Hringborðsumræðum með Rússum ekki frestað vegna ásakana þeirra

Nordenflagga.jpg
Auglýsing

Hösk­uldur Þór­halls­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­seti Norð­ur­landa­ráðs, segir ákvörðun um að fresta fyr­ir­hug­uðum hring­borðsum­ræðum ráðs­ins með rúss­neskum þing­mönnum ekki tengj­ast ásök­unum Rússa í garð Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, þar sem nefndin var sökuð um póli­tíska starf­semi í Rúss­landi. Kjarn­inn greindi frá mál­inu í jan­úar, en Nor­ræna ráð­herra­nefndin hætti starf­semi í Rúss­landi í kjöl­farið. Þessi mál voru til umræðu á örþingi Norð­ur­landa­ráðs sem fram fór nýverið í Kaup­manna­höfn.

For­sætis­nefnd Norð­ur­landa­ráðs hefur greint frá því að Norð­ur­landa­ráð vilji fresta áður­nefndum hring­borðsum­ræðum með rúss­neskum þing­mönnum sem og náms­ferð nor­rænna þing­manna til Rúss­lands, sem voru á dag­skrá í vor.

Almennur erill opin­bera ástæðanKosn­ingar í Finn­landi og almennur erill í nor­rænu þjóð­þing­unum eru meg­in­á­stæð­ur­ frest­un­ar­inn­ar, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Norð­ur­landa­ráði. Á síð­asta ári varð ástandið í Úkra­ínu til þess að ráðið ákvað að fresta hring­borðsum­ræðum með Rússum sem fara áttu fram í Stokk­hólmi síð­asta vor. Víð­tæk­ari fundur með með rúss­neskum þing­mönnum var hins vegar hald­inn á þingi Norð­ur­landa­ráðs í Stokk­hólmi í októ­ber.

„Við erum bara að óska eftir nýjum tíma, en hvenær sá tími verður það, er ekk­ert hægt að segja til um það,“ segir Hösk­uldur Þór­halls­son, for­seti Norð­ur­landa­ráðs, í sam­tali við Kjarn­ann. Þá segir hann að ein­hugur sé innan ráðs­ins um að óska eftir frest­un­inni.

Auglýsing

Aðspurður um hvort sam­skipti Rússa og Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar hafi spilað inn í ákvörð­un ­for­sætis­nefndar Norð­ur­landa­ráðs að fresta hring­borðsum­ræðum við Rússa, kvað Hösk­uldur svo ekki vera. „Við styðj­u­m Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ina heils­hug­ar, og við höfum ályktað og gagn­rýnt mjög fram­ferði Rúss­lands innan Norð­ur­landa­ráðs, sem var í fyrsta skipti sem Norð­ur­landa­ráð ályktar um utan­rík­is­mál. Núna tökum við þessa ákvörðun og segjum að þessi tími henti ekki og það er afstaðan sem við gef­um.“

 

 

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None