Hannes Hólmsteinn: FIH var gott veð en klúður Más kostaði Ísland 60 milljarða ágóða

hannes_holmsteinn.jpg
Auglýsing

Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fessor og umsjón­ar­maður með rann­sókn­ar­verk­efni Félags­vís­inda­stofn­unar fyrir fjár­mála­ráðu­neytið um erlenda áhrifa­þætti íslenska banka­hruns­ins, segir að mis­tök Seðla­bank­ans, undir stjórn Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra, við sölu á danska bank­anum FIH hafi gert það að verkum að ríkið hafi tapað allt að 60 millj­örðum króna að óþörfu. Enn­fremur hafi segir hann að verð­matið á Arion banka og Íslands­banka þegar þeir voru seldir kröfu­höfum sínum hafi verið 307 millj­örðum króna of lág og að með þving­uðum flýt­isölum á erlendum eignum fall­inna íslenskra banka hafi tap­ast 210 millj­arðar króna sem hefðu átt að renna óskipt til rík­is­ins. Þetta kemur fram í grein eftir Hannes sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í dag.

Umdeild ráðn­ing



Hann­esi var í fyrra falið að stýra rann­sókn­ar­verk­efni á vegum fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins á erlendum áhrifa­þáttum hruns­ins. Áætl­aður kostn­aður verk­efn­is­ins var tíu millj­ónir króna og áætluð verk­lok eru í byrjun sept­em­ber næst­kom­andi. Ráðn­ing Hann­esar til verks­ins var afar umdeild sökum mik­illa tengsla hans við áhrifa­menn innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sér­stak­lega fyrrum seðla­banka­stjór­ann Davíð Odds­son, sem nú stýrir Morg­un­blað­inu.

Í grein sinni í dag opin­berar Hannes í fyrsta sinn hluta af nið­ur­stöðu sinni. Þar fjallar hann í löngu máli um söl­una á FIH-­bank­an­um, sem tekin var sem veð fyrir neyð­ar­láni Seðla­banka Íslands til Kaup­þings 6. októ­ber, þegar Davíð Odds­son stýrði enn Seðla­bank­an­um. Kjarn­inn greindi frá því 2. októ­ber 2014 að tap íslenskra skatt­greið­enda vegna FIH væri 35 millj­arðar króna.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrum seðlabankastjóri. Hannes segir að Davíð hafi tekið ákvörðun um að taka veð í FIH. Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og fyrrum seðla­banka­stjóri. Hannes segir að Davíð hafi tekið ákvörðun um að taka veð í FIH.

Auglýsing

 FIH gott veð sem Davíð bar ábyrgð á



Hannes kemst hins vegar að þeirri nið­ur­stöðu að FIH hafi verið gott veð. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri hafi hins vegar verið plat­aður í mál­inu með þeim afleið­ingum að Ísland varð af 60 millj­arða króna ágóða vegna FIH, og sat þess í stað uppi með ofan­greint tap. Í grein Hann­esar seg­ir: „Að til­hlutan Dav­íðs Odds­sonar seðla­banka­stjóra tók Seðla­bank­inn alls­herj­ar­veð í danska bank­an­um, svo að veðið átti að geta gengið upp í frek­ari kröfur seðla­bank­ans á Kaup­þing, þyrfti þess með. Þegar Kaup­þing komst í þrot, fékk Seðla­bank­inn for­ræði á bank­anum ásamt skila­nefnd Kaup­þings.

Dönsk stjórn­völd veittu í upp­hafi FIH banka sömu lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu og öðrum dönskum bönk­um. En haustið 2010 knúðu þau á um sölu bank­ans, en þá var að renna út lána­lína til hans. Hót­uðu þau því, að lána­línan yrði ekki end­ur­nýj­uð, yrði bank­inn ekki seld­ur. Tvö til­boð bár­ust í bank­ann, og var öðru þeirra tek­ið. Það var frá hópi danskra og sænskra líf­eyr­is­sjóða og fjár­fest­inum Christ­ian Dyvig. Hljóð­aði það upp á fimm millj­arða danskra króna, sem var tals­vert lægra en bók­fært eigið fé, en þó ekki smán­ar­verð. Greiða skyldi út 1,9 millj­arða danskra króna í upp­hafi, en frá afgang­inum skyldi draga tap frá miðju ári 2010 og til árs­loka 2012. Strax og hinir nýju eig­endur öðl­uð­ust yfir­ráð yfir bank­an­um, hófust þeir handa við að færa allt hugs­an­legt tap á þetta tíma­bil (í stað þess að venju­lega dreif­ist slíkt tap á mörg ár, en með því má lág­marka það).

