Hlín Einarsdóttir: Óttast að fá aldrei tölvupóstana og að þeim hafi verið eytt

hlin.jpg
Auglýsing

Hlín Ein­ars­dóttir telur að stjórn­endur Pressunnar séu að halda henni frá tölvu­póst­hólfi sem hún var með hjá fyr­ir­tæk­inu til að hindra að upp­lýs­ingar sem er að finna í tölvu­póstum milli hennar og Björns Inga Hrafns­son­ar, aðal­eig­anda Pressunnar og útgef­anda DV, rati ekki fyrir augu almenn­ings.  Hlín, sem hefur játað að hafa ætlað að kúga fé út úr Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráð­herra segir að mik­il­vægar upp­lýs­ingar séu í tölvu­póst­hólf­inu sem hún ótt­ist að hún fái aldrei og telur að tölvu­póst­unum hafi mögu­lega verið eytt. Upp­lýs­ing­arnar sýni að þær ásak­anir sem hún hefur sett fram, meðal ann­ars í bréfi sem var sent á eig­in­konu for­sæt­is­ráð­herra, séu á rökum reist­ar.

Í sam­tali við Kjarn­ann seg­ist Hlín ekki geta rætt aðdrag­anda fjár­kúg­un­ar­innar né nákvæmt inni­hald þess bréfs sem hún sendi á eig­in­konu for­sæt­is­ráð­herra. „Það eru marg­þættar og flóknar ástæður fyrir því að þetta ferli hóf­st, en ég get ekki tjáð mig um það nún­a.“

Hand­teknar fyrir fjár­kúg­un­ar­til­raunHlín var, ásamt systur sinni Malín Brand, hand­tekin í lok maí fyrir að reyna að kúga fé út úr for­sæt­is­ráð­herra. Fjár­kúg­unin gekk út á meint óeðli­leg tengsl Björns Inga við for­sæt­is­ráð­herra. Eftir að málið komst í hámæli lok­uðu stjórn­endur Pressunnar á net­fang Hlín­ar, en hún var lengi rit­stjóri Bleikt.is, vef­mið­ils í eigu fyr­ir­tæk­is­ins.

Hlín hætti störfum hjá Bleikt.is  í apríl 2014. Hún og Björn Ingi, sem voru sam­býl­is­fólk í nokkur ár, slitu síðan sam­vistum í fyrra­haust.  Þrátt fyrir þetta hafði hún alltaf getað notað tölvu­póst­hólfið hlin@bleikt.is á þessu tíma­bili og segir að það hafi verið með vit­und stjórn­enda Pressunn­ar. „Ég sendi Birni Inga síð­ast póst úr þessu tölvu­póst­hólfi í byrjun apríl 2015. Hann vissi vel að ég var að nota það,“ segir Hlín. Eftir að tölvu­póst­hólf­inu var lokað hafa stjórn­endur Pressunnar og lög­maður fyr­ir­tæk­is­ins hins vegar þrætt fyrir að það hafi yfir höfuð verið virkt eftir að Hlín hætti störf­um.

Auglýsing

Í kjöl­far þess að fjár­kúg­un­ar­til­raunin gegn for­sæt­is­ráð­herra spurð­ist út var tölvu­póst­hólf­inu hins vegar lokað fyr­ir­vara­laust. Hlín og lög­maður hennar hafa síðan þá reynt að fá stjórn­endur Pressunnar til að opna aftur fyrir aðgang að því eða láta hana hafa afrit af tölvu­póst­un­um, en án árang­urs. „Það eru mjög mik­il­vægar upp­lýs­ingar þarna sem geta hjálpað mér í mínu mál­um. Ég ótt­ast hins vegar að ég fái þetta aldrei. Og ég held að það sé engin til­viljun að þeir lok­uðu póst­hólf­inu núna. Það eru upp­lýs­ingar í því sem sýna fram á að það sem ég segi, og meira til, er satt.“

For­sæt­is­ráð­herra, útgef­andi og MP bankiUpp­lýs­ing­arnar sem áttu að koma Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráð­herra illa, og hótað var að gera opin­berar í fjár­kúg­un­ar­bréfi sem stílað var á eig­in­konu hans, snér­ust um að Sig­mundur Davíð eða aðilar tengdir honum hafi haft aðkomu að því að Pressan hafi fengið lána­fyr­ir­greiðslu hjá MP banka. Björn Ingi, aðal­eig­andi Pressunn­ar, er með sterk tengsl við Fram­sókn­ar­flokk­inn. Hann starf­aði á árum áður sem aðstoð­ar­maður þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra flokks­ins, Hall­dórs Ásgríms­son­ar, og sat fyrir hönd hans í borg­ar­stjóri Reykja­víkur um skeið. Björn Ingi til­kynnti hins vegar að hann væri hættur afskiptum af stjórn­málum í byrjun árs 2008 og hefur síðan þá starfað við fjöl­miðla.

Björn Ingi hefur ekki tjáð sig um málið frá því það kom upp fyrir utan stöðu­upp­færslu sem hann setti inn á Face­book þriðju­dag­inn 2. júní. Þar sagði hann: „Ég er harmi sleg­inn yfir fregnum dags­ins. Hugur minn er hjá þeim sem um sárt eiga að binda vegna þessa máls. For­sæt­is­ráð­herra fjár­magn­aði ekki kaup Pressunnar á DV. Hann á ekki hlut í blað­inu. Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé til­lit til þess að hér er mann­legur harm­leikur á ferð­inni og að aðgát skuli höfð í nær­veru sál­ar.“

Sig­mundur Davíð sendi frá sér yfir­lýs­ingu sama dag þar sem sagði m.a.: „ég hef engin fjár­hags­leg tengsl við Björn Inga Hrafns­son, né hef ég komið að kaupum Vef­pressunnar á DV á nokkurn hátt.“

Fyrir viku síðan setti for­sæt­is­ráð­herra svo stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem ítrek­aði að hann hefði „ekki nokkra ein­ustu aðkomu að eig­enda­skiptum á DV og veit ekk­ert um aðdrag­anda og gang þeirra mála.“

Fyr­ir­greiðsla á árinu 2013, áður en DV var keyptÍ umfjöllun Vísis um málið fyrir nokkrum dögum var rætt við Arnar Ægis­son, fram­kvæmda­stjóra Pressunn­ar, um rúm­lega 60 milljón króna hækkun á skuldum félags­ins á árinu 2013. Þar sagði hann að lík­lega væri um að ræða yfir­færslu á yfir­drætti sem var í eign­ar­halds­fé­lag­inu Vef­press­unni ehf., sem er í eigu Pressunn­ar. Hann stað­festi að yfir­drátt­ur­inn sé hjá MP banka.

Pressan keypti hins vegar ekki ráð­andi hlut í DV fyrr en síðla árs 2014. Því er ljóst að fjár­hags­lega fyr­ir­greiðsla félags­ins hjá MP banka átti sér stað áður en að þeim kaupum kom.

Arnar hafn­aði hins vegar öllum tengslum Pressunnar við for­sæt­is­ráð­herra í frétt Vís­is. Hann hafn­aði einnig að lána­fyr­ir­greiðsla MP banka hefði verið fengin að til­stillan Sig­mundar Dav­íðs eða aðilum tengdum hon­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None