Hróarskelda og svo heimsyfirráð

IMG_1816.1.jpg
Auglýsing

Hljóm­sveitin Vök hefur fengið þónokkra athygli erlendis und­an­farna mán­uði og ef litið er yfir lögin þeirra á bæði Spotify og YouTube má sjá að sum­ þeirra hafa verið spiluð nokkur hund­ruð þús­und sinn­um. Hljóm­sveitin er skipuð þeim Mar­gréti Rán Magn­ús­dótt­ur, Ólafi Alex­ander Ólafs­syni og Andra Má Enoks­syni en þau hafa ekki spilað saman lengi. Árið 2013 spil­aði hljóm­sveitin á sínum fyrstu tón­leikum þegar hún­ ­sigr­aði Mús­íktil­raun­ir. Eftir það hefur tekið við mikið lær­dóms­ferli sem hefur verið gaman að fylgj­ast með.

Kjarn­inn fylgd­ist með hljóm­sveit­inni þar sem þau spil­uðu á þrennum tón­leikum á Great Escape tón­list­ar­há­tíð­inni í Brighton. Hátíðin er haldin í maí­mán­uði ár hvert og er einn af stærstu stökk­pöllum Evr­ópu fyrir ungar og upp­renn­andi hljóm­sveit­ir, en fjöldi þekktra sveita hefur komið þar fram á und­an­förnum árum áður en þær öðl­uð­ust heims­frægð. Má þar helst nefna Adele, Iggy Aza­ela, Royal Blood, The Vaccines og Alt-J.

Við sáum Vök spila fyrir fullu húsi á Patt­erns tón­leika­staðnum á tón­leikum sem haldnir voru af Iceland Airwa­ves til að vekja athygli á hátíð­inni og íslensku hljóm­sveit­unum sem saman voru komnar í Brighton. Allir hljómur var gríð­ar­lega þéttur og seyð­andi rödd Mar­grétar í full­komnu jafn­vægi við þungan raftakt­inn. Frammi­staðan var frá­bær og troð­fullur sal­ur­inn kunni vel að meta það sem var í boði.

Auglýsing

Vök treður upp á tónleikum  sem haldnir voru af Iceland Airwaves í Brighton. Mynd: Hjalti Rögnvaldsson Vök treður upp á tón­leikum sem haldnir voru af Iceland Airwa­ves í Brighton. Mynd: Vil­helm Jen­sen

Fullt hús á öllum tón­leikumAll­staðar þar sem sveitin tróð upp var ríkt­i eft­ir­vænt­ing og voru allir tón­leik­arnir þeirra spil­aðir fyrir fullu húsi. En kom það Vök á óvart hversu margir komu til að hlusta?

„Það hefur verið mjög vel mætt á þá tón­leika sem við höfum haldið erlendis og það kemur alveg á óvart. Bæði hvað það hefur verið vel mætt hér og líka um dag­inn þegar við spil­uðum úti í Nor­egi. Við spil­uðum til dæmis á mjög stórum tón­leika­stað í gær og dag­inn þar áður á litlum tón­leikum fyrir framan svona 50 manns. Í dag var svo fullt hús aft­ur,“ segir Mar­grét Rán ­söng­kona í sam­tali við Kjarn­ann.

Hljómsveitarmeðlimir á spjalli við blaðamann í Brighton. Mynd: Hjalti Rögnvaldsson Hljóm­sveit­ar­með­limir á spjalli við blaða­mann. Mynd: Vil­helm Jen­sen

Aðspurð finna þau fyrir mun meiri áhuga erlendis heldur en á Ísland­i. „Strax eftir Mús­íktil­raunir var mjög mikið að gera. Fyrri smá­skíf­urnar okk­ar, Tension og Before fengu ágæta útvarps­spilun en þegar maður spilar mikið heima á Íslandi þá er maður fljótur að metta mark­að­inn. Svo höfum við ekki gefið neitt út í alveg eitt og hálft ár þannig það hefur skilj­an­lega dreg­ist sam­an,“ segir Ólafur Alex­and­er.

