Húsnæðisbætur hækka hlutfallslega minna hjá öryrkjum en öðrum

kjarninn_hus_vef.jpg
Auglýsing

Áætl­aðar breyt­ingar á húsa­leigu­bóta­kerf­inu munu ekki koma öryrkjum og öldruðum eins vel og þeim sem eru í námi eða vinnu. Þetta kemur fram í umsögn fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um frum­varp um hús­næð­is­bæt­ur. Hús­næð­is­bætur verða tals­vert hærri en núver­andi húsa­leigu­bætur eru, grunn­fjár­hæðin verður 31 þús­und á mán­uði, en með­al­hækk­unin verður hlut­falls­lega minni hjá öryrkjum en t.d. þeim sem eru vinn­andi eða í námi.

Þetta helg­ast af því að í frum­varpi Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, um hús­næð­is­bæt­ur, er húsa­leigu­kerfið að mörgu leyti gert lík­ara vaxta­bóta­kerf­inu. Meðal þess sem á að breyta er skil­grein­ing á þeim tekjum sem koma til skerð­ingar á hús­næð­is­bót­um. Í núgild­andi lögum um húsa­leigu­bætur eru allar tekjur þeirra sem eiga lög­heim­ili í hús­næð­inu taldar sem tekj­ur, þar með taldar tekjur barna umsækj­enda sem eru 20 ára og eldri, nema þeim sem eru í skóla hálft árið eða meira. Bætur almanna­trygg­inga og elli- og örorku­líf­eyr­is­greiðslur úr sér­eign­ar­líf­eyr­is­sjóðum eru þó und­an­þegnar og telj­ast ekki til tekna sem geta valdið skerð­ingu á bót­um.

Í nýja kerf­inu verður þessu breytt og allar skatt­skyldar tekjur heim­il­is­manna 18 ára og eldri munu telj­ast tekj­ur, þar á meðal greiðslur almanna­trygg­inga. Þetta er til sam­ræmis við vaxta­bóta­kerf­ið, og að því er fram kemur í umsögn fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins á frum­varpi hús­næð­is­mála­ráð­herra er þetta til þess fallið að „gæta meira jafn­ræðis og sam­ræmis í tekju­tilliti kerf­is­ins.“

Auglýsing

Það hefur þó fyrr­greind áhrif, að leiða til auk­innar skerð­ingar hjá öryrkjum og elli­líf­eyr­is­þegum „en ella væri og vegur það á móti hækkun bóta­fjár­hæða í frum­varp­in­u,“ að því er segir í umsögn fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Ráðu­neytið bendir þó líka á að almennt hafi tekju­skerð­ingar mun minni áhrif hjá öryrkjum og elli­líf­eyr­is­þegum en öðr­um. Önnur ráð­stöfun í nýju kerfi er sú að hús­næð­is­bætur geta numið allt að 75 pró­sentum leigu­fjár­hæð­ar, en þessi pró­senta er 50 í núver­andi kerfi. Þegar þessar breyt­ingar eru teknar með telur fjár­mála­ráðu­neytið að ekki verði svo mik­ill munur á aukn­ingu styrks­ins til öryrkja og ann­arra.

Myndi helst skila sér til hátekju­fólksEins og greint var frá í síð­ustu viku telur fjár­mála­ráðu­neytið að nýja kerf­ið ­myndi skila sér helst til heim­ila sem hafa miklar tekj­ur. Hlut­falls­lega yrði nið­ur­greiðsla húsa­leigu meiri eftir því sem tekjur heim­ila eru hærri. Þetta er þvert á yfir­lýst mark­mið frum­varps­ins, sem var ætlað að auka stuðn­ing við efna­litla leigj­end­ur.

Þá myndi frum­varpið að mati fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins leiða til þess að leigu­verð hækki, sem kynni að skila leigu­sölum meiri ávinn­ingi en leigj­end­um. ­Út­gjöld rík­is­sjóðs gætu auk­ist um rúma tvo millj­arða króna á ári og verði um 6,6 millj­arðar frá og með 2017, ef frum­varpið verður sam­þykkt óbreytt, en árið 2017 á að inn­leiða nýja kerf­ið. Í umsögn fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins kemur fram líka að ekki hafi verið gert ráð fyrir auknum útgjöldum í fjár­lögum eða rík­is­fjár­mála­á­ætl­un.

Almennar húsa­leigu­bætur munu fær­ast til rík­is­ins frá sveit­ar­fé­lögum sam­kvæmt frum­varp­inu, en sér­stakar húsa­leigu­bætur verða ennþá á for­ræði sveit­ar­fé­lag­anna. Þetta fyr­ir­komu­lag myndi að mati fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins auka rekstr­ar­kostnað og flækja ferlið fyrir hluta þeirra sem þiggja bæt­ur.

Vel­ferð­ar­ráðu­neytið benti á það þeg­ar þessar fréttir voru sagðar í vik­unni að grunn­bætur verði hækk­aðar veru­lega, og frí­tekju­mark hækki sömu­leið­is. Þetta séu mik­il­vægar for­sendur að baki útreikn­inga á hús­næð­is­bót­um, en þeim hafi verið sleppt í umfjöllun fjöl­miðla um frum­varp­ið.

Ráðu­neytið sagð­i þá að þörfin fyrir auk­inn hús­næð­is­stuðn­ing við leigj­endur sé aug­ljós og nýju hús­næð­is­bóta­kerfi sé ætlað að mæta breyttum veru­leika sem orðið hefur til und­an­farin ár. Leigj­endum hafi fjölgað og byrði hús­næð­is­kostn­aðar hjá þeim hafi þyngst. Fjölgun leigj­enda sé mest meðal hinna tekju­lægstu, og með hækkun á grunn­bótum sé stuðn­ingur við þá auk­inn um leið og reynt sé að koma til móts við stærri hóp leigj­enda. Mark­miðið sé að jafna opin­beran hús­næð­is­stuðn­ing og gera fólki kleift að velja ólík búsetu­form.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None