Heiða Kristín Helgadóttir, sem nýverið hætti sem stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, hefur verið ráðin til 365 miðla. Hún mun stýra vikulegum þætti um þjóðmál á Stöð 2. Þátturinn mun heyra undir fréttastofu 365. Í samtali við Kjarnann segist Heiða mjög spennt og til í þetta nýja verkefni.
Heiða Kristín tilkynnti að hún myndi sem stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og hætta afskiptum af stjórnmálum um sinn í desember síðastliðnum.
Hún kom að stofnun Besta flokksins fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2010 og síðar Bjartrar framtíðar. Hún var um tíma aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Besta flokksins, varaformaður Besta flokksins, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar. Hún bauð sig fram fyrir hönd Bjartrar framtíðar í síðustu alþingiskosningum en náði ekki kjöri. Hún er varaþingmaður flokksins í dag.