Hróarskelda og svo heimsyfirráð

IMG_1816.1.jpg
Auglýsing

Hljóm­sveitin Vök hefur fengið þónokkra athygli erlendis und­an­farna mán­uði og ef litið er yfir lögin þeirra á bæði Spotify og YouTube má sjá að sum­ þeirra hafa verið spiluð nokkur hund­ruð þús­und sinn­um. Hljóm­sveitin er skipuð þeim Mar­gréti Rán Magn­ús­dótt­ur, Ólafi Alex­ander Ólafs­syni og Andra Má Enoks­syni en þau hafa ekki spilað saman lengi. Árið 2013 spil­aði hljóm­sveitin á sínum fyrstu tón­leikum þegar hún­ ­sigr­aði Mús­íktil­raun­ir. Eftir það hefur tekið við mikið lær­dóms­ferli sem hefur verið gaman að fylgj­ast með.

Kjarn­inn fylgd­ist með hljóm­sveit­inni þar sem þau spil­uðu á þrennum tón­leikum á Great Escape tón­list­ar­há­tíð­inni í Brighton. Hátíðin er haldin í maí­mán­uði ár hvert og er einn af stærstu stökk­pöllum Evr­ópu fyrir ungar og upp­renn­andi hljóm­sveit­ir, en fjöldi þekktra sveita hefur komið þar fram á und­an­förnum árum áður en þær öðl­uð­ust heims­frægð. Má þar helst nefna Adele, Iggy Aza­ela, Royal Blood, The Vaccines og Alt-J.

Við sáum Vök spila fyrir fullu húsi á Patt­erns tón­leika­staðnum á tón­leikum sem haldnir voru af Iceland Airwa­ves til að vekja athygli á hátíð­inni og íslensku hljóm­sveit­unum sem saman voru komnar í Brighton. Allir hljómur var gríð­ar­lega þéttur og seyð­andi rödd Mar­grétar í full­komnu jafn­vægi við þungan raftakt­inn. Frammi­staðan var frá­bær og troð­fullur sal­ur­inn kunni vel að meta það sem var í boði.

Auglýsing

Vök treður upp á tónleikum  sem haldnir voru af Iceland Airwaves í Brighton. Mynd: Hjalti Rögnvaldsson Vök treður upp á tón­leikum sem haldnir voru af Iceland Airwa­ves í Brighton. Mynd: Vil­helm Jen­sen

Fullt hús á öllum tón­leikum



All­staðar þar sem sveitin tróð upp var ríkt­i eft­ir­vænt­ing og voru allir tón­leik­arnir þeirra spil­aðir fyrir fullu húsi. En kom það Vök á óvart hversu margir komu til að hlusta?

„Það hefur verið mjög vel mætt á þá tón­leika sem við höfum haldið erlendis og það kemur alveg á óvart. Bæði hvað það hefur verið vel mætt hér og líka um dag­inn þegar við spil­uðum úti í Nor­egi. Við spil­uðum til dæmis á mjög stórum tón­leika­stað í gær og dag­inn þar áður á litlum tón­leikum fyrir framan svona 50 manns. Í dag var svo fullt hús aft­ur,“ segir Mar­grét Rán ­söng­kona í sam­tali við Kjarn­ann.

Hljómsveitarmeðlimir á spjalli við blaðamann í Brighton. Mynd: Hjalti Rögnvaldsson Hljóm­sveit­ar­með­limir á spjalli við blaða­mann. Mynd: Vil­helm Jen­sen

Aðspurð finna þau fyrir mun meiri áhuga erlendis heldur en á Ísland­i. „Strax eftir Mús­íktil­raunir var mjög mikið að gera. Fyrri smá­skíf­urnar okk­ar, Tension og Before fengu ágæta útvarps­spilun en þegar maður spilar mikið heima á Íslandi þá er maður fljótur að metta mark­að­inn. Svo höfum við ekki gefið neitt út í alveg eitt og hálft ár þannig það hefur skilj­an­lega dreg­ist sam­an,“ segir Ólafur Alex­and­er.

