Þrettán ára gamall drengur, sem hafði verið saknað í fjögur ár, fannst inn í fölskum vegg á heimili föður síns og stjúpmóður í Atlanta í gær. Fréttastofa CNBC greindi frá málinu.
Lögreglumenn björguðu honum úr skelfilegum aðstæðum, eftir að hafa fylgt vísbendingum um að drengurinn væri á heimilinu. Eftir nokkra leit fannst hann inn í fölskum vegg, illa á sig kominn.
Á blaðamannafundi sem lögreglan í Clayton sýslu í útjaðri Atlanta hélt í gær, kom fram að fimm einstaklingar, tveir fullorðnir og þrír unglingar, væru í haldi vegna málsins og hefðu verið ákærðir, meðal annars fyrir grimmdarverk gagnvart börnum. Þar á meðal er faðir drengsins og stjúpmóðir.
Faðir drengsins neitaði að leyfa drengnum að fara aftur til móður sinnar árið 2010, og hefur frá þeim tíma verið saknað og ekkert til hans spurst. Lögreglan efldi rannsókn á hvarfi drengsins fyrir nokkrum mánuðum síðan eftir að vísbendingar bárust móður hans um að hann væri á lífi.
Á meðfylgjandi myndbandi, frá blaðamannafundi lögreglu í Clayton sýslu, sést drengurinn hitta móður sína og nána ættingja eftir fjögurra ára aðskilnað.