Roubini: „Tímasprengja“ á markaði - Dramatískt fall í kortunum

roubini1.jpg
Auglýsing

Hag­fræð­ing­ur­inn Nouriel Rou­bini, sem er einna þekkt­astur  fyrir það að spá fyrir um nið­ur­sveifl­una á fjár­mála­mörk­uðum 2007 og 2008, segir að við­vör­un­ar­ljós séu nú farin að sjást á mörk­uðum vegna þess hversu mikið magn af ódýru fé flæði um mark­aði. Þar eru örv­un­ar­að­gerðir seðla­banka heims­ins í mið­punkti, en þeir hafa dælt fjár­magni á litlum sem engum vöxt­um, út á mark­aði alveg frá því nið­ur­sveiflan náði hámarki á fjár­mála­mörk­uð­um, á árunum 2007 og 2008. Þetta kemur fram á vef Business Insider.

Rou­bini ótt­ast að aðgerðir seðla­banka, sem miði að því að örva mark­aði, muni til lengdar ýta undir bólu­myndun á mark­aði og ýktar sveifl­ur. Þá séu einnig komin fram ein­kenni þess að þessar ýktu sveifl­ur, þar sem fjár­magn hreyf­ist hratt milli eigna­flokka á mark­aði, séu farnar að valda því að lausa­fjár­erf­ið­leikar skap­ist hjá sjóðum tíma­bund­ið, sem svo geti hrint af stað dramat­ískri nið­ur­sveiflu. Rou­bini segir þessi ein­kenni hafa komið fram árið 2010, þegar verð á verð­bréfum hrundi á örskömmum tíma um 10 pró­sent, og þá hafi miklar og ýktar sveiflur á skulda­bréfa­mark­aði, vegna orða þáver­andi seðla­banka­stjóra Banda­ríkj­anna, Ben Bern­anke, á vor­mán­uðum 2013, verið vís­bend­ingar um að eitt­hvað sé gruggugt undir sléttu yfir­borði fjár­mála­mark­aða í augna­blik­inu.

Með þessu er Rou­bini að taka undir með Ben­oit Coeure, sem á sæti í banka­stjórn Seðla­banka Evr­ópu, en hann hefur lýst yfir áhyggjum sínum af því að miklar örv­un­ar­að­gerðir seðla­banka heims­ins, sem engin for­dæmi eru fyrir sé horft til hlut­falls­legrar stærðar þeirra miðað við efna­hag ríkj­anna, geti komið í bakið á heims­bú­skapnum síðar meir.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Rúmlega 2.200 sýni voru tekin á landinu í gær.
33 ný smit – nýgengi komið yfir 140 á hverja 100 þúsund íbúa
33 greindust með smit af kórónuveirunni innanlands í gær. Rúmlega helmingur þeirra var í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None