Hulk Hogan rekinn frá WWE fyrir kynþáttaníð

h_50989465-1.jpg
Auglýsing

World Wrest­ling Enterta­in­ment, eða WWE, rifti samn­ingi sínum við fjöl­bragða­glímu­kapp­ann og kvik­mynda­leik­ar­ann Hulk Hogan í dag, eftir að fjöl­miðlar fjöll­uðu um að hann hefði farið niðr­andi orðum um þeldökka í kyn­lífs­mynd­bandi. Frétta­mið­ill­inn The Guar­dian fjallar um málið.

Slúð­ur­blöðin The National Enquirer og Radar Online greindu í dag frá inni­haldi umrædds kyn­lífs­mynd­bands þar sem Hogan, sem heitir réttu nafni Terry Bollea, heyr­ist tala af kyn­þátta­hatri og nota n-orðið svo­kalla ítrek­að.

Frétt­irnar í dag komu á sama tíma og Hogan býr sig undir mál­flutn­ing í máli sem hann höfð­aði á slúð­ur­mið­il­inn Gawker Media, fyrir að birta áður­ annað kyn­lífs­mynd­band af honum og sömu konu, Heather Clem, sem var þá gift vini Hog­ans, DJ Bubba „The Love Sponge“ Clem.

Auglýsing

Hulk Hogan sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í dag, þar sem hann baðst afsök­unar á ummælum sín­um. „Fyrir átta árum not­aði ég gróft og meið­andi orða­lag í sam­tali. Það var óaf­sak­an­legt af mér að hafa notað slíkt orð­bragð, það er ekk­ert sem afsakar það og ég biðst fyr­ir­gefn­ingar á að hafa gert þetta,“ segir Hogan í til­kynn­ing­unni.

„Þetta er ekki sá maður sem ég hef að geyma. Ég trúi mjög á að hver mann­eskja í heim­inum sé mik­il­væg og ekki skuli mis­muna fólki eftir kyn­þætti, kyni eða skoð­un­um. Ég hef valdið sjálfum mér von­brigðum að að ég hafi notað svona orða­lag, sem er móðg­andi og sam­ræm­ist ekki mínum eigin skoð­un­um.“

Allar upp­lýs­ingar um Hogan virt­ust hafa verið fjar­lægðar af vef­síðu WWE seint í gær­kvöldi, og allur varn­ingur með nafn­inu hans sömu­leið­is. Tals­kona WWE stað­festi við fjöl­miðla í dag að samn­ingnum við Hogan hefði verið rift, en vildi ekki fara nánar út í ástæður rift­un­ar­inn­ar.

Hogan sendi frá skila­boð á Twitter eftir að frétt­ist af því að hann væri orð­inn atvinnu­laus.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None