SA: Mánaðarleg greiðslubyrði myndi hækka um 30 þúsund

Þorsteinn-víglundsson-nytt.jpg
Auglýsing

Ef launa­hækk­anir sem samið var um við lækna á dög­un­um, sem nema ríf­lega 20 pró­sent­um, yrðu leið­ar­stefið í kom­andi kjara­samn­ingum á almennum vinnu­mark­aði þá myndi verð­bólga aukast hratt, vextir hækka og greiðslu­byrði á dæmi­gerðu óverð­tryggðu 15 millj­óna króna láni gæti hækkað um 30 þús­und á mán­uði.

Þetta kemur fram í grein­ingu efna­hags­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Í henni er á það bent á að auk­in sókn heim­ila í óverð­tryggð hús­næð­is­lán hafi gert þau við­kvæm­­ari fyr­ir vaxta­breyt­ing­um og þannig aukið áhrifa­mátt pen­inga­­stefn­u Seðla­banka Íslands. Lækk­­un­in á greiðslu­­byrði sem hlaust af hinni svoköll­uðu leið­rétt­ing­u gæti þurrkast fljótt út fari miklar launa­hækk­anir út í verð­lag, segir í grein­ing­unni.

Í grein­ing­unni kemur enn fremur fram að óvissa ríki á vinnu­mark­aði vegna kom­andi kjara­samn­inga. Mikið ber í milli í kröfum verka­lýðs­fé­laga og hug­myndum atvinnu­lífs­ins og eru kröf­urnar víðs­fjarri mati Seðla­banka Íslands á aðstæð­um, en sam­kvæmt mati hans, er svig­rúmið til launa­hækk­ana, á almennum vinnu­mark­aði, 3,5 pró­sent. Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur lagt áherslu á nauð­syn þess að hækka laun þeirra sem lægstu laun hafa, og einnig að ná fram hækk­unum innan þeirra greina í atvinnu­líf­inu sem ganga vel, eins og til dæmis í sjáv­ar­út­vegi. Starfs­greina­sam­bandið hefur lagt fram kröfu um að lægstu laun hækki í 300 þús­und á mán­uði, en þau eru nú 214 þús­und. Fundur hefur verið boð­aður 13. febr­úar í húsa­kynnum Rík­is­sátta­semj­ara hjá samn­inga­nefnd Starfs­greina­sam­bands­ins, en engar form­legar við­ræður við samn­inga­nefnd Sam­taka atvinnu­lífs­ins hafa enn haf­ist.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None