Hetja Rússlands með heiðurssæti hjá Hringborði Norðurslóða

Rússneskur þingmaður, sem verið hefur sérstakur ráðgjafi Vladimírs Pútíns varðandi alþjóðasamstarf í norðurslóðamálum, er í heiðursstjórn samtakanna Hringborð Norðurslóða – Arctic Circle, sem Ólafur Ragnar Grímsson kom á koppinn árið 2013.

Vladimír Pútín Rússlands forseti ásamt Artúri Chilingarov, landkönnuði, þingmanni og heiðursstjórnarmanni í Hringborði Norðurslóða.
Vladimír Pútín Rússlands forseti ásamt Artúri Chilingarov, landkönnuði, þingmanni og heiðursstjórnarmanni í Hringborði Norðurslóða.
Auglýsing

Artur Niko­la­yevich Chil­ing­arov heitir maður sem situr á þingi í Rúss­landi fyrir Sam­einað Rúss­land, flokk Vla­dimírs Pútíns for­seta. Hann hefur líka verið sér­stakur ráð­gjafi for­set­ans varð­andi alþjóða­sam­starf á norð­ur­slóð­um.

Sami maður hefur einnig frá árinu 2013 átt sæti í sér­stakri heið­urs­stjórn Hring­borðs Norð­ur­slóða – Arctic Circle, sam­taka sem stofnuð voru af Ólafi Ragn­ari Gríms­syni fyrr­ver­andi for­seta Íslands. Sam­tökin hafa staðið fyrir sam­nefndri ráð­stefnu í Hörpu og öðrum við­burðum um mál­efni norð­ur­slóða á und­an­förnum árum.

Setti rúss­neskt flagg á hafs­botn­inn á Norð­ur­pólnum

Chil­ing­arov hefur verið framá­maður í norð­ur­slóða­málum í Rúss­landi um langt skeið. Hann fædd­ist í Lenín­grad árið 1939, nam bæði verk­fræði og haf­fræði og var á sjö­unda og átt­unda ára­tugnum stjórn­andi rann­sókna­stöðva Sov­ét­ríkj­anna á norð­ur­slóð­um.

Hann hefur staðið í stafni fyrir fjölda vís­inda­leið­angra Rússa á norð­ur­slóðum og Suð­ur­skauts­land­inu og var meðal ann­ars lyk­il­maður í frægum leið­angri í upp­hafi árs 2008 – sem olli nokkrum titr­ingi í alþjóða­póli­tík – þar sem Chil­ing­arov og félagar fóru niður á sjáv­ar­botn­inn beint undir Norð­ur­pólnum á litlum kaf­bátum og settu þar niður rúss­neskan fána.

„Norð­ur­skautið er rúss­neskt,“ hafði BBC eftir Chil­ing­arov þegar þeim leið­angri lauk, en Rússar höfðu þá þegar gert til­kall til stórs hluta Norð­ur­-Ís­hafs­ins og þar á meðal sjálfs Norð­ur­póls­ins, á grund­velli þess að Lomonosov-neð­an­sjáv­ar­hrygg­ur­inn sé í reynd fram­leng­ing á rúss­neska meg­in­land­inu og liggi út frá því.

Þess má geta að í fyrra útvíkk­uðu Rússar form­legar kröfur sínar til haf­svæðis á Norð­ur­slóðum enn frekar og að auk Rúss­lands gera bæði Danir og Kanada­menn til til haf­svæð­is­ins í kringum Norð­ur­pól­inn.

Hetja bæði Rúss­lands og Sov­ét­ríkj­anna

Eftir leið­ang­ur­inn árið 2008 var Chil­ing­arov sæmdur æðsta opin­bera heiðri Rúss­lands sem er það að vera útnefndur Hetja Rúss­lands. Með því bætti enn einni orð­unni í safn­ið, en á tímum Sov­ét­ríkj­anna var hann einnig útnefndur Hetja Sov­ét­ríkj­anna og hlaut Leníns­orð­una, auk margra ann­arra verð­launa.

Chilingarov, þáverandi varaforseti Dúmunnar, hristir hér spaðann á Thabo Mbeki forseta Suður-Afríku í opinberri heimsókn í Höfðaborg árið 2006. Sergei Lavrov utanríkisráðherra og Vladimír Pútín forseti Rússlands brosa við tönn. Mynd: EPA

Svo er það póli­tík­in. Chil­ing­arov tók fyrst sæti á Dúmunni, neðri deild rúss­neska þings­ins, árið 1993 fyrir Sam­einað Rúss­land. Þar sat hann óslitið fram til árs­ins 2011 og gegndi meðal ann­ars hlut­verki vara­for­seta neðri deild­ar­inn­ar. Árið 2016 tók hann sæti í sam­bands­þing­inu, efri deild þings­ins, fyrir hönd Tula-hér­aðs í vest­ur­hluta lands­ins. Þar sat hann til 2014.

