Herinn sem skrapp frá

Einar Ólafsson segir að Alþingi hafi ekkert að segja um ákvarðanir um aukin hernaðarumsvif og framkvæmdir hér á landi.

Auglýsing

Það var því miður tak­mörkuð ástæða fyrir her­stöðvaand­stæð­inga til að fagna þegar banda­ríska her­liðið var kallað frá Íslandi árið 2006, enda gerð­ist það engan veg­inn vegna bar­áttu þeirra heldur var um að ræða ein­hliða ákvörðun Banda­ríkja­stjórnar vegna breyttra aðstæðna á alþjóð­legum vett­vangi og auk þess var aðgangi Banda­ríkja­hers til umsvifa hér á landi haldið opnum þótt ekki væri lengur um form­lega her­stöð að ræða.

Ann­ars vegar þurfti að kalla þessa her­menn í hernað ann­ars stað­ar, „vegna brýnnar þarfar fyrir hefð­bund­inn her­afla ann­ars staðar í heim­in­um“, eins og segir í samn­ingi um brott­flutn­ing­inn, sem var svo sem ekk­ert betra í hinu stóra sam­hengi en þeir væru hang­andi yfir litlu þarna á Mið­nes­heiði.

Hins vegar var skv. samn­ingi um brott­flutn­ing Banda­ríkja­hers 29. sept­em­ber 2006 alls ekki mein­ingin að við­veru her­liðs­ins mundi ljúka fyrir fullt og allt („myndi FASTRI við­veru banda­rísks her­liðs á Íslandi ljúka í lok sept­em­ber 2006“), enda var varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­ríkin áfram í gildi, og þótt „til­tekn­um“ varn­ar­svæðum og mann­virkjum væri skilað til Íslend­inga var sam­komu­lag um að Ísland skyldi „veita banda­rískum her­afla og öðrum her­afla NATO áfram aðgengi að íslensku land­svæði og um það, eins og nauð­syn­legt er ...“. (Sér­stak­lega var tekið fram að Banda­ríkja­menn skyldu halda fjar­skipta­stöð­inni við Grinda­vík sem varn­ar­svæð­i.)

Her­stöðin var lögð niður form­lega en varn­ar­svæð­in, sem Íslend­ingar tóku við, skyldu áfram vera aðgengi­leg Banda­ríkja­her og NATO og Ísland skyldi „veita gisti­rík­is­stuðn­ing“ vegna „að­gerða­þarfa“ og „tíma­bund­innar við­veru á vett­vangi eftir þörf­um“.

Hern­að­ar­leg umsvif voru svo negld niður í varn­ar­mála­lögum sem voru sam­þykkt á Alþingi 16. apríl 2008 með sam­hljóða atkvæðum þing­manna allra flokka nema VG sem greiddu atkvæði gegn lög­un­um.

Hern­að­ar­leg umsvif aukast

Þetta var svo áréttað í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu varn­ar­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna og utan­rík­is­ráðu­neytis Íslands  29. júní 2016 (ut­an­rík­is­ráð­herra þá var Lilja Alfreðs­dótt­ir), sem var við­bót við sam­komu­lagið frá 2006, – að utan­rík­is­ráðu­neytið tryggi áfram rekstur við­eig­andi varn­ar­að­stöðu og -bún­að­ar, heim­ili að varn­ar­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna og Atl­ants­hafs­banda­lagið nýti sér aðstöðu eftir þörf­um, loft­rým­is­gæsla haldi áfram ..., – og loks að kannað verði aukið sam­starf og „Ut­an­rík­is­ráðu­neyti Íslands sam­þykkir áætl­anir varn­ar­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna um varnir Íslands þar sem hern­að­ar­legum úrræðum er beitt.“ 

Auglýsing
Í skýrslu utan­rík­is­ráð­herra, Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, á Alþingi í maí 2017 kemur fram að fram­lög Íslands til varn­ar­mála og Atl­ants­hafs­banda­lags­ins hafi auk­ist á liðnum tveimur árum (þ.e. frá 2015) og m.a. hafi íslensk stjórn­völd aukið við gisti­rík­is­stuðn­ing á örygg­is­svæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli (bls. 51). „Rekstur varn­ar­mann­virkja á örygg­is­svæð­inu og starf­ræksla rat­sjár­kerf­is­ins, sem nær yfir umfangs­mikið svæði á Norð­ur­-Atl­ants­haf­inu, er veiga­mik­ill þáttur í fram­lagi Íslands til sam­eig­in­legra varna Atl­ants­hafs­banda­lags­ins.“ Milli áranna 2017 og 2019 juk­ust fram­lög Íslands til varn­ar­mála um 37 pró­sent, úr 1.592 millj­ónum króna 2017 í 2.185 millj­ónir króna 2019. Þessi vöxtur er skýrður svo í skýrslu utan­rík­is­ráð­herra í apríl 2019 (bls. 64): „Vöxtur útgjalda helg­ast af vax­andi skuld­bind­ingum sem Ísland hefur tek­ist á hendur innan Atl­ants­hafs­banda­lags­ins og auk­inni tíma­bund­inni við­veru liðsafla banda­lags­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli vegna versn­andi örygg­is­á­stands í Evr­ópu, þ.m.t. á Norð­ur­-Atl­ants­hafi.“

