Hluti Mývatns mjólkurhvítur - einhvers konar efnamengun

10926818_1042350012442869_1876562516215935468_o.jpg
Auglýsing

Síð­ustu tvo daga hefur hluti Mývatns, næst byggð­inni í Reykja­hlíð, verið sér­kenni­legur á lit­inn. Vatnið er mjólk­ur­hvítt á 150 til 200 metra belti í vatn­inu. Um ein­hvers konar efna­mengun er að ræða, segir Dr. Árni Ein­ars­son, líf­fræð­ingur og for­stöðu­maður Nátt­úru­rann­sókna­stöðv­ar­innar við Mývatn.

„Það er búið að taka sýni og skoða það í smá­sjá og þetta er ekki eitt­hvað líf­rænt, ekk­ert lif­andi, þannig að þetta er ein­hvers konar efna­mengun sem er sirka 150 metra úti í vatnið frá bakk­an­um,“ segir hann. Þetta teng­ist lík­lega eitt­hvað byggð­inni, að sögn Árna, og er beint fyrir framan Hótel Reykja­hlíð. Árna var bent á málið í morgun og fór að skoða það og tók sýni. Hann segir beltið lík­lega um 150 metra, en það hafi ekki verið skoðað til hlítar hversu langt það teygir sig með­fram bökkum Mývatns.

„Það sem er mjög óvana­legt, ég hef aldrei séð svona lagað í Mývatni, það er þessi mjólk­ur­litur sem ein­hvern veg­inn er ekk­ert gegn­sær svo það sést ekk­ert ofan í vatn­ið. Maður sér bara nokkra senti­metra, og gróð­ur­inn sem sést á mynd­unum flýtur við yfir­borð­ið.“

Auglýsing

mývatn Mynd: Nátt­úru­rann­sókna­stöðin við Mývatn

 

Meira úr sama flokkiInnlent
None