Mál Já ehf. aftur til Samkeppniseftirlitsins

pall-gunnar.jpg
Auglýsing

Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins nr. 31/2014 um mis­notkun Já ehf. á mark­aðs­ráð­andi stöðu sinni, eins og greint var frá fyrr í dag. Sam­keppn­is­eft­ir­litið segir í til­gangi að málið sé nú komið aftur inn á borð Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Rekja má upp­haf máls­ins til kvart­ana frá­ Miðlun hf. og Loft­myndum ehf., auk erindis frá Póst- og fjar­skipta­stofn­un, vegna ætl­aðrar úti­lok­unar á sam­keppni, að því er segir í til­kynn­ingu.

Í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins var kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Já ehf. hefði mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína á mark­aði fyrir rekstur og heild­sölu­að­gang að gagna­grunni yfir síma­núm­er. Var Já ehf. í reynd í ein­ok­un­ar­stöðu. Var það jafn­framt mat Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að aðgangur að gagna­grunni Já ehf. væri ómissandi fyrir þá aðila sem vilja bjóða upp­lýs­inga­þjón­ustu um síma­númer í sam­keppni við fyr­ir­tæk­ið. Gagna­grunnur Já ehf. á rót sína að rekja til þess tíma sem einka­réttur ríkti í fjar­skiptum hér á landi. Var gagna­grunn­ur­inn áður undir yfir­ráðum Sím­ans og for­vera hans. Í ákvörð­un­inni var meðal ann­ars bent á að þeim sem hugð­ust nýta gagna­grunnin í sam­keppni við Já ehf. hefði verið gert að greiða mun hærra verð fyrir aðgang að honum en þeim sem fyr­ir­tæk­inu staf­aði engin sam­keppn­is­leg ógn af. Taldi Sam­keppn­is­eft­ir­litið að hátt­semi Já ehf. væri til þess fallin að úti­loka sam­keppni og gerði fyr­ir­tæk­inu af þeim sökum að greiða 50 milljón króna stjórn­valds­sekt í rík­is­sjóð.

Auglýsing

Þessa ákvörðun hefur Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála nú fellt úr gildi, eins og áður seg­ir.

Í frétta­til­kynn­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins segir meðal ann­ars að það nú verði leitað til hags­mun­að­ila með frek­ari upp­lýs­ing­ar.

Hluta af til­kynn­ing­unni, þar sem fjallað er um ýmis efn­is­at­riði máls­ins, má ­sjá í heild sinni hér að neð­an.

„Mark­aðs­ráð­andi staða stað­fest Í úrskurði áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála, sem var kveð­inn upp í gær, kemur fram að hvort tveggja Já ehf. og fyrri eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins hafi talið fyr­ir­tækið í mark­aðs­ráð­andi stöðu. Við kaup nýrra eig­enda á fyr­ir­tæk­inu hafi verið samið um að varð­veita verð­gildi gagna­grunns­ins með því, a.m.k. tíma­bund­ið, að tor­velda öðrum að byggja upp sam­bæri­legan gagna­grunn. Meðal ann­ars með vísan til þessa stað­festi nefndin þá nið­ur­stöðu að Já ehf. hefði verið í mark­aðs­ráð­andi stöðu á mark­aði fyrir heild­sölu­að­gang að gagna­grunni yfir síma­núm­er. Í þessu sam­bandi tók nefndin fram að Já ehf. hefði verið staða sín vel ljós og verið umhugað um að vernda þá stöðu. Benti nefndin einnig á að umræddur gagna­grunnur væri bæði „heild­stæður og ein­stak­ur“ og þar með ómissandi fyrir þá sem vildu hefja rekstur á þessu sviði.

Vís­bend­ingar um vilja til að tak­marka sam­keppni Í úrskurði nefnd­ar­innar kemur fram að Já ehf. hafi verið skylt að verða við beiðnum nýrra keppi­nauta um aðgang að gagna­grunn­inum sem gæti rutt braut­ina fyrir sam­keppni. Við­skipta­kjör fyrir slíkan aðgang hafi þurft að vera sann­gjörn. Taldi nefndin að upp­lýs­inga­gjöf Já ehf. og skýr­ingar fyr­ir­tæk­is­ins á verð­skrám sínum væru um sumt mis­vísandi og að vís­bend­ingar um hug­læga afstöðu for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins til að tak­marka sam­keppni lægju fyr­ir. Sam­keppn­is­yf­ir­völd þyrftu þó að færa sönnur fyrir því að fyr­ir­tækið hefði mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína.

Ekki fullar sönnur á órétt­mæti verðs sem Já bauð keppi­nautumAð því er snertir kostnað við starf­rækslu gagna­grunns­ins taldi nefndin að slíkur kostn­aður hafi verið á bil­inu 70-90 millj­ónir króna á ári á tíma­bil­inu sem rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda tók til. Taldi nefndin að sú þóknun sem Já ehf. hefði áskilið sér fyrir aðgang að gagna­grunn­inum væri að sumu leyti óljós, því verð­skrá væri háð því magni sem vænt­an­legur sam­keppn­is­að­ili hefði haft þörf fyr­ir. Um það magn lægi hins vegar ekk­ert fyrir í mál­inu. Hvað sem því liði væri ekki hægt að miða við hærri tekjur en hið fasta hámarks­gjald gerði ráð fyr­ir, en að mati nefnd­ar­innar var það 22-33,5 millj­ónir króna á ári. Í úrskurði nefnd­ar­innar var bent á að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefði að tals­verðu leyti stuðst við grein­ingu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar á kostn­aði og tekjum Já ehf. Hafði Póst og fjar­skipta­stofnun talið verð­lagn­ingu Já óhóf­lega og sam­keppn­is­hamlandi. Áfrýj­un­ar­nefnd taldi hins vegar að greining Póst og fjar­skipta­söfn­unar fæli þó ekki í sér fullar sönnur þess að það verð sem Já ehf. bauð hafi verið órétt­mætt. Í ljósi þess að ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins fæli í sér refsi­kennd við­ur­lög yrði að virða þann vafa sem uppi væri í mál­inu Já ehf. í hag. Var sekt­ar­á­kvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins því felld úr gildi.

Óskað sjón­ar­miða fyrir 10. apríl nk.Eins og áður segir lágu kvart­anir frá Miðlun hf. og Loft­myndum ehf. til grund­vallar ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, auk erindis frá Póst- og fjar­skipta­stofn­un. Í úrskurði sínum hefur áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála stað­fest mark­aðs­ráð­andi stöðu Já á við­kom­andi mark­aði. Jafn­framt tekur nefndin fram að vís­bend­ingar um vilja Já til að tak­marka sam­keppni hafi legið fyr­ir.

Með vísan til fram­an­greinds liggur nú fyrir Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu að ákveða með hvaða hætti rétt sé að bregð­ast við fram­an­greindum úrskurði. Mun Sam­keppn­is­eft­ir­litið leita sjón­ar­miða aðila máls­ins auk Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar. Jafn­framt gefur eft­ir­litið öðrum hags­muna­að­ilum hér með kost á að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi. Er þess óskað að slík sjón­ar­mið ber­ist eft­ir­lit­inu eigi síðar en 10. apríl nk.

Í fram­hald­inu mun Sam­keppn­is­eft­ir­litið ákveða hvort og hvernig brugð­ist verði við úrskurð­in­um.“

 

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None