Heimilin flúðu hratt í fasta vexti þegar stýrivextir voru hækkaðir

Gríðarleg aukning var á töku húsnæðislána með föstum vöxtum í sumar, eftir hækkun stýrivaxta í maí. Á tveimur mánuðum námu ný útlán með föstum vöxtum 43 milljörðum. Á næstum einu og hálfu ári þar á undan voru lán með föstum vöxtum 49 milljarðar.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á blaðamannafundi í morgun þar sem hann kynnti ástæður fyrir nýjustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á blaðamannafundi í morgun þar sem hann kynnti ástæður fyrir nýjustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar.
Auglýsing

Allt árið í fyrra voru ný hús­næð­is­lán veitt af bönkum með fasta vexti 7,5 millj­arðar króna, umfram upp­greiðslur og umfram­greiðsl­ur. Framan af því ári var flótti úr fast­vaxta­lánum yfir í lán með breyti­lega vexti, en heild­ar­um­fang nýrra útlána með breyti­lega vexti sem veitt voru með veði í hús­næði af Lands­bank­an­um, Íslands­banka og Arion banka var á sama tíma 298,3 millj­arðar króna.

Ásókn í lán með föstum vöxtum jókst framan af ári, og ný slík útlán voru upp á 32 millj­arða króna á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins 2021. Svo til­kynnti Seðla­banki Íslands í maí að hann myndi hækka stýri­vexti í fyrsta sinn síðan í nóv­em­ber 2018, úr 0,75 pró­sentum í eitt pró­sent. Stýri­vext­irnir höfðu þá lækkað um 3,75 pró­sentu­stig á tveimur árum og aldrei verið lægri. Í dag hækk­uðu þeir svo í annað sinn á þessu ári, í 1,25 pró­sent. 

Eftir að nýtt vaxta­hækk­un­ar­ferli hófst í maí brast á flótti heim­ila í fasta vexti, þar sem hægt er að festa vexti í þrjú til fimm ár gegn því að borga meira í vaxta­greiðsl­ur. Í til­felli kúnna Lands­bank­ans þýðir það til að mynda að við­skipta­vinur sem færir sig úr breyti­legum vöxtum á óverð­tryggðu grunn­láni til að kaupa hús­næði skuld­bindur sig til að borga tæp­lega 22 pró­sent hærri vexti í þrjú ár fyrir föstu vext­ina. Veð­málið þar snýst um að stýri­vextir muni hækka nægi­lega skarpt á tíma­bil­inu sem vext­irnir eru fastir svo að það borgi sig umfram þá hækkun sem verður á kostn­aði vegna breyti­legu vaxt­anna. 

Auglýsing
Mörg íslensk heim­ili virð­ast reiðu­búin til að taka þessu veð­máli og í júní og júlí voru ný útlán með föstum vöxtum sam­tals 42,8 millj­arðar króna. Til sam­an­burðar má nefna að frá byrjun árs 2019 og út maí­mánuð 2021, í alls 29 mán­uði, voru ný útlán með fasta vexti umfram upp­greiðslur og umfram­greiðsl­ur, 49,3 millj­arðar króna. 

Á sama tíma dróg­ust ný útlán kerf­is­lega mik­il­vægu bank­anna á breyti­legum vöxtum veru­lega sam­an. Í júlí voru þau 6,4 millj­arðar króna og hafa ekki verið minni frá því í apríl 2019. Ný útlán á föstum vöxtum voru næstum þrefalt meiri en ný útlán á breyti­legum vöxtum í síð­asta mán­uði.

Þetta kemur fram í nýbirtum hag­tölum frá Seðla­banka Íslands um banka­kerf­ið.

Ásóknin enn öll í óver­tryggðu lánin

Heim­ilin í land­inu eru þó ekk­ert að færa sig úr óverð­tryggðum lánum og aftur yfir í verð­tryggða umhverf­ið, enda raun­vextir á óver­tryggðum hús­næð­is­lánum í mörgum til­vikum enn nei­kvæð­ir. Það þýðir að verð­bólga, sem er 4,3 pró­sent, sé hærri en nafn­vextir lána. 

Frá upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hér­lendis í mars í fyrra, þegar vextir tóku að hríð­lækka sem leiddu til stór­auk­innar lán­töku til hús­næð­is­kaupa, hafa heim­ili lands­ins tekið 616,6 millj­arða króna í ný óverð­tryggð lán hjá Lands­banka, Íslands­banka og Arion banka að frá­dregnum upp­greiðslum og umfram­greiðsl­u­m. 

Það er 219,4 millj­örðum krónum meira en heim­ili lands­ins tóku í óverð­tryggð hús­næð­is­lán hjá bönk­unum þremur frá byrjun árs 2013 og til loka febr­úar 2020, eða á sjö árum og tveimur mán­uð­um. Á þeim tíma tóku heim­ilin alls 397,2 millj­arða króna í óverð­tryggð lán til að kaupa sér hús­næði.

Frá mars í fyrra og út júlí í ár hafa útlán verð­tryggðra hús­næð­is­lána, að frá­dregnum upp­greiðslum og umfram­greiðsl­um, verið nei­kvæð um næstum 100 millj­arða króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent