Hreiðar Már vill að meðdómari víki - Situr í stjórn samtaka sem berjast gegn spillingu

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Hörður Felix Harð­ar­son, lög­maður Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrrum for­stjóra Kaup­þings, hefur farið fram á að Ásgeir Brynjar Torfa­son, lektor við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands, víki sæti í Marp­le-­mál­inu svo­kall­aða. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er frá­vís­unin meðal ann­ars byggð á því að Ásgeir Brynjar sitji í stjórn sam­tak­anna Gagn­sæis, sem hafa það yfir­lýsta mark­mið að berj­ast gegn spill­ingu í öllum grunn­stoðum sam­fé­lags­ins. Auk þess eru ýmis ummæli Ásgeirs Brynjars í þjóð­mála­um­ræðu und­an­far­inna ára sem og grein­ar­skrif hans sögð draga úr hlut­leysi hans sem dóm­ara.

Krafan verður lögð fram í hér­aðs­dómi Reykja­víkur á morg­un. Dóms­for­mað­ur­inn í mál­inu mun taka afstöðu til hennar og meti hann það svo að Ásgeir Brynjar þurfi að víkja sem með­dóm­ari mun aðal­með­ferð Marp­le-­máls­ins þurfa að fara fram á ný. Hún fór fyrst fram í hér­aðs­dómi í byrjun sept­em­ber og búist var við dómi í því á næstu dög­um.

Gagnsæ eru félaga­sam­tök sem berj­ast gegn spill­ingu. Þau voru stofnuð fyrr á þessu ári og í stjórn sam­tak­anna sitja að mestu fólk úr háskóla­sam­fé­lag­inu. Eitt aðal­mark­mið sam­tak­anna er að sækja um aðild að Tran­sparency Internationa­l-hreyf­ingu og verða Íslands­deild henn­ar. Sam­tökin héldu mál­stofu um vernd upp­ljóstr­ara í síð­ustu viku þar sem Þór­unn Elísa­bet Boga­dótt­ir, aðstoð­ar­rit­stjóri Kjarn­ans, var fund­ar­stjóri.

Auglýsing

Höfðu allir áður sam­þykkt með­dóm­ar­annSak­born­ingar í Marp­le-­mál­inu höfðu áður allir sam­þykkt Ásgeir Brynjar sem með­dóm­ara í mál­inu. Hann er, líkt og fyrr seg­ir, lektor við Háskóla Íslands og kennir fjár­mál, bók­hald og grein­ingu árs­reikn­inga.

Hann lauk dokt­ors­prófi frá Gauta­borg­ar­há­skóla í fyrra og fjall­aði dokt­ors­rit­gerð hans um flæði fjár­magns í banka­kerf­inu en rann­sóknin byggði á mis­mun­andi aðferðum og sam­spili fjár­mála, pen­inga­hag­fræði og reikn­ings­skila­reglna. Ásgeir Brynjar var einn umsækj­enda um starf seðla­banka­stjóra þegar það var aug­lýst til umsóknar árið 2014.

Snýst um til­færslu á átta millj­örðum til Skúla Þor­valds­sonarFjórir eru ákærðir í Marp­le-­mál­inu, þau Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri bank­ans, Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri bank­ans í Lúx­em­borg og Skúli Þor­valds­son fjár­fest­ir.

Hreiðar Már og Guðný Arna eru ákærð fyrir fjár­drátt og umboðs­svik. Magnús er ákærður fyrir hlut­deild í fjár­drætti og umboðs­svikum og Skúli er ákærður fyrir hylm­ing­u. ­Málið snýst um til­færslu á um átta millj­örðum króna úr sjóðum Kaup­þings til félags­ins Marple Hold­ing, í eigu Skúla, án þess að lög­mætar við­skipta­legar ákvarð­anir lægju þar að baki. Hin ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fang­elsi verði þau fundin sek.

Alls hef­ur emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara ákært þá Hreiðar Má og Magnús fjórum sinn­um. Hreiðar Már hefur tví­vegis verið dæmdur sekur í málum gegn hon­um, þótt annað þeirra mála eigi enn eftir að fara fyrir Hæsta­rétt. Magnús hlaut dóm í Al Than­i-­mál­inu en var sýkn­aður í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­inu tengt Kaup­þingi fyrr á þessu ári. Báðir afplána þeir nú langa fang­els­is­dóma á Kvía­bryggju.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None