Hollenskt dagblað segir KSÍ hafa kosið Blatter - Geir Þorsteinsson segir það alrangt

geir---orsteinsson.jpg
Auglýsing

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) kaus ekki Sepp Blatter í for­setaskjöri Alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins (FIFA) síð­ast­lið­inn föstu­dag. Þetta stað­festir Geir Þor­steins­son, for­maður KSÍ, í sam­tali við Kjarn­ann í dag.

Vef­út­gáfa hol­lenska dag­blaðs­ins de Volkskr­ant birti frétt í dag þar sem full­yrt var að nokkur evr­ópsk knatt­spyrnu­sam­bönd hefðu gengið á bak orða sinna um að kjósa jórdanska prins­inn Ali bin al Hussein, sem var einn í mót­fram­boði gegn Blatter í for­seta­kosn­ing­unum á föstu­dag. Þar er full­yrt að Ísland, Frakk­land og Spánn hafi öll brotið sam­komu­lag sem var milli evr­ópskra knatt­spyrnu­sam­banda um að styðja Ali.

Geir segir þetta ein­fald­lega ekki vera rétt. Ísland hafi ekki kosið Blatter heldur staðið með Michel Plat­ini, for­manns knatt­spyrnu­sam­bands Evr­ópu, og kosið Ali.

Auglýsing

Plat­ini sagði að loknum fundi knatt­spyrnu­sam­band­anna í Zurich í Sviss fyrir á fimmtu­dag að mik­ill meiri­hluti knatt­spyrnu­sam­banda í Evr­ópu ætl­aði að styðja prins­inn gegn Blatt­er. Hann sagð­ist telja að það væri góður mögu­leiki á því að Blatter myndi tapa  for­seta­kjör­inu. Ef Blatter hins vegar sigr­aði í kosn­ing­unni gætu sam­skipti UEFA við FIFA verið í upp­námi.

Ásýnd FIFA beðið mik­inn skaðaBlatt­er, sem er 79 ára, sigr­aði örugg­lega í kosn­ing­unum á föstu­dag og verður því að óbreyttu for­seti FIFA næstu fjögur árin. Hann fékk 133 atkvæði en Ali 73. Þar sem hvor­ugur hlaut 2/3 hluta atkvæða þurfti að boða til ann­arra kosn­inga þar sem meiri­hluti atkvæða dyggði til sig­urs. Áður en að af henni kom dró Ali fram­boð sitt hins vegar til baka.

Sepp Blatter sigraði með yfirburðum í forsetakjöri FIFA á föstudag. Hann er þó enn sem áður gríðarlega umdeildur. MYND:EPA Sepp Blatter sigr­aði með yfir­burðum í for­seta­kjöri FIFA á föstu­dag. Hann er þó enn sem áður gríð­ar­lega umdeild­ur. MYND:EPA

Ásýnd FIFA hefur beðið mik­inn skaða und­an­farna daga. Á mið­viku­dag í síð­ustu viku voru margir hátt­settir stjórn­ar­menn og stjórn­endur innan sam­bands­ins hand­teknir og ákærð­ir. Sex þeirra voru hand­teknir í Sviss og átta til við­bótar verða ákærð­ir.  Banda­rísk yfir­völd fara með­ ­rann­sókn máls­ins en grunur er uppi um að ein­stak­ling­arnar sem um ræðir hafi þegið mútur upp á hið minnsta 150 millj­ónir Band­ríkja­dala, eða sem nemur um þrettán millj­örðum króna, vegna und­ir­bún­ings fyrir staða­val HM í fót­bolta sem haldið verður í Rúss­landi 2018 og Kata 2012. Menn­irnir hafa verið ákærðir fyrir mút­ur­þægni, pen­inga­þvætti og ýmis­legt fleira.

Á meðal þeirra sem einnig verða ákærð­ir, en voru hand­teknir í Sviss á mið­viku­dag, eru Jack Warn­er, fyrrum vara­for­seti FIFA frá Trini­dad og Tobago, Jef­frey Webb frá Caym­an Is­lands, vara­­for­­seti fram­­kvæmda­­stjórn­­ar FIFA, og Eu­­genio Fig­u­er­edo frá Úrúg­væ. Búist er við að nokkrir stjórn­endur íþrótta­mark­aðs­fyr­ir­tækja frá Banda­ríkj­unum og Suð­ur­-Am­er­íku verði líka ákærðir en þeir eru grun­aðir um að hafa greitt meira en 150 millj­ónir dala, um 20,2 millj­arða króna, í mútur og greiðslur undir borðið og fengið í stað­inn arð­væna fjöl­miðla­samn­inga í tengslum við stórar knatt­spyrnu­keppnir á vegum FIFA. Blatter er ekki á meðal þeirra sem hafa verið hand­teknir og hann seg­ist ekki vera til rann­sókn­ar.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Rúmlega 2.200 sýni voru tekin á landinu í gær.
33 ný smit – nýgengi komið yfir 140 á hverja 100 þúsund íbúa
33 greindust með smit af kórónuveirunni innanlands í gær. Rúmlega helmingur þeirra var í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None