Húsnæðismarkaði gjörbylt með dönsku leiðinni

HusVef.jpg
Auglýsing

Miklar og róttækar breytingar verða gerðar á íslenskum húsnæðismarkaði ef tillögur verkefnastjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála verða að frumvarpi og síðar lögum. Tillögurnar verða kynntar í dag. Á meðal þess sem þar er lagt til er að Íbúðalánasjóður verði lagður niður í núverandi mynd og að hann hætti að lána, en lánasafn hans og skuldabréf verði látin „vinda“ sig niður yfir líftíma skuldabréfanna. Enn sem komið er mun vera ekki fyrirhugað að fara í einhverskonar skilmálabreytingu á skuldabréfunum sem myndi gera Íbúðalánasjóði kleift að greiða þau upp fyrr en áður. Tillögur starfshópsins voru ræddar í ríkisstjórn í morgun. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra ber ábyrgð á vinnunni.

Í stað þessa kerfis verður farið svokölluð „dönsk-leið“ og sett upp nýtt húsnæðislánakerfi. Þar munu sérstök húsnæðislánafélög annast lánveitningarnar. Félögin munu gefa út sértryggða skuldabréfaflokka og afrakstur af sölu þeirra mun notast til húsnæðislána. Eigendur þessarra félaga verða íslensk fjármálafyrirtæki en auk þess verður sett upp nýtt opinbert húsnæðislánafélag. Munurinn á því og Íbúðalánasjóði er að enginn ríkisábyrgð verður á starfsemi þess. Ríkið er því ekki alveg horfið af íbúðalánamarkaði.

Húsnæðisbætur og stofnstyrkir

Auglýsing

Þá er stefnt að því að bregðast við kröfum um aukna niðurgreiðslu á húsnæðiskostnaði með sérstökum húsnæðisbótum. Vaxtabætur og húsaleigubætur verða sameinaðar undir því nafni. Þetta er hugmynd sem síðasta ríkisstjórn vann líka mikið með en heimildir Kjarnans herma að myndarlegri fjárhæð verði varið í að hækka þessar bætur til handa húsnæðiseigendum og leigjendum.

Tillögurnar munu líka miða að því að taka á því neyðarástandi sem ríkir á húsnæðismarkaði vegna skorts á minni íbúðum og gríðarlega háum leiguverði. Lagt verður til að leigufélög sem verða ekki rekin með hagnaðarsjónarmiðum muni fá sérstaka stofnstyrki frá hinu opinbera. Með þessu á að hvetja til byggingar á þessum eignum sem mest vöntun er á sem fyrst. Auk þess verða ýmsir hvatar sem eiga að auka framboð á leiguíbúðum kynntir.

Ítarlega verður fjallað um málið og afleiðingar þess í Kjarnanum á fimmtudagsmorgun.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None