SA: Mánaðarleg greiðslubyrði myndi hækka um 30 þúsund

Þorsteinn-víglundsson-nytt.jpg
Auglýsing

Ef launa­hækk­anir sem samið var um við lækna á dög­un­um, sem nema ríf­lega 20 pró­sent­um, yrðu leið­ar­stefið í kom­andi kjara­samn­ingum á almennum vinnu­mark­aði þá myndi verð­bólga aukast hratt, vextir hækka og greiðslu­byrði á dæmi­gerðu óverð­tryggðu 15 millj­óna króna láni gæti hækkað um 30 þús­und á mán­uði.

Þetta kemur fram í grein­ingu efna­hags­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Í henni er á það bent á að auk­in sókn heim­ila í óverð­tryggð hús­næð­is­lán hafi gert þau við­kvæm­­ari fyr­ir vaxta­breyt­ing­um og þannig aukið áhrifa­mátt pen­inga­­stefn­u Seðla­banka Íslands. Lækk­­un­in á greiðslu­­byrði sem hlaust af hinni svoköll­uðu leið­rétt­ing­u gæti þurrkast fljótt út fari miklar launa­hækk­anir út í verð­lag, segir í grein­ing­unni.

Í grein­ing­unni kemur enn fremur fram að óvissa ríki á vinnu­mark­aði vegna kom­andi kjara­samn­inga. Mikið ber í milli í kröfum verka­lýðs­fé­laga og hug­myndum atvinnu­lífs­ins og eru kröf­urnar víðs­fjarri mati Seðla­banka Íslands á aðstæð­um, en sam­kvæmt mati hans, er svig­rúmið til launa­hækk­ana, á almennum vinnu­mark­aði, 3,5 pró­sent. Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur lagt áherslu á nauð­syn þess að hækka laun þeirra sem lægstu laun hafa, og einnig að ná fram hækk­unum innan þeirra greina í atvinnu­líf­inu sem ganga vel, eins og til dæmis í sjáv­ar­út­vegi. Starfs­greina­sam­bandið hefur lagt fram kröfu um að lægstu laun hækki í 300 þús­und á mán­uði, en þau eru nú 214 þús­und. Fundur hefur verið boð­aður 13. febr­úar í húsa­kynnum Rík­is­sátta­semj­ara hjá samn­inga­nefnd Starfs­greina­sam­bands­ins, en engar form­legar við­ræður við samn­inga­nefnd Sam­taka atvinnu­lífs­ins hafa enn haf­ist.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None