kjör­tíma­bil­inu. Hanna Birna sagði af sér emb­ætti inn­an­rík­is­ráð­herra í gær. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Aðspurður hvort Hanna Birna verði ráð­herra á ný svarar Bjarni: „Það kemur allt til greina í póli­tík. Það er eitt sem er alveg öruggt að það kemur allt til greina í þeim efn­um“. Sig­mundur Davíð tekur í svip­aðan streng og seg­ist vel geta séð fyrir sér að Hanna Birna verði ráð­herra á ný á kjör­tíma­bil­inu. „Það er alls ekk­ert loku fyrir það skotið að Hanna Birna verði ráð­herra aft­ur. Ég gæti mjög vel séð það ger­ast,“ segir Sig­mundur Davíð í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

„Auð­vitað gerðum við öll mis­tök"Hanna Birna sendi frá sér yfir­lýs­ingu í gær þar sem hún fór yfir ástæður þess að hún sagði af sér. Að öðru leyti hefur hún ekki viljað ræða málið við fjöl­miðla. Í Frétta­blað­inu í dag er greint frá því að hún hafi yfir­gefið inn­an­rík­is­ráðu­neytið á átt­unda tím­anum í gær.

Nokkru áður hafi Frið­jón R. Frið­jóns­son, annar eig­andi almanna­tengsla­fyr­ir­tæk­is­ins KOM, og Óli Björn Kára­son, vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, komið í ráðu­neyt­ið. Þegar Hanna Birna yfir­gaf ráðu­neytið sagði hún við fjöl­miðla­menn sem biðu henn­ar: „Auð­vitað gerðum við öll mis­tök. En ekki þannig að það sé eitt­hvað sem ég þurfi að fara yfir. Núna ætla ég bara að sinna fólk­inu mínu og er búin að eiga erf­iðan dag hér í ráðu­neyt­inu. Takk fyrir að bíða“.

Auglýsing

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None