Húsnæðismarkaði gjörbylt með dönsku leiðinni

HusVef.jpg
Auglýsing

Miklar og rót­tækar breyt­ingar verða gerðar á íslenskum hús­næð­is­mark­aði ef til­lögur verk­efna­stjórnar um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála verða að frum­varpi og síðar lög­um. Til­lög­urnar verða kynntar í dag. Á meðal þess sem þar er lagt til er að Íbúða­lána­sjóður verði lagður niður í núver­andi mynd og að hann hætti að lána, en lána­safn hans og skulda­bréf verði látin „vinda“ sig niður yfir líf­tíma skulda­bréf­anna. Enn sem komið er mun vera ekki fyr­ir­hugað að fara í ein­hvers­konar skil­mála­breyt­ingu á skulda­bréf­unum sem myndi gera Íbúða­lána­sjóði kleift að greiða þau upp fyrr en áður. Til­lögur starfs­hóps­ins voru ræddar í rík­is­stjórn í morg­un. Eygló Harð­ar­dóttir vel­ferð­ar­ráð­herra ber ábyrgð á vinn­unni.

Í stað þessa kerfis verður farið svokölluð „dönsk-­leið“ og sett upp nýtt hús­næð­is­lána­kerfi. Þar munu sér­stök hús­næð­is­lána­fé­lög ann­ast lán­veitn­ing­arn­ar. Félögin munu gefa út sér­tryggða skulda­bréfa­flokka og afrakstur af sölu þeirra mun not­ast til hús­næð­is­lána. Eig­endur þess­arra félaga verða íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki en auk þess verður sett upp nýtt opin­bert hús­næð­is­lána­fé­lag. Mun­ur­inn á því og Íbúða­lána­sjóði er að eng­inn rík­is­á­byrgð verður á starf­semi þess. Ríkið er því ekki alveg horfið af íbúða­lána­mark­aði.

Hús­næð­is­bætur og stofn­styrkir

Auglýsing

Þá er stefnt að því að bregð­ast við kröfum um aukna nið­ur­greiðslu á hús­næð­is­kostn­aði með sér­stökum hús­næð­is­bót­um. Vaxta­bætur og húsa­leigu­bætur verða sam­ein­aðar undir því nafni. Þetta er hug­mynd sem síð­asta rík­is­stjórn vann líka mikið með en heim­ildir Kjarn­ans herma að mynd­ar­legri fjár­hæð verði varið í að hækka þessar bætur til handa hús­næð­is­eig­endum og leigj­end­um.

Til­lög­urnar munu líka miða að því að taka á því neyð­ar­á­standi sem ríkir á hús­næð­is­mark­aði vegna skorts á minni íbúðum og gríð­ar­lega háum leigu­verði. Lagt verður til að leigu­fé­lög sem verða ekki rekin með hagn­að­ar­sjón­ar­miðum muni fá sér­staka stofn­styrki frá hinu opin­bera. Með þessu á að hvetja til bygg­ingar á þessum eignum sem mest vöntun er á sem fyrst. Auk þess verða ýmsir hvatar sem eiga að auka fram­boð á leigu­í­búðum kynnt­ir.

Ítar­lega verður fjallað um málið og afleið­ingar þess í Kjarn­anum á fimmtu­dags­morg­un.

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None