Höft verða losuð, þau verða aldrei afnumin

mar.jpg
Auglýsing

Mikil spenna er vegna hafta­á­ætl­unar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem verður kynnt í dag eða á morg­un, og hvað hún muni fela í sér. Íslend­ingar hafa enda setið pikk­fastir innan mjög þröngra hafta í á sjö­unda ár og ljóst að kostn­að­ur­inn af hafta­bú­skapnum er og verður gríð­ar­leg­ur. Við­skipta­ráð hefur áætlað að höftin kosti okkur um 80 millj­arða króna í gjald­eyr­is­tekjur á ári.

Það er hins vegar morg­un­ljóst, og allir verða að átta sig á því, að höft verða ekki afnumin á Íslandi. Þau verða los­uð. Eina tíma­bilið sem íslenska krónan hefur flotið frjáls eru árin fyrir hrun og þótt margir vilji ugg­laust end­ur­taka þau þá eru færri til í að end­ur­upp­lifa afleið­ing­arnar sem sú galna hag­stjórn leiddi af sér. Á meðan að krónan er myntin okkar þá verða höft, og styrk stýr­ing Seðla­bank­ans á þeim, til staðar um ókomna tíð.

Þessi afstaða kom ágæt­lega fram í sam­tali Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra við Kjarn­ann 22. apríl síð­ast­lið­inn. Þar var Már spurður hvort hann hafi áhyggjur af því að gengi krón­unnar muni veikj­ast við losun hafta. Svar Más var ein­falt: „Ég hef ekki áhyggjur af því. Við munum ein­fald­lega tryggja að svo verði ekki.“

Auglýsing

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None