Hringborðsumræðum með Rússum ekki frestað vegna ásakana þeirra

Nordenflagga.jpg
Auglýsing

Hösk­uldur Þór­halls­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­seti Norð­ur­landa­ráðs, segir ákvörðun um að fresta fyr­ir­hug­uðum hring­borðsum­ræðum ráðs­ins með rúss­neskum þing­mönnum ekki tengj­ast ásök­unum Rússa í garð Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, þar sem nefndin var sökuð um póli­tíska starf­semi í Rúss­landi. Kjarn­inn greindi frá mál­inu í jan­úar, en Nor­ræna ráð­herra­nefndin hætti starf­semi í Rúss­landi í kjöl­farið. Þessi mál voru til umræðu á örþingi Norð­ur­landa­ráðs sem fram fór nýverið í Kaup­manna­höfn.

For­sætis­nefnd Norð­ur­landa­ráðs hefur greint frá því að Norð­ur­landa­ráð vilji fresta áður­nefndum hring­borðsum­ræðum með rúss­neskum þing­mönnum sem og náms­ferð nor­rænna þing­manna til Rúss­lands, sem voru á dag­skrá í vor.

Almennur erill opin­bera ástæðanKosn­ingar í Finn­landi og almennur erill í nor­rænu þjóð­þing­unum eru meg­in­á­stæð­ur­ frest­un­ar­inn­ar, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Norð­ur­landa­ráði. Á síð­asta ári varð ástandið í Úkra­ínu til þess að ráðið ákvað að fresta hring­borðsum­ræðum með Rússum sem fara áttu fram í Stokk­hólmi síð­asta vor. Víð­tæk­ari fundur með með rúss­neskum þing­mönnum var hins vegar hald­inn á þingi Norð­ur­landa­ráðs í Stokk­hólmi í októ­ber.

„Við erum bara að óska eftir nýjum tíma, en hvenær sá tími verður það, er ekk­ert hægt að segja til um það,“ segir Hösk­uldur Þór­halls­son, for­seti Norð­ur­landa­ráðs, í sam­tali við Kjarn­ann. Þá segir hann að ein­hugur sé innan ráðs­ins um að óska eftir frest­un­inni.

Auglýsing

Aðspurður um hvort sam­skipti Rússa og Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar hafi spilað inn í ákvörð­un ­for­sætis­nefndar Norð­ur­landa­ráðs að fresta hring­borðsum­ræðum við Rússa, kvað Hösk­uldur svo ekki vera. „Við styðj­u­m Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ina heils­hug­ar, og við höfum ályktað og gagn­rýnt mjög fram­ferði Rúss­lands innan Norð­ur­landa­ráðs, sem var í fyrsta skipti sem Norð­ur­landa­ráð ályktar um utan­rík­is­mál. Núna tökum við þessa ákvörðun og segjum að þessi tími henti ekki og það er afstaðan sem við gef­um.“

 

 

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None