„Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn? “ Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu sem birtist á Facebook-síðu hans fyrr í dag og linkar inn á þessa frétt hér.
Í færslunni er Bjarni að fjalla um það að bandarísk stjórnvöld hafi ekki boðið Íslendingum á hafráðstefnuna Our Ocean, sem Bandaríkin standa fyrir vegna hvalveiða.
Bjarni er segir að Bandaríkin ættu að líta sér nær frekar en að fordæma Íslendinga fyrir hvalveiðar þeirra. „Það er til fyrirmyndar af utanríkisráðuneytinu að beita sér fyrir umræðu um málefni hafsins, t.a.m. um sjálfbærni veiða, en ekkert land stendur Íslandi framar í þeim málaflokki.
Hafi hvalveiðar haft áhrif á aðkomu Íslands að ráðstefnunni væri ráð fyrir Bandaríkjamenn að læra af íslenskri reynslu og ekki síður að líta sér nær. Af mörgu mætti hér nefna að nýlega hafa áform þeirra um neðansjávarsprengingar í tilraunaskyni verið harðlega gagnrýndar m.a. vegna alvarlegra áhrifa á hvali og önnur sjávarspendýr (sjá t.d.http://www.wildcalifornia.org/wp-content/uploads/2014/04/NWTT-DEIS-comments.pdf).
Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn? http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/04/30/aftakan_mistokst_en_fanginn_lest/.“