Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og nú stjórnanda hjá NextCode Health, fer fram á morgun. Hannes er ákærður fyrir fjárdrátt, fyrir að milllifæra 2,87 milljarða króna af reikningum FL Group inn á reikning fjárfestingafélagsins Fons 25. apríl 2005. Hannes var þá forstjóri FL Group en helsti forsvarsmaður og eigandi Fons var á þessum tíma Pálmi Haraldsson.
Ákærunni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur 26.mars í fyrra en Hæstiréttur snéri niðustöðunni eftir að málinu var áfrýjað, og fer aðalmeðferðin fram á morgun, eins og áður segir.
Átján eru á vitnalista í málinu, fyrir utan ákærða Hannes, en hann sest fyrstur manna í vitnastúku fyrir dómara á morgun. Á listanum eru meðal annars fyrrverandi stjórnarmenn FL Group á þeim tíma þegar millifærslan átti sér stað.
Ákæran í málinu er hér meðfylgjandi. Ákæra_Hannes Smárason 281013