Hilmar Veigar vill að útlendingalöggjöf taki mið af þörfum leikjaframleiðslu

hilmar.vegiar.jpg
Auglýsing

Hilmar Veigar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, hefur verið kjör­inn stjórn­ar­for­maður IGI, sam­taka leikja­fram­leið­enda á Íslandi, á aðal­fundi sam­tak­anna. Sam­tökin eru starfs­greina­hópur innan Sam­taka iðn­að­ar­ins og allseru tíu fyr­ir­tæki innan vébanda þeirra sem velta sam­tals níu millj­örðum króna á ári. Ásamt Hilm­ari Veigar skipa nýja stjórn­ Ólafur Andri Ragn­ars­son stjórn­ar­maður Betware Burkni Ósk­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Lumen­ox, Eldar Ást­þórs­son fjöl­miðla­full­trúi CCP, Stefán Álfs­son for­stjóri Jivaro, Stefán Gunn­ars­son for­stjóri Soldid Clouds og Stein­unn Anna Gunn­laugs­dóttir for­stjóri Locati­fy.

Í til­kynn­ingu vegna stjórn­ar­kjörs­ins segir Hilmar Veigar að leikja­fram­leiðslu­iðn­að­ur­inn ekki vera dæmi­gerðan iðn­að. Veltu­tölur séu háar en fyr­ir­tækin fá og skortur á hæfu starfs­fólki hamli vexti grein­ar­inn­ar. ,,Ef þetta fólk er ekki til hér, þá verðum við að fá það erlendis frá. Af þessu verður útlend­inga­lög­gjöfin að taka mið og bjóða upp á hrað­ari afgreiðslu leyf­anna. Við þurfum að stuðla að því að gera Ísland aðlað­andi fyrir þessa erlendu sér­fræð­inga og þar skipta skatta­af­slættir fyrstu starfs­árin miklu máli eins og Danir hafa verið að gera með góðum árangri.“

ccp_vef

Auglýsing

Loka hag­kerfi gerir fyr­ir­tækj­unum erfitt fyrirFráfar­andi stjórn­ar­for­mað­ur, Ólafur Andri Ragn­ars­son, mun sitja áfram í stjórn sam­tak­anna. Hann seg­ist þekkja vel þær áskor­anir sem leikja­iðn­að­ur­inn standi frammi fyr­ir. „Sam­tal okkar við önnur fyr­ir­tæki, fjár­festa og stjórn­völd miða að því að útskýra tæki­færin en ekki síður áskor­an­irn­ar. Öll fyr­ir­tæki innan IGI eru í útflutn­ingi og lokað hag­kerfi gerir okkur erfitt fyr­ir. Við þurfum að skapa tæki­færi fyrir fyr­ir­tækin til að vaxa og halda þeim í land­inu. Við erum einnig að keppa í alþjóð­aum­hverfi um starfs­fólk sem á mjög auð­velt með að flytj­ast þangað sem spenn­andi störf bjóðast,“ segir Ólaf­ur.

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að marg­föld­un­ar­á­hrif fyr­ir­tækja á borð við CCP séu tals­verð fyrir hag­kerfið í heild sinni. "CCP stendur fyrir EVE Fan­fest hátíð­inni þann 19. – 21. mars næst­kom­andi. Von er á 1.500 erlendum gestum á hátíð­ina. Hátt í 100 athygli­verðir dag­skár­liðir eru í boði og það má áætla að hund­ruðir þús­unda horfi á beina útsend­ingu frá hátíð­inn­i."

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None