Hvaða reynslu hafa aðstoðarmenn ráðherra?

10016383485_15e5251efe_z.jpg
Auglýsing

Ummæli Tryggva Gunn­ars­son­ar, umboðs­manns Alþing­is, um ráð­herra og aðstoð­ar­menn þeirra í Við­tal­inu á RÚV á mánu­dags­kvöld hafa vakið nokkra athygli. Þar sagð­ist hann telja að ráð­herrar þurfi reynda ráð­gjafa til að vega upp á móti sínu eigin reynslu­leysi og það sé meðal ann­ars sá lær­dómur sem megi draga af leka­mál­inu.

„Þarna kemur til starfa fólk sem hefur ekki það sem ég kalla mikla sam­fé­lags­reynslu. Það hefur ekki veru­lega reynslu af þing­störf­um, ekki af þessum sam­skiptum að koma málum í gegnum stjórn­sýsl­una, það hefur oft á tíðum ekki mikla reynslu úr atvinnu­líf­inu, það hefur kannski fyrst og fremst reynslu úr póli­tískum störfum fyrir stjórn­mála­flokk­ana,“ sagði Tryggvi um ráð­herra. Hann sagð­ist telja að búa þurfi ráð­herrum betri aðstöðu til að rækja störf sín, reynda aðstoð­ar­menn sem gætu veitt hlut­lausa ráð­gjöf í sam­ræmi við góða stjórn­sýslu­hætti.

Kjarn­inn ákvað að skoða reynslu þeirra sem gegna störfum aðstoð­ar­manna ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands. Þau eru fjórtán tals­ins. Öll eru með háskóla­próf, til dæmis eru fjögur þeirra lög­fræð­ingar og tvö eru búfræð­ing­ar. Þá eru sagn­fræð­ing­ar, stjórn­mála­fræð­ingar og við­skipta­fræð­ingar á meðal þeirra. ­Meiri­hluti þeirra hafði starfað fyrir flokk við­kom­andi ráð­herra áður en þau voru ráðin í störf aðstoð­ar­manna. Minnst fimm hafa setið í stjórnum ung­liða­hreyf­inga og nokkur voru kosn­inga­stjórar flokk­anna áður en þau urðu aðstoð­ar­menn.

Auglýsing

Aðstoð­ar­menn for­sæt­is­ráð­herraásmundur einar daðasonÁsmundur Einar Daða­son er fæddur árið 1982 og er 32 ára. Hann er búfræð­ingur frá Land­bún­að­ar­há­skól­anum á Hvann­eyri og með BS-­próf í

al­mennum búvís­indum frá Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands. Hann var sauð­fjár­bóndi til árs­ins 2011 og rak inn­flutn­ings- og sölu­fyr­ir­tæki með land­bún­að­ar­vör­ur, en hann hefur einnig starfað sem þing­maður frá 2009. Hann tók við starfi aðstoð­ar­manns með­fram þing­störfum í nóv­em­ber 2013.

jóhannes þór skúlasonJóhannes Þór Skúla­son er fæddur árið 1973 og er 42 ára. Hann er með BA-­próf í sagn­fræði frá Háskóla Íslands og starf­aði sem grunn­skóla­kenn­ari í Selja­skóla þar til hann tók við starfi aðstoð­ar­manns for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, árið 2011. Hann var líka um margra ára skeið þjálf­ari MOR­FÍS-liða í hjá­verk­um. Þegar Sig­mundur Davíð varð for­sæt­is­ráð­herra í maí 2013 tók Jóhannes við starfi aðstoð­ar­manns for­sæt­is­ráð­herra. Hann hafði ekki starfað í Fram­sókn­ar­flokknum fyrir þennan tíma en var mjög virkur í starfi InDefence-hóps­ins.

Aðstoð­ar­menn fjár­mála­ráð­herraSvanhildur Hólm Svan­hildur Hólm Vals­dóttir er fædd árið 1974 og er 40 ára göm­ul. Hún er mennt­aður lög­fræð­ingur og lauk prófi frá Háskóla Íslands árið 2009. Hún starf­aði í fjöl­miðlum frá 1995 til 2009, sem blaða­mað­ur, útvarps­maður og síð­ast í sjón­varpi, bæði á RÚV og Stöð 2. Hún var ráðin fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins haustið 2009 og svo aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­sonar haustið 2012. Hún fylgdi Bjarna svo í fjár­mála­ráðu­neytið þegar hann varð ráð­herra vorið 2013. Hún hafði sinnt félags­störfum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, og var í stjórn og svo annar vara­for­maður SUS árin 1997 til 2001.

