Hótelherbergjum fjölgar hægar en hótelgestum

HotelBorg.jpg
Auglýsing

Hót­el­her­bergjum á Íslandi fjölg­aði um 28 pró­sent frá 2010 til 2014, eða um rúm­lega sex pró­sent á ári að með­al­tali. Á sama tíma hefur erlendum ferða­mönnum fjölgað um 111 pró­sent, eða um meira en 20 pró­sent á ári að með­al­tali. Fjöldi erlendra ferða­manna um hvert hót­el­her­bergi hefur því auk­ist úr 103 árið 2010 í 169 árið 2014.

Þetta kemur fram í mark­aðs­punktum grein­ing­ar­deildar Arion banka í dag þar sem fjallað er um mikla upp­bygg­ingu í hót­el­iðn­aði á Íslandi og nýt­ingu hót­el­her­bergja.

„Þrátt fyrir tals­verða fjölgun gisti­rýma á und­an­förnum árum hefur nýt­ing hót­el­her­bergja víð­ast hvar á land­inu haldið áfram að batna ár frá ári. Áhyggju­raddir hafa heyrst víða vegna mögu­legrar offjár­fest­ingar í hót­el­bygg­ing­um, enda hefur verið mikið um nýbygg­ingu hót­ela í miðbæ Reykja­víkur og víðar að und­an­förnu og fleiri áform eru á teikni­borð­inu. Fjár­fest­ing­arnar virð­ast hingað til ekki hafa komið niður á nýt­ing­ar­hlut­falli hót­el­her­bergja, en hafa ber í huga að enn er von á tals­verðri fram­boðs­aukn­ingu hót­el­her­bergja á næstu miss­erum, svo ekki sé minnst á ann­ars konar gisti­rými. Meiri óvissa ríkir um eft­ir­spurn­ina þar sem erfitt er að spá fyrir um komur ferða­manna hingað til lands mörg ár fram í tím­ann. Að und­an­förnu hefur vöxt­ur­inn þó haldið áfram að koma jafn­vel bjart­sýn­ustu mönnum á óvart, en metaukn­ing var í komum ferða­manna í maí, júní og júlí síð­ast­liðnum hvort sem litið er til höfðatölu eða hlut­falls­legrar fjölg­un­ar. Var markið þó ekki sett lág­t,“ segja sér­fræð­ingar grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar. Í júlí síð­ast­liðnum heim­sóttu 180 þús­und erlendir ferða­menn Ísland, sem er 25 pró­sent aukn­ing miðað við júlí 2014.

Auglýsing

Grein­ing­ar­deild Arion segir mikla aukn­ingu erlendra ferða­manna umfram fjölgun hót­el­her­bergja end­ur­spegl­ast í betri her­bergj­a­nýt­ingu víða um land. Það hafi verið til­fellið und­an­farin ár, flesta mán­uði árs­ins. „Hót­el­her­bergi eru svo gott sem full­nýtt í júlí og ágúst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þó víðar væri leit­að. Árs­tíða­sveiflan er enn á und­an­haldi. Til að mynda var nýt­ing hót­el­her­bergja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í febr­úar rétt tæp­lega 90% sem myndi telj­ast afar hátt nýt­ing­ar­hlut­fall í hvaða ferða­manna­borg sem er, sér­stak­lega í febr­ú­ar. Má því segja að þrátt fyrir mikla fjár­fest­ingu í hót­elum um þessar mundir sé hót­el­geir­inn enn nálægt þol­mörkum þegar kemur að því að taka á móti auknum fjölda ferða­manna í júlí og ágúst, hvort sem litið er til höf­uð­borg­ar­innar eða lands­byggð­ar­inn­ar.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None