Hluthafar félaga í Kauphöll Íslands orðnir 21 þúsund talsins

kauphoell.jpg
Auglýsing

Hlut­hafar í félög­unum sem skráð eru í Kaup­höll Íslands voru 21.104 í lok síð­asta árs. Þeim fjölg­aði um tæp­lega 1.500 á milli ára en þeir voru 19.636 í lok árs 2013. Hlut­höfum fjölg­aði eðli­lega lang mest í þeim félögum sem skráð voru á markað á síð­asta ári. Þannig fór fjöldi hlut­hafa í Sjóvá úr þremur í 3.011 á milli ára og hlut­hafar í HB Granda fór úr 572 í 2.036. Þetta kemur fram í nýjum mark­aðs­punktum frá Grein­ing­ar­deild Arion banka. Allar tölur eru unnar upp úr árs­skýrslum skráðra félaga.Hlut­höfum fækk­aði einnig tölu­vert í nokkrum félög­um. Í upp­hafi árs 2014 voru hlut­hafar N1 5.164 en í lok þess árs voru þeir orðnir 2.403. Þeim fækk­aði því um rúm­lega helm­ing. Um er að ræða lang­mestu fækkun hlut­hafa í skráðu félagi á síð­asta ár. Hlut­höfum í Trygg­inga­mið­stöð­inni fækk­aði einnig umtals­vert, eða um 737.

Vert er að taka fram að margir eig­endur eru marg­taldir þegar horft er á heild­ar­fjölda hlut­hafa í Kaup­höll­inni. Margir íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga til að mynda hlut í flestum skráðum félögum á Íslandi. Hluta­fjár­eign almenn­ings er líka að mestu leyti í gegnum eignir líf­eyr­is­sjóða. Sam­an­dregnar nið­ur­stöður skatt­fram­tala sýna þó að um 50 þús­und fjöl­skyldur á Íslandi eigi hluta­bréf og umfang þeirrar eignar hefur farið vax­andi frá árinu 2011. Þau hluta­bréf þurfa þó ekki að vera í skráðum félög­um. Um litil rót­gróin fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki, nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki í eigu vina eða jafn­vel verð­laus hluta­bréf í föllnum bönkum getur verið að ræða.

Auglýsing

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None