Hótelherbergjum fjölgar hægar en hótelgestum

HotelBorg.jpg
Auglýsing

Hót­el­her­bergjum á Íslandi fjölg­aði um 28 pró­sent frá 2010 til 2014, eða um rúm­lega sex pró­sent á ári að með­al­tali. Á sama tíma hefur erlendum ferða­mönnum fjölgað um 111 pró­sent, eða um meira en 20 pró­sent á ári að með­al­tali. Fjöldi erlendra ferða­manna um hvert hót­el­her­bergi hefur því auk­ist úr 103 árið 2010 í 169 árið 2014.

Þetta kemur fram í mark­aðs­punktum grein­ing­ar­deildar Arion banka í dag þar sem fjallað er um mikla upp­bygg­ingu í hót­el­iðn­aði á Íslandi og nýt­ingu hót­el­her­bergja.

„Þrátt fyrir tals­verða fjölgun gisti­rýma á und­an­förnum árum hefur nýt­ing hót­el­her­bergja víð­ast hvar á land­inu haldið áfram að batna ár frá ári. Áhyggju­raddir hafa heyrst víða vegna mögu­legrar offjár­fest­ingar í hót­el­bygg­ing­um, enda hefur verið mikið um nýbygg­ingu hót­ela í miðbæ Reykja­víkur og víðar að und­an­förnu og fleiri áform eru á teikni­borð­inu. Fjár­fest­ing­arnar virð­ast hingað til ekki hafa komið niður á nýt­ing­ar­hlut­falli hót­el­her­bergja, en hafa ber í huga að enn er von á tals­verðri fram­boðs­aukn­ingu hót­el­her­bergja á næstu miss­erum, svo ekki sé minnst á ann­ars konar gisti­rými. Meiri óvissa ríkir um eft­ir­spurn­ina þar sem erfitt er að spá fyrir um komur ferða­manna hingað til lands mörg ár fram í tím­ann. Að und­an­förnu hefur vöxt­ur­inn þó haldið áfram að koma jafn­vel bjart­sýn­ustu mönnum á óvart, en metaukn­ing var í komum ferða­manna í maí, júní og júlí síð­ast­liðnum hvort sem litið er til höfðatölu eða hlut­falls­legrar fjölg­un­ar. Var markið þó ekki sett lág­t,“ segja sér­fræð­ingar grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar. Í júlí síð­ast­liðnum heim­sóttu 180 þús­und erlendir ferða­menn Ísland, sem er 25 pró­sent aukn­ing miðað við júlí 2014.

Auglýsing

Grein­ing­ar­deild Arion segir mikla aukn­ingu erlendra ferða­manna umfram fjölgun hót­el­her­bergja end­ur­spegl­ast í betri her­bergj­a­nýt­ingu víða um land. Það hafi verið til­fellið und­an­farin ár, flesta mán­uði árs­ins. „Hót­el­her­bergi eru svo gott sem full­nýtt í júlí og ágúst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þó víðar væri leit­að. Árs­tíða­sveiflan er enn á und­an­haldi. Til að mynda var nýt­ing hót­el­her­bergja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í febr­úar rétt tæp­lega 90% sem myndi telj­ast afar hátt nýt­ing­ar­hlut­fall í hvaða ferða­manna­borg sem er, sér­stak­lega í febr­ú­ar. Má því segja að þrátt fyrir mikla fjár­fest­ingu í hót­elum um þessar mundir sé hót­el­geir­inn enn nálægt þol­mörkum þegar kemur að því að taka á móti auknum fjölda ferða­manna í júlí og ágúst, hvort sem litið er til höf­uð­borg­ar­innar eða lands­byggð­ar­inn­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None