Hreiðar Már vill að meðdómari víki - Situr í stjórn samtaka sem berjast gegn spillingu

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Hörður Felix Harð­ar­son, lög­maður Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrrum for­stjóra Kaup­þings, hefur farið fram á að Ásgeir Brynjar Torfa­son, lektor við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands, víki sæti í Marp­le-­mál­inu svo­kall­aða. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er frá­vís­unin meðal ann­ars byggð á því að Ásgeir Brynjar sitji í stjórn sam­tak­anna Gagn­sæis, sem hafa það yfir­lýsta mark­mið að berj­ast gegn spill­ingu í öllum grunn­stoðum sam­fé­lags­ins. Auk þess eru ýmis ummæli Ásgeirs Brynjars í þjóð­mála­um­ræðu und­an­far­inna ára sem og grein­ar­skrif hans sögð draga úr hlut­leysi hans sem dóm­ara.

Krafan verður lögð fram í hér­aðs­dómi Reykja­víkur á morg­un. Dóms­for­mað­ur­inn í mál­inu mun taka afstöðu til hennar og meti hann það svo að Ásgeir Brynjar þurfi að víkja sem með­dóm­ari mun aðal­með­ferð Marp­le-­máls­ins þurfa að fara fram á ný. Hún fór fyrst fram í hér­aðs­dómi í byrjun sept­em­ber og búist var við dómi í því á næstu dög­um.

Gagnsæ eru félaga­sam­tök sem berj­ast gegn spill­ingu. Þau voru stofnuð fyrr á þessu ári og í stjórn sam­tak­anna sitja að mestu fólk úr háskóla­sam­fé­lag­inu. Eitt aðal­mark­mið sam­tak­anna er að sækja um aðild að Tran­sparency Internationa­l-hreyf­ingu og verða Íslands­deild henn­ar. Sam­tökin héldu mál­stofu um vernd upp­ljóstr­ara í síð­ustu viku þar sem Þór­unn Elísa­bet Boga­dótt­ir, aðstoð­ar­rit­stjóri Kjarn­ans, var fund­ar­stjóri.

Auglýsing

Höfðu allir áður sam­þykkt með­dóm­ar­annSak­born­ingar í Marp­le-­mál­inu höfðu áður allir sam­þykkt Ásgeir Brynjar sem með­dóm­ara í mál­inu. Hann er, líkt og fyrr seg­ir, lektor við Háskóla Íslands og kennir fjár­mál, bók­hald og grein­ingu árs­reikn­inga.

Hann lauk dokt­ors­prófi frá Gauta­borg­ar­há­skóla í fyrra og fjall­aði dokt­ors­rit­gerð hans um flæði fjár­magns í banka­kerf­inu en rann­sóknin byggði á mis­mun­andi aðferðum og sam­spili fjár­mála, pen­inga­hag­fræði og reikn­ings­skila­reglna. Ásgeir Brynjar var einn umsækj­enda um starf seðla­banka­stjóra þegar það var aug­lýst til umsóknar árið 2014.

Snýst um til­færslu á átta millj­örðum til Skúla Þor­valds­sonarFjórir eru ákærðir í Marp­le-­mál­inu, þau Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri bank­ans, Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri bank­ans í Lúx­em­borg og Skúli Þor­valds­son fjár­fest­ir.

Hreiðar Már og Guðný Arna eru ákærð fyrir fjár­drátt og umboðs­svik. Magnús er ákærður fyrir hlut­deild í fjár­drætti og umboðs­svikum og Skúli er ákærður fyrir hylm­ing­u. ­Málið snýst um til­færslu á um átta millj­örðum króna úr sjóðum Kaup­þings til félags­ins Marple Hold­ing, í eigu Skúla, án þess að lög­mætar við­skipta­legar ákvarð­anir lægju þar að baki. Hin ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fang­elsi verði þau fundin sek.

Alls hef­ur emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara ákært þá Hreiðar Má og Magnús fjórum sinn­um. Hreiðar Már hefur tví­vegis verið dæmdur sekur í málum gegn hon­um, þótt annað þeirra mála eigi enn eftir að fara fyrir Hæsta­rétt. Magnús hlaut dóm í Al Than­i-­mál­inu en var sýkn­aður í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­inu tengt Kaup­þingi fyrr á þessu ári. Báðir afplána þeir nú langa fang­els­is­dóma á Kvía­bryggju.

Basil hassan
Dani undirbjó mörg hryðjuverk
Tilviljun réði því að hryðjuverk, sem Dani að nafni Basil Hassan undirbjó, mistókst. Ætlunin var að granda farþegaþotu. Basil Hassan hafði, ásamt samverkamönnum sínum, mörg slík hryðjuverk í hyggju.
Kjarninn 21. apríl 2019
Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn.
Skert aðgengi fyrir flóttafólk að íslensku menntakerfi
Af 82 flóttamönnum sem tóku þátt í þarfagreiningu Rauða krossins í Reykjavík eru einungis 5% í námi, en 43% eiga í erfiðleikum með að komast í nám.
Kjarninn 20. apríl 2019
Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None