Erlendir her­menn hafa haft dag­lega við­veru á Íslandi a.m.k. frá árinu 2015 eða 2016, þannig að hin „tíma­bundna við­vera á vett­vangi“ hefur í reynd verið við­var­andi í a.m.k. fjögur til fimm ár. Sum­arið 2019 voru boðnar út fyrstu fram­kvæmdir í fram­kvæmda­á­ætlun upp á tæpa 14 millj­arða króna á vegum banda­ríska hers­ins og NATO. Drög að þess­ari áætlun urðu a.m.k. að ein­hverju leyti til áður en núver­andi rík­is­stjórn tók við. Í skýrslu utan­rík­is­ráð­herra, Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, á Alþingi í apríl 2018 segir að á síð­ustu árum hafi umsvif Banda­ríkja­hers, sem og ann­arra banda­lags­ríkja Atl­ants­hafs­banda­lags­ins, auk­ist á norð­an­verðu Atl­ants­hafi vegna versn­andi horfa í örygg­is­málum og breytts örygg­is­um­hverfis í Evr­ópu (bls. 99). „Í fram­haldi af sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu Íslands og Banda­ríkj­anna 2016 var á síð­asta ári gengið frá sam­komu­lagi milli land­anna um fyr­ir­komu­lag á varn­ar­fram­kvæmdum á Kefla­vík­ur­flug­velli. Til­gangur fram­kvæmd­anna er að styðja við tíma­bundna við­veru erlends liðs afla á Íslandi og sinna nauð­syn­legu við­haldi á flug­brautum og örygg­is­svæði Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.“

Alþingi stikk­frí

Þótt gengið hafi verið frá þessu sam­komu­lagi áður en núver­andi rík­is­stjórn tók við er engu að síður ömur­legt fyrir Vinstri græn, eina flokk­inn á Alþingi sem er and­vígur aðild að NATO og hern­að­ar­sam­vinnu við Banda­rík­in, að fram­kvæmdir fari á fullt meðan flokk­ur­inn er í rík­is­stjórn og ástæða til að spyrja hvort engin leið hafi verið að stöðva þær. Vænt­an­lega er slíkt þó ekki ein­falt og þetta því ein­fald­lega eitt af því Vinstri græn þurfa að kyngja í stjórn­ar­sam­starf­inu.

En hvert sem svarið við því er, þá er ljóst að, ef undan eru skilin fjár­fram­lög á fjár­lög­um, hefur Alþingi ekk­ert að segja um ákvarð­anir um aukin hern­að­ar­um­svif og fram­kvæmdir hér á landi, það fær bara upp­lýs­ingar eftir á um þessar ákvarð­anir að ein­hverju leyti gegnum utan­rík­is­mála­nefnd en ann­ars með árlegri skýrslu utan­rík­is­ráð­herra. Reyndar kvart­aði þing­maður VG yfir því í umræðum um skýrsl­una í maí 2017 að slíkar upp­lýs­ingar væri mjög óljósar í skýrsl­unni.

Það er því ekki að ófyr­ir­synju að nokkrir þing­menn VG hafa lagt fram frum­varp um að varn­ar­mála­lög­unum frá 2008 verði breytt í þá veru að að allar breyt­ingar varð­andi varn­ar­samn­ing­inn og fram­kvæmdir á varn­ar­svæðum skuli bera undir Alþingi (þingskjal 814 – 485. mál). Þessi til­laga kom reyndar líka fram í fyrra og hefur fengið í umræðum frekar jákvæð við­brögð frá þing­mönnum úr Við­reisn og Sam­fylk­ingu.

Eftir tveggja ára­tuga stríð í Mið-Aust­ur­löndum er þróun á norð­ur­slóðum orðin þannig að aftur verður æ brýnni þörf fyrir her­afla og hern­að­ar­lega aðstöðu þar. Þess vegna hefur utan­rík­is­ráð­herra lagt fram drög að til­lögu um marg­földun á örygg­is­svæði við Gunn­ólfs­vík­ur­fjall (er enn í sam­ráðs­gátt), en það verður að ger­ast með breyt­ingu á varn­ar­mála­lög­um. Það verður fróð­legt að sjá hvernig Alþingi mun afgreiða hana.

Varð­andi alþjóð­legar for­sendur fyrir auknum hern­að­ar­um­svifum hér á landi bendi ég á nýlega grein Þór­ar­ins Hjart­ar­sonar í vefrit­inu Neistar, „Ys og þys út af NATO“.

Höf­undur er ljóð­skáld og fyrr­ver­andi bóka­vörð­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar