Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný

Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.

Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Auglýsing

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur­borgar sam­þykkti í dag að vísa hug­myndum félags­ins Esju­ferju ehf., um kláf upp Esju­hlíð­ar, til frek­ari skoð­unar í borg­ar­kerf­inu. Málið á sér nokkra for­sögu, en sömu aðilar viðr­uðu hug­myndir um svif­ferju upp á Esj­una við borg­ina á fyrri hluta síð­asta ára­tugs, en þær náðu ekki fram að ganga.

Hug­mynd félags­ins er enn sú sama og áður, að fólk geti stigið upp í kláf við Mógilsá og tekið hann upp á Esju­brún, en einnig verði milli­stöð á Rauð­hóli. For­svars­menn verk­efn­is­ins létu hafa eftir sér að stefnt væri að því að ferja 150 þús­und manns upp á topp árlega, þegar Esju­ferjan var til umfjöll­unar árið 2014.

„Esju­ferjan verður nýr kafli í íslenskri ferða­mennsku, úti­vist­ar­lífi og afþr­ey­ingu sem mun bjóða upp á nýjar leiðir til að njóta Esj­unn­ar, sem er eitt af helstu ein­kennum Reykja­vík­ur­borg­ar. Kláf­ferjur hafa gert fólki kleift að upp­lifa útsýnis og úti­vistar á óvið­jafn­an­legum stöðum sem ann­ars hefðu ein­göngu verið aðgengi­leg fámennum hópi. Esju­ferjan mun bjóða íslenskum og erlendum gestum heil­næma úti­vist, hreyf­ingu og umhverf­is­væna afþr­ey­ingu. Sér­stak­lega ber að horfa til þess að hópar með tak­mark­aða hreyfi­getu, þar á meðal stækk­andi hópur eldri borg­ara fá með Esju­ferju tæki­færi til að njóta upp­lif­ana sem ann­ars væru ekki í boð­i,“ segir í erindi sem Esju­ferja sendi borg­inni í byrjun októ­ber.

Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri lagði fram til­lögu fyrir fund borg­ar­ráðs um að málið yrði skoðað nán­ar, og að lagt yrði mat á raun­hæfni hug­mynd­anna. Tekið er fram í til­lögu borg­ar­stjóra að engin vil­yrði liggi fyrir af hálfu Reykja­vík­ur­borgar heldur hafi Esju­ferðir ehf. unnið að fram­gangi máls­ins á eigin kostnað og áhættu. Í erindi félags­ins til borg­ar­innar segir að aðstand­endur félags­ins hafi þegar lagt beint og óbeint fram­lag sem nemur tugum millj­óna króna til verk­efn­is­ins.

Í til­lögu borg­ar­stjóra segir að skoða þurfi hvort ríkið vilji gera nýjan leigu­samn­ing við borg­ina um landið sem Esju­ferðir vilja leigja undir verk­efn­ið. Einnig er lagt til að umhverf­is- og skipu­lags­svið fjalli um skipu­lags­legar for­sendur verk­efn­is­ins upp­setn­ingar og rekst­urs á far­þega­ferju í Esju­hlíðum og veiti umsögn um það og eigi sam­ráð við hlut­að­eig­andi aðila.

„Ljóst er að Reykja­vík­ur­borg ber skylda til að aug­lýsa eftir áhuga­sömum eða eftir atvikum afla til­boða, veiti umhverf­is- og skipu­lags­svið jákvæða umsögn og land rík­is­ins reyn­ist til ráð­stöf­unar vegna verk­efn­is­ins. Lagt er til að skrif­stofu borg­ar­stjóra- og borg­ar­rit­ara verði falið að taka til frek­ari skoð­unar hvort til­lagan sé þess eðlis að hún feli í sér útgáfu sér­leyfis í skiln­ingi laga og aðra nauð­syn­lega grein­ingu, þ.m.t. veltu­mat, varð­andi aug­lýs­inga og/eða útboðs­þátt máls­ins verði afgreiðsla umhverf­is- og skipu­lags­ráðs jákvæð,“ segir einnig í til­lögu borg­ar­stjóra, en auk þessa er ljóst að fram­kvæma þarf umhverf­is­mat á verk­efn­inu, en Umhverf­is­stofnun komst að nið­ur­stöðu um það árið 2014 þegar verk­efnið var til umræðu.

Stórt álita­mál

Sem áður segir var til­lagan um þetta sam­þykkt í borg­ar­ráði í dag, með atkvæðum full­trúa meiri­hluta­flokk­anna fjög­urra. Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks og Sós­í­alista­flokks sátu hjá við atkvæða­greiðsl­una.

„Hér er borg­ar­ráð að sam­þykkja að kanna for­sendur verk­efn­is­ins, að umhverf­is- og skipu­lags­svið skoði skipu­lags­þátt­inn og eigna­skrif­stofan kanni afstöðu rík­is­ins sem land­eig­anda. Verði nið­ur­staða þeirra athug­ana að halda áfram með verk­efnið verður aug­lýst eftir áhuga­sömum aðilum sem myndu þá ráð­ast í gerð umhverf­is­mats, hönn­un­ar, fjár­mögn­unar og rekst­urs. End­an­leg ákvörðun um það ræðst hins vegar af nið­ur­stöðum skipu­lags­vinnu og þess umsagn­ar- og sam­ráðs­ferlis sem fram færi sam­hliða,“ sagði í bókun full­trúa meiri­hlut­ans um mál­ið.

Full­trúar flokk­anna í minni­hluta borg­ar­stjórnar bók­uðu einnig um mál­ið. Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks sögðu að ef kláf­ur­inn kæmi til fram­kvæmda væri „mik­il­vægt að vandað verði til verka við alla hönn­un, þess sé gætt að ferjan falli vel að umhverfi og nátt­úru og þess gætt að nei­kvæð umhverf­is­á­hrif og rask verði sem minnst“.

Full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins í borg­ar­ráði sagði mik­il­vægt að fleiri aðilar en umhverf­is- og skipu­lags­ráð fengju að koma með umsögn um mál­ið. „Þar má nefna íbúa­ráð og íbúa almennt. Íbúar á Kjal­ar­nesi hafa áður lýst yfir and­stöðu sinni við þessar fyr­ir­ætl­an­ir,“ sagði í bókun Trausta Breið­fjörð Magn­ús­son­ar.

Líf Magneu­dóttur áheyrn­ar­full­trúi Vinstri grænna í ráð­inu sagði að um stórt álita­mál væri að ræða. „Taka verður afstöðu til margra flók­inna spurn­inga m.a. um aðgengi allra að nátt­úr­unni, um verð­mæti og gildi Esj­unnar og hvort rétt sé að fram­kvæmd­in, ef skyn­sam­leg þyk­ir, sé unnin af einka­að­il­um. Fram­kvæmd sem þessi hlyti að hafa marg­háttuð áhrif á umferð og nýt­ingu svæð­is­ins og yrði að leggja mat á heild­ar­á­hrif­in, s.s. afleið­ingar auk­innar umferð­ar, áskor­anir varð­andi örygg­is­mál o.fl. Einnig liggur ekki fyrir hvort aðrir staðir í nágrenni Reykja­víkur kunni að vera heppi­legri en Esjan fyrir kláf. Þá ber að athuga að fram­kvæmdin á eftir að hafa var­an­leg sjón­ræn áhrif á ásýnd Esj­unn­ar,“ sagði í bókun Líf­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent