Hvað hafði „Aftur til framtíðar II“ rétt fyrir sér varðandi árið 2015?

bttf2-main.jpg
Auglýsing

Eftir nokkra mán­uði mun ung­lings­piltur frá smá­bænum Hill Valley í Kali­forníu mæta á okkar tíma á fljúg­andi Delor­ean sport­bíl úr for­tíð­inni, í þeim til­gangi að bjarga fjöl­skyld­unni sinni. Hann mun not­ast við svif­brettin okkar og fær­an­legu sorp­brennslu­kjarna­ofn­anna okk­ar, og mun verða vitni að því þegar hafna­boltaliðið Cubs frá Chicago tryggir sér heims­meist­ara­tit­il­inn.

Jæja, kannski er lítið spá­dóms­gildi fólgið í öðrum hlut­anum í „Aftur til fram­tíð­ar“ þrí­leikn­um, með leik­ar­ann Mich­ael J. Fox í broddi fylk­ing­ar, en myndin spáði þó rétt fyrir um ýmsar tækni­fram­farir sem sam­fé­lagið not­ast við árið 2015.

Frétta­vef­mið­ill­inn Quartz hefur tekið saman skemmti­legan lista yfir þá hluti sem kvik­myndin spáði rétt fyrir um fyrir 26 árum síð­an.

Auglýsing

Tækni­legir fylgi­hlutir



Það má vel vera að margir tækni­þyrstir bíði með eft­ir­vænt­ingu eftir Apple úrinu sem vænt­an­legt er á markað á þessu ári, en ansi tækni­legir fylgi­hlutir hafa engu að síður verið á mark­aði í þó nokkurn tíma. Sam­sung hefur verið leið­andi á þeim mark­aði að und­an­förnu með alls kyns tækni­úrum, arm­böndum og heyrn­ar­tól­um.

Í kvik­mynd­inni eru nokkrar per­sónur með smart-úr, og sonur Marty er með ein­hvers konar snjall-­gler­augu á höfð­inu sem hann getur notað til að horfa á sjón­varpið eða til að tala í sím­ann. Ekki ósvipuð græja og Google Glass gler­aug­un, sem komu út árið 2013, en von er á nýrri útgáfu þeirra á þessu ári, sem og ­sýnd­ar­veru­leika­gler­augu Oculus Rift frá Face­book.

Risa­stórir flat­skjáir og mynd­bands sím­töl



Á McFly heim­il­inu í öðrum hluta Aftur til fram­tíðar þrí­leiks­ins, má sjá stóra flat­skjái, þar sem Marty hinn yngri getur horft á margar sjón­varps­rásir á sama tíma. Það er tækni sem okkur er vel kunn árið 2015. Í dag getum við meira að segja horft á sjón­varps­stöð á sama tíma og við spilum leik í leikja­tölv­unni.

Skype gerði okkur svo kleyft að taka mynd­bands sím­töl heims­horna á milli, ekki ósvipað því og spáð var fyrir í Aftur til fram­tíðar II.

Líf­kenni (Biometrics)



Það er nokkuð langt síð­an f­ingrafaraskannar ruddu sér til rúms, en fingraför þeirra ­sem hafa til að mynda farið í ferða­lag til Banda­ríkj­anna nýlega hafa mjög trú­lega verið skönnuð við landamæra­eft­ir­lit­ið. Apple kynnti til sög­unnar fingrafaraskanna á iPhone 5S árið 2013 og það sama gerði Sam­sung á Galaxy S5 ári síð­ar. Þá hleypti Apple af stokk­unum Apple Pay, greiðslu­þjón­ustu sem styðst við áður­nefnda fingrafaraskanna.

Í Aftur til fram­tíðar II borgar Biff fyrir leigu­bíl með því að þrýsta þumli á þar til gerðan skanna, sem er ekki ósvipað því sem við getum gert í leigu­bílum í dag sem taka far­síma­greiðsl­ur. Mun­ur­inn á mynd­inni og því sem við þurfum að gera í dag, er að greiðslan hjá okkur fer í gegnum tæki, á meðan í mynd­inni þurfti Biff bara sjálft fingrafarið til að borga.

Þrí­vídd út um allt



Í kvik­mynd­inni bregður Marty heldur betur í brún þegar hákarl í þrí­vídd stekkur út úr bíó­aug­lýs­ingu og gerir sig lík­legan til að gleypa sögu­hetj­una okkar í einum munn­bita. Um var að ræða aug­lýs­ingu fyrir nítj­ándu kvik­mynd­ina um Ókind­ina, eða „Jaws.“ Enn þann dag­inn í dag höfum við ekki komið okkur upp við­líka þrí­vídd­ar­tækni, við erum að vinna í því, en við erum komin með þrí­vídd­ar-­sjón­vör, ara­grúa kvik­mynda í þrí­vídd og leikja­tölvur sem bjóða upp á tölvu­leiki í þrí­vídd, þar sem meira segja þarf ekki að not­ast við þrí­vídd­ar-­gler­augu til að spila.

Þá höfum við því miður ekki heldur fengið að sjá Jaws 5, eða fimmtán fleiri fram­halds­myndir um hákarl­inn ógur­lega.

Þá má sjá ýmis­legt fleira bregða fyrir í Aftur til fram­tíðar II, sem við könn­umst við í dag svo sem dróna, spjald­tölvur og for­rit­aðar ljósa­still­ingar fyrir heim­il­ið. Þó eru enn nokkrir hlutir í kvik­mynd­inni sem við höfum ekki enn tekið í okkar þágu, svo sem svif­bretti en eitt fyr­ir­tæki er nálægt því að þróa slíkt til að setja á mark­að.

Þá hefur mann­kyn­inu ekki heldur tek­ist að stunda tíma­ferða­lög, bíl­arnir okkar eru ekki heldur farnir að fljúga, og fötin okkar laga sig ekki sjálf­virkt að stærð okkar og lög­un. Þá komust tvö­föld háls­bindi sem betur fer aldrei í tísku, en miðað við bíó­mynd sem var fram­leidd á tímum Nin­tendo Elect­ron­ics System leikja­tölv­unnar í árdaga inter­nets­ins, var furðu­lega margt í mynd­inni sem stað­ist hefur tím­ans tönn. Það verður að minnsta kosti áhuga­vert að fylgj­ast með því hvort kvik­myndir frá árinu 2015 verði sann­spáar um lífið árið 2041.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None