Hann var svo aftur kjör­inn inn á Dúmuna árið 2016 og hefur setið þar óslitið síðan og hefur auk þess verið sér­stakur ráð­gjafi Vla­dimírs Pútíns um alþjóða­sam­starf á norð­ur­slóðum og Suð­ur­skauts­land­inu.

Fjórir í heið­urs­stjórn­inni

Sem áður segir er Chil­ing­arov svo í heið­urs­stjórn Hring­borðs Norð­ur­slóða – Arctic Circle, sam­tak­anna sem Ólafur Ragnar Gríms­son þáver­andi for­seti Íslands hefur leitt frá árinu 2013. Hring­borðið hefur staðið fyrir árlegum ráð­stefnum í Hörpu um mál­efni norð­ur­slóða síðan þá, auk fleiri við­burða. Ólafur Ragnar er enn í dag stjórn­ar­for­maður Hring­borðs Norð­ur­slóða.

Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Kjarn­inn fékk frá skrif­stofu Hring­borðs­ins var heið­urs­stjórnin mynduð strax árið 2013. Með­limir hennar eru ekki sagðir gegna neinu sér­stöku hlut­verki, öðru en því að hafa stutt við starf Hring­borðs­ins í upp­hafi og koma frá land­fræði­lega ólíkum stöð­um.

Auk Chil­ing­arov sitja í heið­urs­stjórn­inni þau Albert II prins af Móna­kó, Lisa Murkowski öld­unga­deild­ar­þing­maður Repúblikana­flokks­ins í Alaska og Sultan Ahmed Al Jaber, iðn­að­ar­ráð­herra Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmanna og for­stjóri olíu­fé­lags­ins í Abú Dabí.

Kjarn­inn leit­aði svara við því hvort seta Chil­ing­arov í heið­urs­stjórn­inni væri til ein­hverrar end­ur­skoð­unar í ljósi þess að hann væri sitj­andi þing­maður flokks­ins sem flestu ræður í Rúss­landi.

Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands.

„Chil­ing­arov varð heið­urs­með­limur vegna starfa sinna fyrir The Russian Geograp­hical Soci­ety sem var stofnað árið 1845. Skipan heið­urs­stjórnar er ekki innan verk­sviðs skrif­stofu Hring­borðs­ins. Næstu við­burðir eru ekki fyrr en í haust og mun stjórn Hring­borðs­ins ekki funda fyrr en seinna á árin­u,“ segir í svari sem fékkst frá skrif­stofu Hring­borðs­ins. Chil­ing­arov er síð­ast sagður hafa komið á ráð­stefnu Hring­borðs­ins fyrir sjö árum síð­an.

Staðan hvað þátt­töku Rússa varðar metin fyrir næstu við­burði

Alþjóð­legt sam­starf í norð­ur­slóða­málum er nú í nokkru upp­námi vegna inn­rásar Rússa í Úkra­ínu, en í upp­hafi þessa mán­aðar sendu aðild­ar­ríki Norð­ur­skauts­ráðs­ins frá sér yfir­lýs­ingu þar sem inn­rásin var for­dæmd. Tíma­bundið hlé hefur verið gert á öllum fundum ráðs­ins og und­ir­stofn­ana þess.

Auk Íslands og Rúss­lands eiga Banda­rík­in, Finn­land, Kana­da, Dan­mörk, Nor­egur og Sví­þjóð aðild að ráð­inu. Rússar fara með for­mennsku í því um þessar mundir og tóku við henni úr hendi Íslend­inga í maí á síð­asta ári á ráð­herra­fundi sem fram fór í Reykja­vík.

Sam­starf og sam­vinna um mál­efni norð­ur­slóða hefur að mestu verið óháð deilu­málum á milli ríkja á alþjóð­legum vett­vangi á und­an­förn­um. Rétt eins og Norð­ur­skauts­ráðið og und­ir­stofn­anir þess hefur Hring­borð Norð­ur­slóða á und­an­förnum rúmum ára­tug orðið vett­vangur umræðu og sam­vinnu óháð alþjóð­legum deilum að öðru leyti.

Ekki er ljóst hvort það breyt­ist eitt­hvað vegna stríðs­rekst­urs Rússa, en staðan hvað þátt­töku rúss­neskra vís­inda­manna og diplómata í næstu við­burðum Hring­borðs­ins varðar verður metin í aðdrag­anda þeirra, sam­kvæmt svörum frá skrif­stof­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent