HSBC veitti Telegraph 250 milljóna punda lán - ástæða þöggunar

hsbc_1015660b.jpg
Auglýsing

HSBC bankinn veitti útgáfufélagi breska blaðsins Telegraph 250 milljóna punda lán, skömmu áður en ljóst varð, með uppljóstrun, að svissneski bankinn hafði aðstoðað viðskiptavini sína við að skjóta eignum undan skattayfirvöldum. Sérstaklega var þessi starfsemi umfangsmikil í London, þar sem eigendur Telegraph, Frederick og David Barclay, eru með bankaviðskipti sín. Þetta hefur vakið spurningar um hvort þetta sé ástæða þess, að blaðið fjallaði ekki með gagnrýnum hætti um málefni sem snéru að HSBC, allt frá ársbyrjun 2013, heldur voru þau þögguð niður.

Í The Guardian í dag kemur fram að lánið hafi verið veitt 14. desember 2012 og allt upp frá því, hafi umfjöllun blaðsins um málefni sem snéru að HSBC, meðal annars ýmsar vísbendingar sem snéru að skattaskjólsgögnunum svonefndu, verið í skötulíki. Peter Oborne, fyrrverandi ritstjóri skrifa um stjórnmál hjá Telegraph, sagði upp störfum á dögunum, þegar umræða um skattaskjólsgögn HSBC komst í hámæli. Hann skrifaði langt bréf, þar sem hann upplýsti um það, að Telegraph hefði ekki skrifað með gagnrýnum hætti um málefni HSBC, vegna tengsla eigenda blaðsins við bankann.


Auglýsing

Enn fremur segir í frétt The Guardian, að eigendurnir, Fredrick og David, hafi verið í persónulegri ábyrgð fyrir 250 milljóna punda lánveitingunni. Þetta hafi meðal annars leitt til þess, að ritstjórn Telegraph hafi verið sett undir þrýsting frá eigendunum, um að fjalla ekki með gagnrýnum hætti um málefni HSBC.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None