Heildarlaun hæst hjá ríkinu en lægst hjá sveitarfélögum

10016383485_15e5251efe_z.jpg
Auglýsing

Heild­ar­laun starfs­manna rík­is­ins voru að með­al­tali 603 þús­und á mán­uði árið 2014 og hækk­uðum um 5,8 pró­sent frá árinu 2013. Heild­ar­laun starfs­manna sveit­ar­fé­laga voru að með­al­tali 442 þús­und á mán­uði og hækk­uðu um rúm 8 pró­sent. Starfs­menn á almennum vinnu­mark­aði voru að með­al­tali með um 580 þús­und króna mán­að­ar­laun í fyrra, sem er hækkun upp á um 4,5 pró­sent frá 2013.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr nið­ur­stöðum launa­rann­sóknar Hag­stofu Íslands um laun og dreif­ingu launa árið 2014. Gögn rann­sókn­ar­innar ná til um 70 þús­und laun­þega.

 

Auglýsing

Á almennum vinnu­mark­aði hækk­uðu heild­ar­laun, það eru reglu­leg laun auk yfir­vinnu og öðrum greiðsl­um, starfs­stétta um 3,8 til 7,2 pró­sent. Minnst hækk­uðu laun þjón­ust­u-­sölu og afgreiðslu­fólks. Hér er litið til með­al­tals­launa sem voru 413 þús­und á mán­uði meðal starfs­manna þess­arar starfs­stétt­ar. Laun stjórn­enda hækk­uðu um 5,3% á síð­asta ári og eru að með­al­tali um 1,08 millj­ónir á mán­uði. Laun sér­fræð­inga hækk­uðu mest allra, eða um 7,3%. Taflan hér að neðan sýnir með­al­laun þess­ara starfs­stétta á mán­uði frá 2012 til 2014.Fram kemur í frétt Hag­stof­unnar um nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar að rúm­lega helm­ingur full­vinn­andi launa­manna hafi verið með heild­ar­laun undir 500 þús­und krónum á mán­uði árið 2014. Um 45 pró­sent launa­manna voru með heild­ar­laun á bil­inu 300 til 500 þús­und krón­ur, tæp­lega 30 pró­sent launa­manna voru með heild­ar­laun á bil­inu 500 til 700 þús­und og tæp 20 pró­sent voru með heild­ar­laun yfir 700 þús­und krónum á mán­uði. Með­al­tal heild­ar­launa var 555 þús­und, þar af 619 þús­und hjá körlum en 486 þús­und hjá kon­um.

ferd-til-fjar_bordi

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None