Hilmar Veigar vill að útlendingalöggjöf taki mið af þörfum leikjaframleiðslu

hilmar.vegiar.jpg
Auglýsing

Hilmar Veigar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, hefur verið kjör­inn stjórn­ar­for­maður IGI, sam­taka leikja­fram­leið­enda á Íslandi, á aðal­fundi sam­tak­anna. Sam­tökin eru starfs­greina­hópur innan Sam­taka iðn­að­ar­ins og allseru tíu fyr­ir­tæki innan vébanda þeirra sem velta sam­tals níu millj­örðum króna á ári. Ásamt Hilm­ari Veigar skipa nýja stjórn­ Ólafur Andri Ragn­ars­son stjórn­ar­maður Betware Burkni Ósk­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Lumen­ox, Eldar Ást­þórs­son fjöl­miðla­full­trúi CCP, Stefán Álfs­son for­stjóri Jivaro, Stefán Gunn­ars­son for­stjóri Soldid Clouds og Stein­unn Anna Gunn­laugs­dóttir for­stjóri Locati­fy.

Í til­kynn­ingu vegna stjórn­ar­kjörs­ins segir Hilmar Veigar að leikja­fram­leiðslu­iðn­að­ur­inn ekki vera dæmi­gerðan iðn­að. Veltu­tölur séu háar en fyr­ir­tækin fá og skortur á hæfu starfs­fólki hamli vexti grein­ar­inn­ar. ,,Ef þetta fólk er ekki til hér, þá verðum við að fá það erlendis frá. Af þessu verður útlend­inga­lög­gjöfin að taka mið og bjóða upp á hrað­ari afgreiðslu leyf­anna. Við þurfum að stuðla að því að gera Ísland aðlað­andi fyrir þessa erlendu sér­fræð­inga og þar skipta skatta­af­slættir fyrstu starfs­árin miklu máli eins og Danir hafa verið að gera með góðum árangri.“

ccp_vef

Auglýsing

Loka hag­kerfi gerir fyr­ir­tækj­unum erfitt fyrirFráfar­andi stjórn­ar­for­mað­ur, Ólafur Andri Ragn­ars­son, mun sitja áfram í stjórn sam­tak­anna. Hann seg­ist þekkja vel þær áskor­anir sem leikja­iðn­að­ur­inn standi frammi fyr­ir. „Sam­tal okkar við önnur fyr­ir­tæki, fjár­festa og stjórn­völd miða að því að útskýra tæki­færin en ekki síður áskor­an­irn­ar. Öll fyr­ir­tæki innan IGI eru í útflutn­ingi og lokað hag­kerfi gerir okkur erfitt fyr­ir. Við þurfum að skapa tæki­færi fyrir fyr­ir­tækin til að vaxa og halda þeim í land­inu. Við erum einnig að keppa í alþjóð­aum­hverfi um starfs­fólk sem á mjög auð­velt með að flytj­ast þangað sem spenn­andi störf bjóðast,“ segir Ólaf­ur.

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að marg­föld­un­ar­á­hrif fyr­ir­tækja á borð við CCP séu tals­verð fyrir hag­kerfið í heild sinni. "CCP stendur fyrir EVE Fan­fest hátíð­inni þann 19. – 21. mars næst­kom­andi. Von er á 1.500 erlendum gestum á hátíð­ina. Hátt í 100 athygli­verðir dag­skár­liðir eru í boði og það má áætla að hund­ruðir þús­unda horfi á beina útsend­ingu frá hátíð­inn­i."

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None