Mál Já ehf. aftur til Samkeppniseftirlitsins

pall-gunnar.jpg
Auglýsing

Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins nr. 31/2014 um mis­notkun Já ehf. á mark­aðs­ráð­andi stöðu sinni, eins og greint var frá fyrr í dag. Sam­keppn­is­eft­ir­litið segir í til­gangi að málið sé nú komið aftur inn á borð Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Rekja má upp­haf máls­ins til kvart­ana frá­ Miðlun hf. og Loft­myndum ehf., auk erindis frá Póst- og fjar­skipta­stofn­un, vegna ætl­aðrar úti­lok­unar á sam­keppni, að því er segir í til­kynn­ingu.

Í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins var kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Já ehf. hefði mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína á mark­aði fyrir rekstur og heild­sölu­að­gang að gagna­grunni yfir síma­núm­er. Var Já ehf. í reynd í ein­ok­un­ar­stöðu. Var það jafn­framt mat Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að aðgangur að gagna­grunni Já ehf. væri ómissandi fyrir þá aðila sem vilja bjóða upp­lýs­inga­þjón­ustu um síma­númer í sam­keppni við fyr­ir­tæk­ið. Gagna­grunnur Já ehf. á rót sína að rekja til þess tíma sem einka­réttur ríkti í fjar­skiptum hér á landi. Var gagna­grunn­ur­inn áður undir yfir­ráðum Sím­ans og for­vera hans. Í ákvörð­un­inni var meðal ann­ars bent á að þeim sem hugð­ust nýta gagna­grunnin í sam­keppni við Já ehf. hefði verið gert að greiða mun hærra verð fyrir aðgang að honum en þeim sem fyr­ir­tæk­inu staf­aði engin sam­keppn­is­leg ógn af. Taldi Sam­keppn­is­eft­ir­litið að hátt­semi Já ehf. væri til þess fallin að úti­loka sam­keppni og gerði fyr­ir­tæk­inu af þeim sökum að greiða 50 milljón króna stjórn­valds­sekt í rík­is­sjóð.

Auglýsing

Þessa ákvörðun hefur Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála nú fellt úr gildi, eins og áður seg­ir.

Í frétta­til­kynn­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins segir meðal ann­ars að það nú verði leitað til hags­mun­að­ila með frek­ari upp­lýs­ing­ar.

Hluta af til­kynn­ing­unni, þar sem fjallað er um ýmis efn­is­at­riði máls­ins, má ­sjá í heild sinni hér að neð­an.

„Mark­aðs­ráð­andi staða stað­fest



 Í úrskurði áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála, sem var kveð­inn upp í gær, kemur fram að hvort tveggja Já ehf. og fyrri eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins hafi talið fyr­ir­tækið í mark­aðs­ráð­andi stöðu. Við kaup nýrra eig­enda á fyr­ir­tæk­inu hafi verið samið um að varð­veita verð­gildi gagna­grunns­ins með því, a.m.k. tíma­bund­ið, að tor­velda öðrum að byggja upp sam­bæri­legan gagna­grunn. Meðal ann­ars með vísan til þessa stað­festi nefndin þá nið­ur­stöðu að Já ehf. hefði verið í mark­aðs­ráð­andi stöðu á mark­aði fyrir heild­sölu­að­gang að gagna­grunni yfir síma­núm­er. Í þessu sam­bandi tók nefndin fram að Já ehf. hefði verið staða sín vel ljós og verið umhugað um að vernda þá stöðu. Benti nefndin einnig á að umræddur gagna­grunnur væri bæði „heild­stæður og ein­stak­ur“ og þar með ómissandi fyrir þá sem vildu hefja rekstur á þessu sviði.

Vís­bend­ingar um vilja til að tak­marka sam­keppni



 Í úrskurði nefnd­ar­innar kemur fram að Já ehf. hafi verið skylt að verða við beiðnum nýrra keppi­nauta um aðgang að gagna­grunn­inum sem gæti rutt braut­ina fyrir sam­keppni. Við­skipta­kjör fyrir slíkan aðgang hafi þurft að vera sann­gjörn. Taldi nefndin að upp­lýs­inga­gjöf Já ehf. og skýr­ingar fyr­ir­tæk­is­ins á verð­skrám sínum væru um sumt mis­vísandi og að vís­bend­ingar um hug­læga afstöðu for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins til að tak­marka sam­keppni lægju fyr­ir. Sam­keppn­is­yf­ir­völd þyrftu þó að færa sönnur fyrir því að fyr­ir­tækið hefði mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína.

Ekki fullar sönnur á órétt­mæti verðs sem Já bauð keppi­nautum



Að því er snertir kostnað við starf­rækslu gagna­grunns­ins taldi nefndin að slíkur kostn­aður hafi verið á bil­inu 70-90 millj­ónir króna á ári á tíma­bil­inu sem rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda tók til. Taldi nefndin að sú þóknun sem Já ehf. hefði áskilið sér fyrir aðgang að gagna­grunn­inum væri að sumu leyti óljós, því verð­skrá væri háð því magni sem vænt­an­legur sam­keppn­is­að­ili hefði haft þörf fyr­ir. Um það magn lægi hins vegar ekk­ert fyrir í mál­inu. Hvað sem því liði væri ekki hægt að miða við hærri tekjur en hið fasta hámarks­gjald gerði ráð fyr­ir, en að mati nefnd­ar­innar var það 22-33,5 millj­ónir króna á ári. Í úrskurði nefnd­ar­innar var bent á að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefði að tals­verðu leyti stuðst við grein­ingu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar á kostn­aði og tekjum Já ehf. Hafði Póst og fjar­skipta­stofnun talið verð­lagn­ingu Já óhóf­lega og sam­keppn­is­hamlandi. Áfrýj­un­ar­nefnd taldi hins vegar að greining Póst og fjar­skipta­söfn­unar fæli þó ekki í sér fullar sönnur þess að það verð sem Já ehf. bauð hafi verið órétt­mætt. Í ljósi þess að ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins fæli í sér refsi­kennd við­ur­lög yrði að virða þann vafa sem uppi væri í mál­inu Já ehf. í hag. Var sekt­ar­á­kvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins því felld úr gildi.

Óskað sjón­ar­miða fyrir 10. apríl nk.



Eins og áður segir lágu kvart­anir frá Miðlun hf. og Loft­myndum ehf. til grund­vallar ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, auk erindis frá Póst- og fjar­skipta­stofn­un. Í úrskurði sínum hefur áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála stað­fest mark­aðs­ráð­andi stöðu Já á við­kom­andi mark­aði. Jafn­framt tekur nefndin fram að vís­bend­ingar um vilja Já til að tak­marka sam­keppni hafi legið fyr­ir.

Með vísan til fram­an­greinds liggur nú fyrir Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu að ákveða með hvaða hætti rétt sé að bregð­ast við fram­an­greindum úrskurði. Mun Sam­keppn­is­eft­ir­litið leita sjón­ar­miða aðila máls­ins auk Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar. Jafn­framt gefur eft­ir­litið öðrum hags­muna­að­ilum hér með kost á að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi. Er þess óskað að slík sjón­ar­mið ber­ist eft­ir­lit­inu eigi síðar en 10. apríl nk.

Í fram­hald­inu mun Sam­keppn­is­eft­ir­litið ákveða hvort og hvernig brugð­ist verði við úrskurð­in­um.“

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None