Ný EP-­plata



Í gær kom út ný EP-­plata frá Vök sem inni­heldur fjögur lög. Eitt þeirra, If I Was, hefur nú þegar fengið tölu­verða spilun í útvarpi. Á nýju plöt­unni kemur fram ákveðin stefnu­breyt­ing í tón­list sveit­ar­inn­ar. Hún er aðeins mýkri en á sama tíma er takt­ur­inn þyngri og elektrónísk­ari. Einnig eru text­arnir allir á ensku.

„Við erum bara að þróa hljóm­inn okk­ar. Það sem við höfðum gefið út áður var auð­vitað mjög rólegt, þannig að jú okkur lang­aði að pumpa aðeins meiri stemn­ingu í þetta,“ segir Mar­grét.

Tón­list er hark



Allir með­limir Vakar eru í dag­vinnu sam­hliða tón­list­inni. Aðspurð segja þau að þetta sé mikið hark og ekki mikið upp úr tón­list­inni að hafa.

„Fyrstu tvö, þrjú árin er maður alla­vega að skrimta. Við erum ekki á neinum laun­um, en það er svona eitt­hvað sem mann langar auð­vitað mikið að gera. Það væri rosa­lega gaman að geta verið bara í því að búa til plöt­una og lifa á mús­ík­inn­i,“ segir Mar­grét. „Ef við getum það þá erum við búin að sigra heim­inn,” bætir Andri Már við.

Þau segja STEF gjöld ekki skila miklu í bank­ann og á móti falli til mik­ill kostn­aður til dæmis við ferða­lög og vegna tón­list­ar­manna sem spila með þeim á tón­leik­um. Það hafi þó hjálpað til að fá fyr­ir­greiðslu frá útgef­and­anum Record Records þegar kom að því að vinna að nýju plöt­unni.

Hljómsveitin Vök. Mynd: Hjalti Rögnvaldsson Hljóm­sveitin Vök. Mynd: Vil­helm Jen­sen

En hvað er framundan hjá Vök?



Draum­ur­inn hjá Vök er að gefa út plötu í fullri lengd, en það er hins vegar ekki hlaupið að því. Þau segja að EP-­plötur og smá­skífur séu í raun hent­ugri mið­ill fyrir unga og upp­renn­andi tón­list­ar­menn. Erlendir útgef­endur séu treg­ari til að taka við hljóm­sveitum sem hafa þegar gefið út heila plötu.

„En aðal­á­stæðan fyrir því að það hefur ekki komið meira efni frá Vök er sú að þetta er allt svo nýtt fyrir okk­ur. Við höfum ekki spilað saman lengi og við erum bara að þróa okk­ur. Síð­ustu tvö árin hafa í raun verið eitt stórt lær­dóms­ferli. Okkur langar að gefa út heila plötu en það verður bara að ger­ast þegar það ger­ist,“ segir Ólafur Alex­ander við blaða­mann.

Útgáfa EP-­plöt­unnar í vik­unn­i er hluti af stóru og leynd­ar­dóms­fullu plani. Það sem er framundan hjá Vök á næst­unni eru tveir stórir tón­leikar í Hörpu þar sem þau koma ásamt Ásgeiri Trausta. Í sumar verður sveitin svo á far­alds­fæti þar sem hún hoppar á milli evr­ópskra tón­list­ar­há­tíða, meðal ann­ars í Lett­landi, Pól­landi og Tékk­landi. Í haust er svo í skipu­lag­inu að fara í stutt tón­leika­ferða­lag þar sem sveitin mun meðal ann­ar­s heim­sækja Þýska­land, Írland, Hol­land og Belg­íu.

„Við erum alla­vega að spila á Hró­arskeldu í sumar og ætli í kjöl­farið fylgi ekki bara heims­yf­ir­ráð,“ segir Andri Már kím­inn að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None