Heildarlaun hæst hjá ríkinu en lægst hjá sveitarfélögum

10016383485_15e5251efe_z.jpg
Auglýsing

Heild­ar­laun starfs­manna rík­is­ins voru að með­al­tali 603 þús­und á mán­uði árið 2014 og hækk­uðum um 5,8 pró­sent frá árinu 2013. Heild­ar­laun starfs­manna sveit­ar­fé­laga voru að með­al­tali 442 þús­und á mán­uði og hækk­uðu um rúm 8 pró­sent. Starfs­menn á almennum vinnu­mark­aði voru að með­al­tali með um 580 þús­und króna mán­að­ar­laun í fyrra, sem er hækkun upp á um 4,5 pró­sent frá 2013.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr nið­ur­stöðum launa­rann­sóknar Hag­stofu Íslands um laun og dreif­ingu launa árið 2014. Gögn rann­sókn­ar­innar ná til um 70 þús­und laun­þega.

 

Auglýsing

Á almennum vinnu­mark­aði hækk­uðu heild­ar­laun, það eru reglu­leg laun auk yfir­vinnu og öðrum greiðsl­um, starfs­stétta um 3,8 til 7,2 pró­sent. Minnst hækk­uðu laun þjón­ust­u-­sölu og afgreiðslu­fólks. Hér er litið til með­al­tals­launa sem voru 413 þús­und á mán­uði meðal starfs­manna þess­arar starfs­stétt­ar. Laun stjórn­enda hækk­uðu um 5,3% á síð­asta ári og eru að með­al­tali um 1,08 millj­ónir á mán­uði. Laun sér­fræð­inga hækk­uðu mest allra, eða um 7,3%. Taflan hér að neðan sýnir með­al­laun þess­ara starfs­stétta á mán­uði frá 2012 til 2014.Fram kemur í frétt Hag­stof­unnar um nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar að rúm­lega helm­ingur full­vinn­andi launa­manna hafi verið með heild­ar­laun undir 500 þús­und krónum á mán­uði árið 2014. Um 45 pró­sent launa­manna voru með heild­ar­laun á bil­inu 300 til 500 þús­und krón­ur, tæp­lega 30 pró­sent launa­manna voru með heild­ar­laun á bil­inu 500 til 700 þús­und og tæp 20 pró­sent voru með heild­ar­laun yfir 700 þús­und krónum á mán­uði. Með­al­tal heild­ar­launa var 555 þús­und, þar af 619 þús­und hjá körlum en 486 þús­und hjá kon­um.

ferd-til-fjar_bordi

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None