Hjúkrunarfræðingar: Grunnforsendan að „leiðrétta“ launin

15416919303_e28b4e2c36_z.jpg
Auglýsing

Félag íslenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga hefur það sem leið­ar­ljós í und­ir­bún­ings­vinnu fyrir kom­andi kjara­samn­ings­við­ræður að fá launin „leið­rétt“ miðað við samn­inga ann­arra háskóla­mennt­aðra opin­berra starfs­manna. Þetta segir for­maður félags­ins, Ólafur G. Skúla­son. Félagið er nú í funda­her­ferð um landið þar sem rætt er við félags­menn um kom­andi kjara­samn­ings­við­ræð­um. Að henni lok­inni verða samn­ings­mark­mið fyrir kjara­samn­inga mótuð form­lega. „Grunn­for­sendan er að fá grunn­laun leið­rétt og hækka þau til sam­ræmis við laun ann­arra háskóla­mennt­aðra opin­berra starfs­manna,“ sagði Ólafur í sam­tali við Kjarn­ann. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er horft til þess að hækk­unin sem þurfi að koma til, svo þessu mark­miði verði mætt, sé 20 til 25 pró­sent hækkun

Hann segir það ekki vera neitt leynd­ar­mál að „allur vinnu­mark­að­ur­inn“ horfi til samn­ings rík­is­ins við lækna en með honum voru laun lækna hækkuð um meira en 20 pró­sent. Hjúkr­un­ar­fræð­ingar búi enn fremur við svipuð skil­yrði og læknar hvað það varð­ar, að mikið hefur verið um það að fólk úr stétt­inni flytji úr landi þar sem laun þar eru betri.

Ólafur seg­ist ekki vilja nefna neinar tölur þegar kemur að kröfum um launa­hækk­anir en hækkun grunn­laun­anna, til jafns við við­mið­un­ar­stétt­ir, sé algjör lág­marks­krafa. Ekki síst þar sem hjúkr­un­ar­fræð­ingar séu með fjög­urra ára nám að jafn­aði að baki, á meðan við­mið­un­ar­stéttir háskóla­mennt­aðra starfs­manna séu með þriggja ára grunn­nám að baki.

Auglýsing

Mikil spenna er nú á vinnu­mark­aði fyrir kom­andi kjara­samn­ings­við­ræð­ur, en mikið ber á milli verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og Sam­taka atvinnu­lífs­ins, þegar kemur að mati á því hversu mikið sé hægt að hækka laun á almennum vinnu­mark­aði.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None