Hilmar Veigar vill að útlendingalöggjöf taki mið af þörfum leikjaframleiðslu

hilmar.vegiar.jpg
Auglýsing

Hilmar Veigar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, hefur verið kjör­inn stjórn­ar­for­maður IGI, sam­taka leikja­fram­leið­enda á Íslandi, á aðal­fundi sam­tak­anna. Sam­tökin eru starfs­greina­hópur innan Sam­taka iðn­að­ar­ins og allseru tíu fyr­ir­tæki innan vébanda þeirra sem velta sam­tals níu millj­örðum króna á ári. Ásamt Hilm­ari Veigar skipa nýja stjórn­ Ólafur Andri Ragn­ars­son stjórn­ar­maður Betware Burkni Ósk­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Lumen­ox, Eldar Ást­þórs­son fjöl­miðla­full­trúi CCP, Stefán Álfs­son for­stjóri Jivaro, Stefán Gunn­ars­son for­stjóri Soldid Clouds og Stein­unn Anna Gunn­laugs­dóttir for­stjóri Locati­fy.

Í til­kynn­ingu vegna stjórn­ar­kjörs­ins segir Hilmar Veigar að leikja­fram­leiðslu­iðn­að­ur­inn ekki vera dæmi­gerðan iðn­að. Veltu­tölur séu háar en fyr­ir­tækin fá og skortur á hæfu starfs­fólki hamli vexti grein­ar­inn­ar. ,,Ef þetta fólk er ekki til hér, þá verðum við að fá það erlendis frá. Af þessu verður útlend­inga­lög­gjöfin að taka mið og bjóða upp á hrað­ari afgreiðslu leyf­anna. Við þurfum að stuðla að því að gera Ísland aðlað­andi fyrir þessa erlendu sér­fræð­inga og þar skipta skatta­af­slættir fyrstu starfs­árin miklu máli eins og Danir hafa verið að gera með góðum árangri.“

ccp_vef

Auglýsing

Loka hag­kerfi gerir fyr­ir­tækj­unum erfitt fyrirFráfar­andi stjórn­ar­for­mað­ur, Ólafur Andri Ragn­ars­son, mun sitja áfram í stjórn sam­tak­anna. Hann seg­ist þekkja vel þær áskor­anir sem leikja­iðn­að­ur­inn standi frammi fyr­ir. „Sam­tal okkar við önnur fyr­ir­tæki, fjár­festa og stjórn­völd miða að því að útskýra tæki­færin en ekki síður áskor­an­irn­ar. Öll fyr­ir­tæki innan IGI eru í útflutn­ingi og lokað hag­kerfi gerir okkur erfitt fyr­ir. Við þurfum að skapa tæki­færi fyrir fyr­ir­tækin til að vaxa og halda þeim í land­inu. Við erum einnig að keppa í alþjóð­aum­hverfi um starfs­fólk sem á mjög auð­velt með að flytj­ast þangað sem spenn­andi störf bjóðast,“ segir Ólaf­ur.

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að marg­föld­un­ar­á­hrif fyr­ir­tækja á borð við CCP séu tals­verð fyrir hag­kerfið í heild sinni. "CCP stendur fyrir EVE Fan­fest hátíð­inni þann 19. – 21. mars næst­kom­andi. Von er á 1.500 erlendum gestum á hátíð­ina. Hátt í 100 athygli­verðir dag­skár­liðir eru í boði og það má áætla að hund­ruðir þús­unda horfi á beina útsend­ingu frá hátíð­inn­i."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None