Ný EP-­plataÍ gær kom út ný EP-­plata frá Vök sem inni­heldur fjögur lög. Eitt þeirra, If I Was, hefur nú þegar fengið tölu­verða spilun í útvarpi. Á nýju plöt­unni kemur fram ákveðin stefnu­breyt­ing í tón­list sveit­ar­inn­ar. Hún er aðeins mýkri en á sama tíma er takt­ur­inn þyngri og elektrónísk­ari. Einnig eru text­arnir allir á ensku.

„Við erum bara að þróa hljóm­inn okk­ar. Það sem við höfðum gefið út áður var auð­vitað mjög rólegt, þannig að jú okkur lang­aði að pumpa aðeins meiri stemn­ingu í þetta,“ segir Mar­grét.

Tón­list er harkAllir með­limir Vakar eru í dag­vinnu sam­hliða tón­list­inni. Aðspurð segja þau að þetta sé mikið hark og ekki mikið upp úr tón­list­inni að hafa.

„Fyrstu tvö, þrjú árin er maður alla­vega að skrimta. Við erum ekki á neinum laun­um, en það er svona eitt­hvað sem mann langar auð­vitað mikið að gera. Það væri rosa­lega gaman að geta verið bara í því að búa til plöt­una og lifa á mús­ík­inn­i,“ segir Mar­grét. „Ef við getum það þá erum við búin að sigra heim­inn,” bætir Andri Már við.

Þau segja STEF gjöld ekki skila miklu í bank­ann og á móti falli til mik­ill kostn­aður til dæmis við ferða­lög og vegna tón­list­ar­manna sem spila með þeim á tón­leik­um. Það hafi þó hjálpað til að fá fyr­ir­greiðslu frá útgef­and­anum Record Records þegar kom að því að vinna að nýju plöt­unni.

Hljómsveitin Vök. Mynd: Hjalti Rögnvaldsson Hljóm­sveitin Vök. Mynd: Vil­helm Jen­sen

En hvað er framundan hjá Vök?Draum­ur­inn hjá Vök er að gefa út plötu í fullri lengd, en það er hins vegar ekki hlaupið að því. Þau segja að EP-­plötur og smá­skífur séu í raun hent­ugri mið­ill fyrir unga og upp­renn­andi tón­list­ar­menn. Erlendir útgef­endur séu treg­ari til að taka við hljóm­sveitum sem hafa þegar gefið út heila plötu.

„En aðal­á­stæðan fyrir því að það hefur ekki komið meira efni frá Vök er sú að þetta er allt svo nýtt fyrir okk­ur. Við höfum ekki spilað saman lengi og við erum bara að þróa okk­ur. Síð­ustu tvö árin hafa í raun verið eitt stórt lær­dóms­ferli. Okkur langar að gefa út heila plötu en það verður bara að ger­ast þegar það ger­ist,“ segir Ólafur Alex­ander við blaða­mann.

Útgáfa EP-­plöt­unnar í vik­unn­i er hluti af stóru og leynd­ar­dóms­fullu plani. Það sem er framundan hjá Vök á næst­unni eru tveir stórir tón­leikar í Hörpu þar sem þau koma ásamt Ásgeiri Trausta. Í sumar verður sveitin svo á far­alds­fæti þar sem hún hoppar á milli evr­ópskra tón­list­ar­há­tíða, meðal ann­ars í Lett­landi, Pól­landi og Tékk­landi. Í haust er svo í skipu­lag­inu að fara í stutt tón­leika­ferða­lag þar sem sveitin mun meðal ann­ar­s heim­sækja Þýska­land, Írland, Hol­land og Belg­íu.

„Við erum alla­vega að spila á Hró­arskeldu í sumar og ætli í kjöl­farið fylgi ekki bara heims­yf­ir­ráð,“ segir Andri Már kím­inn að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None