„Hvar er heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins eiginlega?“

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að langt sé liðið á „fyrri hálfleik“ hjá heilbrigðisráðherra og út úr liði hans streymi „lykilleikmenn sem haldið hafa liðinu á floti“.

Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Hvar er heil­brigð­is­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins eig­in­lega?“ spurði Helga Vala Helga­dóttir þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Hún svar­aði sjálf og sagði: „Það er bók­staf­lega ekk­ert að frétta. Eða jú, það er helst að frétta að það er ekk­ert verið að gera til að bæta það ófremd­ar­á­stand sem ríkt hefur í heil­brigð­is­kerf­inu síð­ast­liðin ár þrátt fyrir heil­brigð­is­starfs­fólk sem sífellt hleypur hraðar og hrað­ar.“

Bráða­hjúkr­un­ar­fræð­ingur á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans, Soffía Stein­gríms­dótt­ir, skrif­aði stöðu­upp­færslu á Face­book í gær­kvöldi sem vakið hefur mikla athygli en þar greinir hún frá ákvörðun sinni að segja upp störfum vegna langvar­andi álags og lélegs aðbún­aðar á deild­inni.

Auglýsing

Helga Vala sagði í ræðu sinni að það sem helst væri að frétta varð­andi heil­brigð­is­mál væri að nú ætl­aði rík­is­stjórnin að einka­væða þjón­ustu við eldra fólk sem dvalið hefur á Víf­ils­stöðum í stað þess að fara í alvöru­heild­ar­upp­bygg­ingu á mjög svo brot­hættu heil­brigð­is­kerfi. Upp­bygg­ingu sem tæki til­lit til eft­ir­spurnar eftir nauð­syn­legri þjón­ustu, dreif­ingu þjón­ustu um land­ið, yfir­sýnar yfir mann­afla, hús­næði og fjár­muni.

„Eða jú, það er helst að frétta að það er búið að segja upp öllum hjúkr­un­ar­fræð­ingum sem sinnt hafa sím­svörun Lækna­vakt­ar­inn­ar, sím­svörun sem hefur í raun verið bjarg­ráð heil­brigð­is­þjón­ustu hring­inn í kringum land­ið, sím­svörun þar sem not­endur heil­brigð­is­þjón­ustu og starfs­fólk hefur getað leitað ráða hjá færum sér­fræð­ingum með margs konar og yfir­grips­mikla þekk­ing­u,“ sagði hún.

Fólkið í stúkunni farið að hvísla sín á milli að kom­inn sé tími á þjálf­ara­skipti

Helga Vala vildi nota lík­inga­mál sem Willum Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra myndi skilja, en hann var á árum áður þjálf­ari í fót­bolta, og benda á að það væri langt liðið á fyrri hálf­leik hjá honum og út úr lið­inu streymdu lyk­il­leik­menn sem haldið hafa lið­inu á floti.

„Fólkið í stúkunni er farið að hvísla sín á milli að kom­inn sé tími á þjálf­ara­skipti, enda þol­in­mæðin lítil eftir slakt gengi á síð­asta kjör­tíma­bili. Það var ekki bara einn starfs­maður sem sagði upp á Land­spít­al­anum í gær, það var lyk­il­starfs­maður á bráða­mót­töku í Foss­vogi sem sagði upp vegna langvar­andi álags og engrar lausnar í sjón­máli. Fleiri lyk­il­starfs­menn hyggja á brott­för af því að fólk fer heim af vakt­inni með nag­andi sam­visku­bit og eft­ir­sjá í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Nei, þaðan er ekk­ert að frétta,“ sagði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent