Hvaða reynslu hafa aðstoðarmenn ráðherra?

10016383485_15e5251efe_z.jpg
Auglýsing

Ummæli Tryggva Gunn­ars­son­ar, umboðs­manns Alþing­is, um ráð­herra og aðstoð­ar­menn þeirra í Við­tal­inu á RÚV á mánu­dags­kvöld hafa vakið nokkra athygli. Þar sagð­ist hann telja að ráð­herrar þurfi reynda ráð­gjafa til að vega upp á móti sínu eigin reynslu­leysi og það sé meðal ann­ars sá lær­dómur sem megi draga af leka­mál­inu.

„Þarna kemur til starfa fólk sem hefur ekki það sem ég kalla mikla sam­fé­lags­reynslu. Það hefur ekki veru­lega reynslu af þing­störf­um, ekki af þessum sam­skiptum að koma málum í gegnum stjórn­sýsl­una, það hefur oft á tíðum ekki mikla reynslu úr atvinnu­líf­inu, það hefur kannski fyrst og fremst reynslu úr póli­tískum störfum fyrir stjórn­mála­flokk­ana,“ sagði Tryggvi um ráð­herra. Hann sagð­ist telja að búa þurfi ráð­herrum betri aðstöðu til að rækja störf sín, reynda aðstoð­ar­menn sem gætu veitt hlut­lausa ráð­gjöf í sam­ræmi við góða stjórn­sýslu­hætti.

Kjarn­inn ákvað að skoða reynslu þeirra sem gegna störfum aðstoð­ar­manna ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands. Þau eru fjórtán tals­ins. Öll eru með háskóla­próf, til dæmis eru fjögur þeirra lög­fræð­ingar og tvö eru búfræð­ing­ar. Þá eru sagn­fræð­ing­ar, stjórn­mála­fræð­ingar og við­skipta­fræð­ingar á meðal þeirra. ­Meiri­hluti þeirra hafði starfað fyrir flokk við­kom­andi ráð­herra áður en þau voru ráðin í störf aðstoð­ar­manna. Minnst fimm hafa setið í stjórnum ung­liða­hreyf­inga og nokkur voru kosn­inga­stjórar flokk­anna áður en þau urðu aðstoð­ar­menn.

Auglýsing

Aðstoð­ar­menn for­sæt­is­ráð­herra



ásmundur einar daðasonÁsmundur Einar Daða­son er fæddur árið 1982 og er 32 ára. Hann er búfræð­ingur frá Land­bún­að­ar­há­skól­anum á Hvann­eyri og með BS-­próf í

al­mennum búvís­indum frá Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands. Hann var sauð­fjár­bóndi til árs­ins 2011 og rak inn­flutn­ings- og sölu­fyr­ir­tæki með land­bún­að­ar­vör­ur, en hann hefur einnig starfað sem þing­maður frá 2009. Hann tók við starfi aðstoð­ar­manns með­fram þing­störfum í nóv­em­ber 2013.

jóhannes þór skúlasonJóhannes Þór Skúla­son er fæddur árið 1973 og er 42 ára. Hann er með BA-­próf í sagn­fræði frá Háskóla Íslands og starf­aði sem grunn­skóla­kenn­ari í Selja­skóla þar til hann tók við starfi aðstoð­ar­manns for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, árið 2011. Hann var líka um margra ára skeið þjálf­ari MOR­FÍS-liða í hjá­verk­um. Þegar Sig­mundur Davíð varð for­sæt­is­ráð­herra í maí 2013 tók Jóhannes við starfi aðstoð­ar­manns for­sæt­is­ráð­herra. Hann hafði ekki starfað í Fram­sókn­ar­flokknum fyrir þennan tíma en var mjög virkur í starfi InDefence-hóps­ins.

Aðstoð­ar­menn fjár­mála­ráð­herra



Svanhildur Hólm Svan­hildur Hólm Vals­dóttir er fædd árið 1974 og er 40 ára göm­ul. Hún er mennt­aður lög­fræð­ingur og lauk prófi frá Háskóla Íslands árið 2009. Hún starf­aði í fjöl­miðlum frá 1995 til 2009, sem blaða­mað­ur, útvarps­maður og síð­ast í sjón­varpi, bæði á RÚV og Stöð 2. Hún var ráðin fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins haustið 2009 og svo aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­sonar haustið 2012. Hún fylgdi Bjarna svo í fjár­mála­ráðu­neytið þegar hann varð ráð­herra vorið 2013. Hún hafði sinnt félags­störfum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, og var í stjórn og svo annar vara­for­maður SUS árin 1997 til 2001.

Teitur Björn EinarssonTeitur Björn Ein­ars­son er fæddur árið 1980 og er 34 ára. Hann er lög­mað­ur, útskrif­að­ist frá Háskóla Íslands 2006 og öðl­að­ist mál­flutn­ings­rétt­indi fyrir hér­aðs­dómi 2007. Hann starf­aði hjá LOGOS lög­manns­stofu eftir útskrift, var í fram­kvæmda­stjórn og stjórn Eyr­ar­odda 2007 til 2011 og svo lög­maður hjá OPUS lög­mönnum frá 2011 og þar til hann var ráð­inn í fjár­mála­ráðu­neytið sum­arið 2014. Teitur hefur gegnt trún­að­ar­störfum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, var vara­for­maður SUS og hefur setið í ráðum og nefndum flokks­ins. Hann hefur einnig boðið sig fram í próf­kjöri fyrir Alþing­is­kosn­ing­ar.

Aðstoð­ar­maður iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra



Ingvar-P.-GudbjornssonIngvar Pétur Guð­björns­son er fæddur árið 1979 og er 35 ára gam­all. Hann er búfræð­ingur frá Land­bún­að­ar­há­skól­anum á Hvann­eyri. Hann hefur einnig lagt stund á stjórn­mála­fræði og sagn­fræði í Háskóla Íslands. Áður en hann varð aðstoð­ar­maður Ragn­heiðar Elínar Árna­dóttur árið 2013 starf­aði hann sem blaða­maður á Morg­un­blað­inu í átján mán­uði. Áður starf­aði hann hjá Lands­virkj­un, við almanna­tengsl og kynn­ing­ar­mál, og við skrif­stofu­störf hjá Slát­ur­hús­inu á Hellu. Hann sat í sveit­ar­stjórn Rangár­þings ytra 2002 til 2010 og aftur frá 2011 til 2012. Hann hefur verið mjög virkur í starfi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, meðal ann­ars í stjórn SUS og í full­trúa- og kjör­dæm­is­ráð­um.

Aðstoð­ar­maður félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra



Matthías ImslandMatth­ías Páll Ims­land er fæddur árið 1974 og er 41 árs gam­all. Hann lauk BA-­prófi í stjórn­mála­fræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og er með MS-­próf frá Háskól­anum í Lundi. Hann hefur einnig stundað nám í við­skipta­fræði við HÍ og stjórn­un­ar­nám við North Park Uni­versity í Chicago. Matth­ías hefur gegnt ýmsum trún­að­ar­störfum fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn í gegnum tíð­ina. Meðal ann­ars hefur hann verið í mið­stjórn og lands­stjórn flokks­ins. Hann starf­aði sem rekstr­ar­stjóri þjón­ustu­deildar Sím­ans eftir nám og hefur starfað sem sviðs­stjóri fræðslu-, félags- og menn­ing­ar­sviðs á Blöndu­ósi og í iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­inu. Hann var for­stjóri Iceland Express til árs­ins 2011 og svo fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs WOW-air til 2012. Hann vann sem ráð­gjafi eftir það og var svo kosn­inga­stjóri Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi fyrir síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­ar. Síðan þá hefur hann verið aðstoð­ar­maður Eyglóar Harð­ar­dótt­ur.

Aðstoð­ar­maður heil­brigð­is­ráð­herra



Inga_Hrefna_SveinbjarnardottirInga Hrefna Svein­bjarn­ar­dóttir er fædd árið 1981 og er 33 ára göm­ul. Hún er með BA-­próf í stjórn­mála­fræði frá Háskóla Íslands, sem hún lauk árið 2012. Hún starf­aði á skrif­stofu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Val­höll frá árinu 2007 til hausts­ins 2012, þegar hún tók við starfi fram­kvæmda­stjóra þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hún var svo ráðin aðstoð­ar­maður Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar heil­brigð­is­ráð­herra í júní 2013.

Aðstoð­ar­menn inn­an­rík­is­ráð­herra



Kristin-Haraldsdottir-aKristín Har­alds­dóttir er fædd árið 1970 og er 44 ára. Hún er lög­fræð­ingur frá Háskóla Íslands og er með LLM-gráðu í Evr­ópu­rétti frá Háskól­anum í Lundi. Hún hefur starfað sem full­trúi á lög­mann­stofu, var lög­fræð­ingur í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu og iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­inu í sex ár og síðar lög­fræði­legur aðstoð­ar­maður dóm­ara við EFTA-­dóm­stól­inn í Lúx­em­borg. Hún hefur verið sér­fræð­ingur við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík frá 2009 og for­stöðu­maður Auð­linda­rétt­ar­stofn­unar laga­deild­ar­inn­ar. Hún hefur einnig setið í stjórnum fyr­ir­tækja og nefndum á vegum rík­is­ins. Hún var ráðin lög­fræði­legur aðstoð­ar­maður Ólafar Nor­dal í des­em­ber síð­ast­liðnum.

Þórdís Kolbrún Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir er fædd árið 1987 og er 27 ára. Hún lauk ML námi í lög­fræði frá Háskól­anum í Reykja­vík árið 2012 og var fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­manna frá vori 2013 og þar til hún var ráðin aðstoð­ar­maður Ólafar Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra rétt fyrir jól. Hún hefur starfað hjá emb­ætti sýslu­manns á Akra­nesi, hjá úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála og hjá Mar­el. Hún var kosn­inga­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi fyrir síð­ustu þing­kosn­ing­ar. Hún hefur verið virk í störfum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, verið for­maður félags ungra sjálf­stæð­is­manna á Akra­nesi og setið í stjórn SUS.

Aðstoð­ar­maður mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra



sigridur hallgrímsdóttirSig­ríður Hall­gríms­dóttir er fædd árið 1971 og er 44 ára. Hún er með MBA-gráðu frá Háskól­anum í Reykja­vík. Áður en hún tók við starfi aðstoð­ar­manns Ill­uga Gunn­ars­sonar var hún ráð­gjafi hjá almanna­tengsla­fyr­ir­tæk­inu KOM. Hún hefur meðal ann­ars starfað sem fram­kvæmda­stjóri hjá Sjá, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri hjá Credit­info Group og hjá Industria. Hún hefur einnig setið í stjórnum nokk­urra fyr­ir­tækja. Hún hefur einnig setið í stjórnum félaga­sam­taka og verið virk í störfum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hún er for­maður Hvat­ar, félags sjálf­stæð­iskvenna í Reykja­vík.

Aðstoð­ar­menn sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra



Helga-Sigurros-adstodarmadur-SIJHelga Sig­ur­rós Val­geirs­dóttir er fædd 1979 og er 35 ára göm­ul. Hún er með BS-gráðu í sjáv­ar­út­vegs­fræðum frá Háskól­anum á Akur­eyri og meistara­gráðu í alþjóða­við­skiptum frá Ger­on­ble Gradu­ate School of Business. Hún starf­aði á Fiski­stofu frá árinu 2004 með hléum, síð­ast sem sviðs­stjóri upp­lýs­inga­sviðs Fiski­stofu, þar til hún var ráðin aðstoð­ar­maður Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar sum­arið 2013. Hún var starfs­maður sátta­nefnd­ar­innar um end­ur­skoðun á lögum um stjórn fisk­veiða, sat í verk­efn­is­stjórn um mótun atvinnu­stefnu fyrir Ísland og hefur tekið þátt í ýmsu sam­starfi í sjáv­ar­út­vegs­málum á alþjóða­vett­vangi.

benedikt sigurðssonBene­dikt Sig­urðs­son er fæddur árið 1964 og er 50 ára gam­all. Hann er með BA-gráðu í sagn­fræði frá Háskóla Íslands. Hann var ráð­inn aðstoð­ar­maður Sig­urðar Inga í ágúst 2013 en var ­fyrir það sviðs­stjóri sam­skipta hjá Act­a­vis á Íslandi. Hann var aðstoð­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar frá 2009 til 2011 og 2006 til 2008 var hann fjöl­miðla­full­trúi hjá Kaup­þingi. Tólf ár þar á undan vann hann sem frétta­mað­ur.

Aðstoð­ar­maður umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra



Ingveldur-passamIng­veldur Sæmunds­dóttir er aðstoð­ar­maður umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra. Hún er fædd árið 1970 og er 44 ára göm­ul. Hún er með BS-­próf frá CBS, við­skipta­há­skól­anum í Kaup­manna­höfn, og diplómu í alþjóð­legri mark­aðs­hag­fræði frá Business Academy Copen­hagen North. Hún hefur líka stundað nám í stjórnun og stefnu­mótun í Háskóla Íslands. Hún starf­aði sem versl­un­ar­stjóri og síðar vöru­stjóri hjá Penn­an­um, og sem vöru­stjóri hjá Hátækni. Hún var svo kosn­inga­stjóri Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík fyrir síð­ustu þing­kosn­ingar og var svo ráðin aðstoð­ar­mað­ur þegar rík­is­stjórnin var mynduð.

Aðstoð­ar­maður utan­rík­is­ráð­herra



sunna gunnars marteinsdóttirSunna Gunn­ars Mart­eins­dóttir er fædd árið 1984 og er 30 ára göm­ul. Hún er með BA-gráðu í almanna­tengslum frá Háskól­anum í West­min­ster, og hefur stundað nám í hag­nýtri menn­ing­ar­miðlun í Háskóla Íslands. Áður en hún varð aðstoð­ar­maður Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra í sept­em­ber 2013 var hún skrif­stofu­stjóri þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins frá árinu 2010, og var aðstoð­ar­maður kosn­inga­stjóra flokks­ins árið 2009.  Hún var líka til skamms tíma aðstoð­ar­maður for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hún hefur gegnt ýmsum félags­störf­um, og setið í nefndum á vegum Fram­sókn­ar­flokks­ins.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None