Hjúkrunarfræðingar: Grunnforsendan að „leiðrétta“ launin

15416919303_e28b4e2c36_z.jpg
Auglýsing

Félag íslenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga hefur það sem leið­ar­ljós í und­ir­bún­ings­vinnu fyrir kom­andi kjara­samn­ings­við­ræður að fá launin „leið­rétt“ miðað við samn­inga ann­arra háskóla­mennt­aðra opin­berra starfs­manna. Þetta segir for­maður félags­ins, Ólafur G. Skúla­son. Félagið er nú í funda­her­ferð um landið þar sem rætt er við félags­menn um kom­andi kjara­samn­ings­við­ræð­um. Að henni lok­inni verða samn­ings­mark­mið fyrir kjara­samn­inga mótuð form­lega. „Grunn­for­sendan er að fá grunn­laun leið­rétt og hækka þau til sam­ræmis við laun ann­arra háskóla­mennt­aðra opin­berra starfs­manna,“ sagði Ólafur í sam­tali við Kjarn­ann. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er horft til þess að hækk­unin sem þurfi að koma til, svo þessu mark­miði verði mætt, sé 20 til 25 pró­sent hækkun

Hann segir það ekki vera neitt leynd­ar­mál að „allur vinnu­mark­að­ur­inn“ horfi til samn­ings rík­is­ins við lækna en með honum voru laun lækna hækkuð um meira en 20 pró­sent. Hjúkr­un­ar­fræð­ingar búi enn fremur við svipuð skil­yrði og læknar hvað það varð­ar, að mikið hefur verið um það að fólk úr stétt­inni flytji úr landi þar sem laun þar eru betri.

Ólafur seg­ist ekki vilja nefna neinar tölur þegar kemur að kröfum um launa­hækk­anir en hækkun grunn­laun­anna, til jafns við við­mið­un­ar­stétt­ir, sé algjör lág­marks­krafa. Ekki síst þar sem hjúkr­un­ar­fræð­ingar séu með fjög­urra ára nám að jafn­aði að baki, á meðan við­mið­un­ar­stéttir háskóla­mennt­aðra starfs­manna séu með þriggja ára grunn­nám að baki.

Auglýsing

Mikil spenna er nú á vinnu­mark­aði fyrir kom­andi kjara­samn­ings­við­ræð­ur, en mikið ber á milli verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og Sam­taka atvinnu­lífs­ins, þegar kemur að mati á því hversu mikið sé hægt að hækka laun á almennum vinnu­mark­aði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None