Heilbrigðisráðherra ræður Björn Zoëga sem ráðgjafa við breytingar á Landspítalanum

Fyrrverandi forstjóri Landspítalans, og núverandi forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn sem ráðgjafi heilbrigðisráðherra vegna breytinga á rekstri og yfirstjórn Landspítalans.

Björn Zoëga Mynd: Skjáskot/RÚV
Auglýsing

Björn Zoëga, for­stjóri Karol­inska sjúkra­húss­ins í Sví­þjóð og fyrr­ver­andi for­stjóri Land­spít­al­ans, hefur verið ráð­inn sem ráð­gjafi af Willum Þór Þórs­syni heil­brigð­is­ráð­herra. 

Um er að ræða tíma­bundið hluta­starf með­fram störfum Björns sem for­stjóra. Hann hefur þegar hafið störf.

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir Willum að Land­spít­al­inn sé hryggjar­stykkið í okkar heil­brigð­is­kerfi. „Spít­al­inn verður að geta sinnt sínu mik­il­væga hlut­verki nú og í fram­tíð­inni. Þá er gott sam­spil spít­al­ans við aðra þætti heil­brigð­is­kerf­is­ins lyk­il­at­riði. Umtals­verðar breyt­ingar á rekstri og yfir­stjórn Land­spít­al­ans munu eiga sér stað á næst­unni og því er gríð­ar­lega mik­il­vægt að sér­fróðir aðilar með þekk­ingu á rekstri slíkrar stofn­unar séu til að veita ráð við slíka vinn­u.“

Meðal þess sem liggi til grund­vallar þeirri vinnu sem sé framundan séu áherslur í heil­brigð­is­málum í nýjum stjórn­ar­sátt­mála, inn­leið­ing þjón­ustu­tengdrar fjár­mögn­unar og grein­ing­ar­vinna sem gerð hefur verið á fram­tíð­ar­þjón­ustu Land­spít­ala.

Auglýsing
Björn segir á sama stað að fjöl­mörg tæki­færi séu til að styðja við og styrkja Land­spít­al­ann og starfs­fólk hans. „Ég er því þakk­látur og ánægður að fá tæki­færi til að leggja mitt af mörk­um, og aðstoða nýjan ráð­herra í þessu mik­il­væga verk­efn­i.“

Páll Matth­í­as­son til­kynnti fyrir nokkru að hann myndi hætta sem for­stjóri Land­spít­al­ans. Starfið verður aug­lýst laust til umsóknar en skipað verður í það frá 1. mars 2022. Í nýjum stjórn­ar­sátt­mála var til­kynnt að stjórn yrði skipuð yfir spít­al­ann.

Hætti árið 2013

Björn var ráð­inn for­stjóri Lands­spít­al­ans árið 2010 en sagði upp störfum í lok sept­­em­ber árið 2013. Hann sagði í yfir­­lýs­ingu vegna upp­­sagn­­ar­innar að nokkrar ástæður væru fyrir upp­­­sögn sinni og nefndi sér­­stak­­lega fjár­­skort spít­­al­ans. Hann sagði nauð­­syn­­lega upp­­­bygg­ingu ekki hafa verið í aug­sýn á þeim tíma. 

Þetta var í annað sinn á rúm­­lega ári sem Björn tók ákvörðun um að hætta sem for­­stjóri Land­­spít­­ala. Það ætl­­aði hann að gera árið áður þegar honum barst boð um starf erlend­­is. Eftir við­ræður við Guð­­bjart Hann­es­­son, þáver­andi heil­brigð­is­ráð­herra, ákvað Björn að halda áfram í starfi for­­stjóra. Þá fékk hann lof­orð um aukið fjár­­fram­lag til tækja­­kaupa og um fleiri aðgerðir í þágu spít­­al­ans. Björn átti einnig að fá launa­hækkun en ekk­ert varð af henni vegna harðrar gagn­rýni starfs­­fólks á spít­­al­an­­um.

Hann var ráð­inn for­­­stjóri Karol­inska sjúkra­hús­s­ins í Sví­­­þjóð árið 2019.

Sagði þörf á bæði einka- og opin­berum rekstri í kerf­inu

Björn hefur nýverið rætt sýn sína á vanda Land­spít­al­ans. Á fundi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og Sam­taka versl­unar og þjón­ustu sem hald­inn var í ágúst 2021 sagði hann að þörf væri á bæði einka­rekstri og opin­berum rekstri í heil­brigð­is­kerf­in­u. 

Í við­tali við Kast­ljós í sept­em­ber síð­ast­liðnum sagði hann að vandi spít­al­ans fælist í því að hann væri á föstum fjár­lögum en ekki fjár­magn­aður eftir afköst­um. Björn sagð­ist þar einnig telja að það yrði til bóta ef sér­stök stjórn yrði yfir Land­spít­al­an­um. 

Ekki hefði náðst að þróa íslenska heil­brigð­is­kerfið sem skyldi á síð­ustu árum, og að hans mati skorti sam­vinnu milli ein­stakra hluta þess.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent