Hluthafar félaga í Kauphöll Íslands orðnir 21 þúsund talsins

kauphoell.jpg
Auglýsing

Hlut­hafar í félög­unum sem skráð eru í Kaup­höll Íslands voru 21.104 í lok síð­asta árs. Þeim fjölg­aði um tæp­lega 1.500 á milli ára en þeir voru 19.636 í lok árs 2013. Hlut­höfum fjölg­aði eðli­lega lang mest í þeim félögum sem skráð voru á markað á síð­asta ári. Þannig fór fjöldi hlut­hafa í Sjóvá úr þremur í 3.011 á milli ára og hlut­hafar í HB Granda fór úr 572 í 2.036. Þetta kemur fram í nýjum mark­aðs­punktum frá Grein­ing­ar­deild Arion banka. Allar tölur eru unnar upp úr árs­skýrslum skráðra félaga.Hlut­höfum fækk­aði einnig tölu­vert í nokkrum félög­um. Í upp­hafi árs 2014 voru hlut­hafar N1 5.164 en í lok þess árs voru þeir orðnir 2.403. Þeim fækk­aði því um rúm­lega helm­ing. Um er að ræða lang­mestu fækkun hlut­hafa í skráðu félagi á síð­asta ár. Hlut­höfum í Trygg­inga­mið­stöð­inni fækk­aði einnig umtals­vert, eða um 737.

Vert er að taka fram að margir eig­endur eru marg­taldir þegar horft er á heild­ar­fjölda hlut­hafa í Kaup­höll­inni. Margir íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga til að mynda hlut í flestum skráðum félögum á Íslandi. Hluta­fjár­eign almenn­ings er líka að mestu leyti í gegnum eignir líf­eyr­is­sjóða. Sam­an­dregnar nið­ur­stöður skatt­fram­tala sýna þó að um 50 þús­und fjöl­skyldur á Íslandi eigi hluta­bréf og umfang þeirrar eignar hefur farið vax­andi frá árinu 2011. Þau hluta­bréf þurfa þó ekki að vera í skráðum félög­um. Um litil rót­gróin fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki, nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki í eigu vina eða jafn­vel verð­laus hluta­bréf í föllnum bönkum getur verið að ræða.

Auglýsing

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None