Japanski bílaframleiðandinn Honda ætlar að innkalla alls 4,8 milljónir bifreiða vegna galla í loftpúðum sem fyrirtækið Takata framleiðir. Honda ætlar að skipta út loftpúðunum í öllum bifreiðunum en rannsóknir hafa sýnt að loftpúðakerfi Takata séu gölluð. Þetta var tilkynnt í morgun.
Tilkynning Honda kom daginn eftir að japönsku bílaframleiðendurnir Toyota og Nissan upplýstu saman að þeir ætli sér að innkalla samanlagt 6,5 milljónir bifreiða vegna galla í loftpúðum sem þeir höfðu keypt af undirverktakanum Takata.
Grunur er um að hinir gölluðu loftpúðar hafi valdið að minnsta kosti sex dauðsföllum. Flest þeirra hafa verið í bifreiðum frá Honda, sem er þriðji stærsti bílaframleiðandi Japan.
Toyota ætlar að kanna loftpúða í alls 35 mismunandi undirtegundum Toyota. Nissan ætlar að innkalla margar undirtegundir sínar sem framleiddar voru á árunum 2004 til 2008.
Alls hafa um 21 milljón bifreiðar út um allan heim verið innkallaðar frá árinu 2008 vegna mögulegra galla í loftpúðum frá Takata.