Stjórn­endur bank­ans og hinn kunni fjár­mála­maður Fritz Schur, einka­vinur dönsku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar, fengu að kaupa hluta­bréf í bank­anum á sér­kjör­um. Eig­endur FIH banka gengu svo hart fram í fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu hans, að afgang­ur­inn af verð­inu til íslenska seðla­bank­ans hvarf í tapi, 3,1 millj­arður danskra króna. Jafn­framt seldu þeir fast­eigna­lána­söfn bank­ans til danskrar rík­is­stofn­unar og önnur útlána­söfn til einka­að­ila og til­kynntu 2014, að bank­inn yrði lagður nið­ur. Lítt hafði gengið á eigið fé við þessar aðgerð­ir, og var það í árs­lok 2014 5,7 millj­arðar danskra króna. Talið er, að kaup­endur bank­ans muni fá fjár­fest­ingu sína fjór­falda til baka. Christ­ian Dyvig, sem keypti hluta­bréf fyrir 190 millj­ónir danskra króna, geti búist við að fá 570 millj­ón­ir, þegar bank­inn verði loks gerður upp. Fritz Schur, sem keypti hluta­bréf fyrir tíu millj­ónir danskra króna, geti búist við að fá um þrjá­tíu milljónir, og hafi hann þá hagn­ast um 20 millj­ónir {mdash} 400 millj­ónir íslenskra króna.“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að leikið hafi verið á Má Guðmundsson við söluna á FIH. Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son segir að leikið hafi verið á Má Guð­munds­son við söl­una á FIH.

Davíð hrak­inn burt og Már lætur leika á sig



Líkt og áður sagði telur Hannes að Már Guð­munds­son hafi látið plata sig þegar samið var um sölu á FIH og hann gagn­rýnir einnig vinstri stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna fyrir að láta undan hót­unum danskra stjórn­valda haustið 2010.

Á önd­verðu ári 2009 var Davíð Odds­son hrak­inn úr stöðu seðla­banka­stjóra, en Már Guð­munds­son skip­aður eftir skamma hríð í hans stað. Már hafði fyrir hönd Seðla­bank­ans umsjón með sölu FIH banka haustið 2010 og sagði þá opin­ber­lega, að hún væri "hag­stæð". Svo virð­ist sem Már hafi ekki séð fyr­ir, hvað hinir nýju eig­endur hlytu að gera, strax og þeir eign­uð­ust bank­ann. Þeir léku á hann.

Í grein sinni í Morg­un­blað­inu segir Hann­es: „Á önd­verðu ári 2009 var Davíð Odds­son hrak­inn úr stöðu seðla­banka­stjóra, en Már Guð­munds­son skip­aður eftir skamma hríð í hans stað. Már hafði fyrir hönd Seðla­bank­ans umsjón með sölu FIH banka haustið 2010 og sagði þá opin­ber­lega, að hún væri "hag­stæð". Svo virð­ist sem Már hafi ekki séð fyr­ir, hvað hinir nýju eig­endur hlytu að gera, strax og þeir eign­uð­ust bank­ann. Þeir léku á hann.

Margar spurn­ingar vakna því. Hvers vegna lét vinstri stjórnin undan hót­unum danskra stjórn­valda haustið 2010? Hefði for­sæt­is­ráð­herra ekki átt að gera sér ferð til Kaup­manna­hafn­ar, ræða málið við starfs­bróður sinn og fá frest til að selja bank­ann við betri aðstæð­ur? Hefði vinstri stjórnin ekki átt að nota eitt­hvað af því lánsfé frá Alþjóða­bank­an­um, sem lá óhreyft á reikn­ingi í New York á háum vöxt­um, til að kaupa bank­ann eða að minnsta kosti hluta hans? Hefði Már seðla­banka­stjóri ekki átt að setja það skil­yrði við söl­una, að full­trúar Seðla­bank­ans sætu áfram í stjórn bank­ans til að fylgj­ast með því, hvernig tap­ið, sem draga átti frá kaup­verð­inu, mynd­að­ist?

Til dæmis veittu dönsk stjórn­völd bank­anum eftir kaupin fyr­ir­greiðslu, sem fram­kvæmda­nefnd Evr­ópu­sam­bands­ins mat jafn­virði mörg hund­ruð milljón danskra króna. Hefði ekki átt að draga það fé frá tap­inu, svo að það hefði runnið óskipt til Seðla­bank­ans? Hefði Seðla­bank­inn ekki fengið meira fé út úr bank­an­um, hefði hann verið settur í skipta­með­ferð, eins og hinir nýju eig­endur gerðu í raun? Hvers vegna áttu fjár­mála­menn­irnir Christ­ian Dyvig og Fritz Schur að græða offjár á þessum kaup­um, en Seðla­bank­inn að tapa á þeim tug­millj­örðum íslenskra króna? Full ástæða er til að rann­saka þessi við­skipti, eins og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son alþing­is­maður hefur lagt til. Lík­lega nemur óþarft tap Seðla­bank­ans í þessu dæmi um sex­tíu millj­örðum íslenskra króna. Fer sú upp­hæð hátt upp í kostnað af smíði fyr­ir­hug­aðs hátækni­sjúkra­hús­s.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None