Teitur Björn EinarssonTeitur Björn Ein­ars­son er fæddur árið 1980 og er 34 ára. Hann er lög­mað­ur, útskrif­að­ist frá Háskóla Íslands 2006 og öðl­að­ist mál­flutn­ings­rétt­indi fyrir hér­aðs­dómi 2007. Hann starf­aði hjá LOGOS lög­manns­stofu eftir útskrift, var í fram­kvæmda­stjórn og stjórn Eyr­ar­odda 2007 til 2011 og svo lög­maður hjá OPUS lög­mönnum frá 2011 og þar til hann var ráð­inn í fjár­mála­ráðu­neytið sum­arið 2014. Teitur hefur gegnt trún­að­ar­störfum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, var vara­for­maður SUS og hefur setið í ráðum og nefndum flokks­ins. Hann hefur einnig boðið sig fram í próf­kjöri fyrir Alþing­is­kosn­ing­ar.

Aðstoð­ar­maður iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herraIngvar-P.-GudbjornssonIngvar Pétur Guð­björns­son er fæddur árið 1979 og er 35 ára gam­all. Hann er búfræð­ingur frá Land­bún­að­ar­há­skól­anum á Hvann­eyri. Hann hefur einnig lagt stund á stjórn­mála­fræði og sagn­fræði í Háskóla Íslands. Áður en hann varð aðstoð­ar­maður Ragn­heiðar Elínar Árna­dóttur árið 2013 starf­aði hann sem blaða­maður á Morg­un­blað­inu í átján mán­uði. Áður starf­aði hann hjá Lands­virkj­un, við almanna­tengsl og kynn­ing­ar­mál, og við skrif­stofu­störf hjá Slát­ur­hús­inu á Hellu. Hann sat í sveit­ar­stjórn Rangár­þings ytra 2002 til 2010 og aftur frá 2011 til 2012. Hann hefur verið mjög virkur í starfi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, meðal ann­ars í stjórn SUS og í full­trúa- og kjör­dæm­is­ráð­um.

Aðstoð­ar­maður félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herraMatthías ImslandMatth­ías Páll Ims­land er fæddur árið 1974 og er 41 árs gam­all. Hann lauk BA-­prófi í stjórn­mála­fræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og er með MS-­próf frá Háskól­anum í Lundi. Hann hefur einnig stundað nám í við­skipta­fræði við HÍ og stjórn­un­ar­nám við North Park Uni­versity í Chicago. Matth­ías hefur gegnt ýmsum trún­að­ar­störfum fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn í gegnum tíð­ina. Meðal ann­ars hefur hann verið í mið­stjórn og lands­stjórn flokks­ins. Hann starf­aði sem rekstr­ar­stjóri þjón­ustu­deildar Sím­ans eftir nám og hefur starfað sem sviðs­stjóri fræðslu-, félags- og menn­ing­ar­sviðs á Blöndu­ósi og í iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­inu. Hann var for­stjóri Iceland Express til árs­ins 2011 og svo fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs WOW-air til 2012. Hann vann sem ráð­gjafi eftir það og var svo kosn­inga­stjóri Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi fyrir síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­ar. Síðan þá hefur hann verið aðstoð­ar­maður Eyglóar Harð­ar­dótt­ur.

Aðstoð­ar­maður heil­brigð­is­ráð­herraInga_Hrefna_SveinbjarnardottirInga Hrefna Svein­bjarn­ar­dóttir er fædd árið 1981 og er 33 ára göm­ul. Hún er með BA-­próf í stjórn­mála­fræði frá Háskóla Íslands, sem hún lauk árið 2012. Hún starf­aði á skrif­stofu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Val­höll frá árinu 2007 til hausts­ins 2012, þegar hún tók við starfi fram­kvæmda­stjóra þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hún var svo ráðin aðstoð­ar­maður Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar heil­brigð­is­ráð­herra í júní 2013.

Aðstoð­ar­menn inn­an­rík­is­ráð­herraKristin-Haraldsdottir-aKristín Har­alds­dóttir er fædd árið 1970 og er 44 ára. Hún er lög­fræð­ingur frá Háskóla Íslands og er með LLM-gráðu í Evr­ópu­rétti frá Háskól­anum í Lundi. Hún hefur starfað sem full­trúi á lög­mann­stofu, var lög­fræð­ingur í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu og iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­inu í sex ár og síðar lög­fræði­legur aðstoð­ar­maður dóm­ara við EFTA-­dóm­stól­inn í Lúx­em­borg. Hún hefur verið sér­fræð­ingur við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík frá 2009 og for­stöðu­maður Auð­linda­rétt­ar­stofn­unar laga­deild­ar­inn­ar. Hún hefur einnig setið í stjórnum fyr­ir­tækja og nefndum á vegum rík­is­ins. Hún var ráðin lög­fræði­legur aðstoð­ar­maður Ólafar Nor­dal í des­em­ber síð­ast­liðnum.

