SA: Mánaðarleg greiðslubyrði myndi hækka um 30 þúsund

Þorsteinn-víglundsson-nytt.jpg
Auglýsing

Ef launa­hækk­anir sem samið var um við lækna á dög­un­um, sem nema ríf­lega 20 pró­sent­um, yrðu leið­ar­stefið í kom­andi kjara­samn­ingum á almennum vinnu­mark­aði þá myndi verð­bólga aukast hratt, vextir hækka og greiðslu­byrði á dæmi­gerðu óverð­tryggðu 15 millj­óna króna láni gæti hækkað um 30 þús­und á mán­uði.

Þetta kemur fram í grein­ingu efna­hags­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Í henni er á það bent á að auk­in sókn heim­ila í óverð­tryggð hús­næð­is­lán hafi gert þau við­kvæm­­ari fyr­ir vaxta­breyt­ing­um og þannig aukið áhrifa­mátt pen­inga­­stefn­u Seðla­banka Íslands. Lækk­­un­in á greiðslu­­byrði sem hlaust af hinni svoköll­uðu leið­rétt­ing­u gæti þurrkast fljótt út fari miklar launa­hækk­anir út í verð­lag, segir í grein­ing­unni.

Í grein­ing­unni kemur enn fremur fram að óvissa ríki á vinnu­mark­aði vegna kom­andi kjara­samn­inga. Mikið ber í milli í kröfum verka­lýðs­fé­laga og hug­myndum atvinnu­lífs­ins og eru kröf­urnar víðs­fjarri mati Seðla­banka Íslands á aðstæð­um, en sam­kvæmt mati hans, er svig­rúmið til launa­hækk­ana, á almennum vinnu­mark­aði, 3,5 pró­sent. Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur lagt áherslu á nauð­syn þess að hækka laun þeirra sem lægstu laun hafa, og einnig að ná fram hækk­unum innan þeirra greina í atvinnu­líf­inu sem ganga vel, eins og til dæmis í sjáv­ar­út­vegi. Starfs­greina­sam­bandið hefur lagt fram kröfu um að lægstu laun hækki í 300 þús­und á mán­uði, en þau eru nú 214 þús­und. Fundur hefur verið boð­aður 13. febr­úar í húsa­kynnum Rík­is­sátta­semj­ara hjá samn­inga­nefnd Starfs­greina­sam­bands­ins, en engar form­legar við­ræður við samn­inga­nefnd Sam­taka atvinnu­lífs­ins hafa enn haf­ist.

Auglýsing

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None