Hótelherbergjum fjölgar hægar en hótelgestum

HotelBorg.jpg
Auglýsing

Hót­el­her­bergjum á Íslandi fjölg­aði um 28 pró­sent frá 2010 til 2014, eða um rúm­lega sex pró­sent á ári að með­al­tali. Á sama tíma hefur erlendum ferða­mönnum fjölgað um 111 pró­sent, eða um meira en 20 pró­sent á ári að með­al­tali. Fjöldi erlendra ferða­manna um hvert hót­el­her­bergi hefur því auk­ist úr 103 árið 2010 í 169 árið 2014.

Þetta kemur fram í mark­aðs­punktum grein­ing­ar­deildar Arion banka í dag þar sem fjallað er um mikla upp­bygg­ingu í hót­el­iðn­aði á Íslandi og nýt­ingu hót­el­her­bergja.

„Þrátt fyrir tals­verða fjölgun gisti­rýma á und­an­förnum árum hefur nýt­ing hót­el­her­bergja víð­ast hvar á land­inu haldið áfram að batna ár frá ári. Áhyggju­raddir hafa heyrst víða vegna mögu­legrar offjár­fest­ingar í hót­el­bygg­ing­um, enda hefur verið mikið um nýbygg­ingu hót­ela í miðbæ Reykja­víkur og víðar að und­an­förnu og fleiri áform eru á teikni­borð­inu. Fjár­fest­ing­arnar virð­ast hingað til ekki hafa komið niður á nýt­ing­ar­hlut­falli hót­el­her­bergja, en hafa ber í huga að enn er von á tals­verðri fram­boðs­aukn­ingu hót­el­her­bergja á næstu miss­erum, svo ekki sé minnst á ann­ars konar gisti­rými. Meiri óvissa ríkir um eft­ir­spurn­ina þar sem erfitt er að spá fyrir um komur ferða­manna hingað til lands mörg ár fram í tím­ann. Að und­an­förnu hefur vöxt­ur­inn þó haldið áfram að koma jafn­vel bjart­sýn­ustu mönnum á óvart, en metaukn­ing var í komum ferða­manna í maí, júní og júlí síð­ast­liðnum hvort sem litið er til höfðatölu eða hlut­falls­legrar fjölg­un­ar. Var markið þó ekki sett lág­t,“ segja sér­fræð­ingar grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar. Í júlí síð­ast­liðnum heim­sóttu 180 þús­und erlendir ferða­menn Ísland, sem er 25 pró­sent aukn­ing miðað við júlí 2014.

Auglýsing

Grein­ing­ar­deild Arion segir mikla aukn­ingu erlendra ferða­manna umfram fjölgun hót­el­her­bergja end­ur­spegl­ast í betri her­bergj­a­nýt­ingu víða um land. Það hafi verið til­fellið und­an­farin ár, flesta mán­uði árs­ins. „Hót­el­her­bergi eru svo gott sem full­nýtt í júlí og ágúst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þó víðar væri leit­að. Árs­tíða­sveiflan er enn á und­an­haldi. Til að mynda var nýt­ing hót­el­her­bergja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í febr­úar rétt tæp­lega 90% sem myndi telj­ast afar hátt nýt­ing­ar­hlut­fall í hvaða ferða­manna­borg sem er, sér­stak­lega í febr­ú­ar. Má því segja að þrátt fyrir mikla fjár­fest­ingu í hót­elum um þessar mundir sé hót­el­geir­inn enn nálægt þol­mörkum þegar kemur að því að taka á móti auknum fjölda ferða­manna í júlí og ágúst, hvort sem litið er til höf­uð­borg­ar­innar eða lands­byggð­ar­inn­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None