Húsnæðismarkaði gjörbylt með dönsku leiðinni

HusVef.jpg
Auglýsing

Miklar og rót­tækar breyt­ingar verða gerðar á íslenskum hús­næð­is­mark­aði ef til­lögur verk­efna­stjórnar um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála verða að frum­varpi og síðar lög­um. Til­lög­urnar verða kynntar í dag. Á meðal þess sem þar er lagt til er að Íbúða­lána­sjóður verði lagður niður í núver­andi mynd og að hann hætti að lána, en lána­safn hans og skulda­bréf verði látin „vinda“ sig niður yfir líf­tíma skulda­bréf­anna. Enn sem komið er mun vera ekki fyr­ir­hugað að fara í ein­hvers­konar skil­mála­breyt­ingu á skulda­bréf­unum sem myndi gera Íbúða­lána­sjóði kleift að greiða þau upp fyrr en áður. Til­lögur starfs­hóps­ins voru ræddar í rík­is­stjórn í morg­un. Eygló Harð­ar­dóttir vel­ferð­ar­ráð­herra ber ábyrgð á vinn­unni.

Í stað þessa kerfis verður farið svokölluð „dönsk-­leið“ og sett upp nýtt hús­næð­is­lána­kerfi. Þar munu sér­stök hús­næð­is­lána­fé­lög ann­ast lán­veitn­ing­arn­ar. Félögin munu gefa út sér­tryggða skulda­bréfa­flokka og afrakstur af sölu þeirra mun not­ast til hús­næð­is­lána. Eig­endur þess­arra félaga verða íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki en auk þess verður sett upp nýtt opin­bert hús­næð­is­lána­fé­lag. Mun­ur­inn á því og Íbúða­lána­sjóði er að eng­inn rík­is­á­byrgð verður á starf­semi þess. Ríkið er því ekki alveg horfið af íbúða­lána­mark­aði.

Hús­næð­is­bætur og stofn­styrkir

Auglýsing

Þá er stefnt að því að bregð­ast við kröfum um aukna nið­ur­greiðslu á hús­næð­is­kostn­aði með sér­stökum hús­næð­is­bót­um. Vaxta­bætur og húsa­leigu­bætur verða sam­ein­aðar undir því nafni. Þetta er hug­mynd sem síð­asta rík­is­stjórn vann líka mikið með en heim­ildir Kjarn­ans herma að mynd­ar­legri fjár­hæð verði varið í að hækka þessar bætur til handa hús­næð­is­eig­endum og leigj­end­um.

Til­lög­urnar munu líka miða að því að taka á því neyð­ar­á­standi sem ríkir á hús­næð­is­mark­aði vegna skorts á minni íbúðum og gríð­ar­lega háum leigu­verði. Lagt verður til að leigu­fé­lög sem verða ekki rekin með hagn­að­ar­sjón­ar­miðum muni fá sér­staka stofn­styrki frá hinu opin­bera. Með þessu á að hvetja til bygg­ingar á þessum eignum sem mest vöntun er á sem fyrst. Auk þess verða ýmsir hvatar sem eiga að auka fram­boð á leigu­í­búðum kynnt­ir.

Ítar­lega verður fjallað um málið og afleið­ingar þess í Kjarn­anum á fimmtu­dags­morg­un.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None