Þórdís Kolbrún Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir er fædd árið 1987 og er 27 ára. Hún lauk ML námi í lög­fræði frá Háskól­anum í Reykja­vík árið 2012 og var fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­manna frá vori 2013 og þar til hún var ráðin aðstoð­ar­maður Ólafar Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra rétt fyrir jól. Hún hefur starfað hjá emb­ætti sýslu­manns á Akra­nesi, hjá úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála og hjá Mar­el. Hún var kosn­inga­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi fyrir síð­ustu þing­kosn­ing­ar. Hún hefur verið virk í störfum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, verið for­maður félags ungra sjálf­stæð­is­manna á Akra­nesi og setið í stjórn SUS.

Aðstoð­ar­maður mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herrasigridur hallgrímsdóttirSig­ríður Hall­gríms­dóttir er fædd árið 1971 og er 44 ára. Hún er með MBA-gráðu frá Háskól­anum í Reykja­vík. Áður en hún tók við starfi aðstoð­ar­manns Ill­uga Gunn­ars­sonar var hún ráð­gjafi hjá almanna­tengsla­fyr­ir­tæk­inu KOM. Hún hefur meðal ann­ars starfað sem fram­kvæmda­stjóri hjá Sjá, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri hjá Credit­info Group og hjá Industria. Hún hefur einnig setið í stjórnum nokk­urra fyr­ir­tækja. Hún hefur einnig setið í stjórnum félaga­sam­taka og verið virk í störfum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hún er for­maður Hvat­ar, félags sjálf­stæð­iskvenna í Reykja­vík.

Aðstoð­ar­menn sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herraHelga-Sigurros-adstodarmadur-SIJHelga Sig­ur­rós Val­geirs­dóttir er fædd 1979 og er 35 ára göm­ul. Hún er með BS-gráðu í sjáv­ar­út­vegs­fræðum frá Háskól­anum á Akur­eyri og meistara­gráðu í alþjóða­við­skiptum frá Ger­on­ble Gradu­ate School of Business. Hún starf­aði á Fiski­stofu frá árinu 2004 með hléum, síð­ast sem sviðs­stjóri upp­lýs­inga­sviðs Fiski­stofu, þar til hún var ráðin aðstoð­ar­maður Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar sum­arið 2013. Hún var starfs­maður sátta­nefnd­ar­innar um end­ur­skoðun á lögum um stjórn fisk­veiða, sat í verk­efn­is­stjórn um mótun atvinnu­stefnu fyrir Ísland og hefur tekið þátt í ýmsu sam­starfi í sjáv­ar­út­vegs­málum á alþjóða­vett­vangi.

benedikt sigurðssonBene­dikt Sig­urðs­son er fæddur árið 1964 og er 50 ára gam­all. Hann er með BA-gráðu í sagn­fræði frá Háskóla Íslands. Hann var ráð­inn aðstoð­ar­maður Sig­urðar Inga í ágúst 2013 en var ­fyrir það sviðs­stjóri sam­skipta hjá Act­a­vis á Íslandi. Hann var aðstoð­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar frá 2009 til 2011 og 2006 til 2008 var hann fjöl­miðla­full­trúi hjá Kaup­þingi. Tólf ár þar á undan vann hann sem frétta­mað­ur.

Aðstoð­ar­maður umhverf­is- og auð­linda­ráð­herraIngveldur-passamIng­veldur Sæmunds­dóttir er aðstoð­ar­maður umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra. Hún er fædd árið 1970 og er 44 ára göm­ul. Hún er með BS-­próf frá CBS, við­skipta­há­skól­anum í Kaup­manna­höfn, og diplómu í alþjóð­legri mark­aðs­hag­fræði frá Business Academy Copen­hagen North. Hún hefur líka stundað nám í stjórnun og stefnu­mótun í Háskóla Íslands. Hún starf­aði sem versl­un­ar­stjóri og síðar vöru­stjóri hjá Penn­an­um, og sem vöru­stjóri hjá Hátækni. Hún var svo kosn­inga­stjóri Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík fyrir síð­ustu þing­kosn­ingar og var svo ráðin aðstoð­ar­mað­ur þegar rík­is­stjórnin var mynduð.

Aðstoð­ar­maður utan­rík­is­ráð­herrasunna gunnars marteinsdóttirSunna Gunn­ars Mart­eins­dóttir er fædd árið 1984 og er 30 ára göm­ul. Hún er með BA-gráðu í almanna­tengslum frá Háskól­anum í West­min­ster, og hefur stundað nám í hag­nýtri menn­ing­ar­miðlun í Háskóla Íslands. Áður en hún varð aðstoð­ar­maður Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra í sept­em­ber 2013 var hún skrif­stofu­stjóri þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins frá árinu 2010, og var aðstoð­ar­maður kosn­inga­stjóra flokks­ins árið 2009.  Hún var líka til skamms tíma aðstoð­ar­maður for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hún hefur gegnt ýmsum félags­störf­um, og setið í nefndum á vegum Fram­sókn­ar­flokks­ins.

 

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None