Lögreglan með starfsmann grunaðan í lekamálinu

hannabirna.jpg
Auglýsing

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur rök­studdan grun um að starfs­maður inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hafi lekið minn­is­blaði um nafn­greinda hæl­is­leit­endur í nóv­em­ber í fyrra. Frétta­stjóri mbl.is þarf hins vegar ekki að skýra frá því hver það var sem lak umræddu minn­is­blaði til mið­ils­ins. Þetta kemur fram í dómi Hæsta­réttar sem felldur var síð­ast­lið­inn mánu­dag.

Málið sem rekið var fyrir Hæsta­rétti snérist um að lög­reglan vildi að Sunna Ósk Loga­dótt­ir, frétta­stjóri mbl.is, myndi upp­lýsa um hver það var sem kom umræddu minn­is­blaði til mið­ils­ins, en hann er annar tveggja fjöl­miðla sem birti fréttir úr því. Hinn var Frétta­blað­ið. Sunna Ósk neit­aði að upp­lýsa um heim­ild­ar­mann­inn og því fór málið fyrir dóm­stóla.

Réttur fjöl­miðla til verndun heim­ild­ar­manna var­innÍ dómnum segir að lög­reglan hafi rök­studdan grun um að starfs­maður inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hafi látið tveimur fjöl­miðlum í té óform­legt minn­is­blað með per­sónu­upp­lýs­ingum um þrjá nafn­greinda ein­stak­linga og því brotið gegn almennum hegn­ing­ar­lög­um. Síðan segir orð­rétt:

„ Annar þess­ara fjöl­miðla er net­mið­ill­inn mbl.is þar sem varn­ar­að­ili starfar sem frétta­stjóri. Krefst lög­regla þess að hún skýri frá því fyrir dómi hver hafi ritað frétt, sem birt var á mbl.is og byggði á minn­is­blaði inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is, um mál eins þeirra sem þar var nefndur og sótt hafði um hæli sem flótta­maður hér á landi, en mál hans var þá til með­ferðar hjá ráðu­neyt­inu. Enn­fremur með hvaða hætti net­mið­ill­inn hafi kom­ist yfir minn­is­blaðið og frá hverjum það hafi borist. Varn­ar­að­ili hefur neitað að svara þessum spurn­ingum og borið fyrir sig a. lið 2. mgr. 119. gr. laga nr. 88/2008, þar sem kveðið er á um að vitni sé óheim­ilt án leyfis þess sem í hlut á að svara spurn­ingum um hver sé höf­undur eða heim­ild­ar­maður að grein eða frá­sögn sem hefur birst án þess að hann væri nafn­greind­ur, ef vitnið ber ábyrgð að lögum á efni sem birt­ist opin­ber­lega eða það hefur öðl­ast vit­neskju um höf­und eða heim­ild­ar­mann í starfi hjá ábyrgð­ar­mann­i“.

Auglýsing

Í nið­ur­stöðu Hæsta­réttar segir að for­senda þess að fjöl­miðlar geti rækt hlut­verk sitt er að þeir geti aflað upp­lýs­inga um mál sem hafa þýð­ingu fyrir almenn­ing og miðlað þeim án afskipta ann­ara. „Einn þáttur í þessu sjálf­stæði fjöl­miðla er að þeir geti tekið við slíkum upp­lýs­ingum í trún­aði án þess að þurfa að gera grein fyrir hvaðan eða frá hverjum þær stafi. Frá þeirri meg­in­reglu verður því aðeins vikið að í húfi séu mjög veiga­miklir almanna­hags­munir sem vega aug­ljós­lega þyngra en hags­munir fjöl­miðla af því að halda trún­aði við heim­ild­ar­menn sína.“  Hæsti­réttur telur þá almanna­hags­muni ekki vera undir í þessu máli.

Dóm­stól­inn telur málið samt sem áður mjög alvar­legt. „Það að koma slíkum upp­lýs­ingum [minni­blað­inu] á fram­færi við fjöl­miðla gerir ætlað brot á þagn­ar­skyldu enn alvar­legra. Ef brotið hefur verið framið í ávinn­ings­skyni getur það varðað allt að þriggja ára fang­elsi, sbr. síð­ari máls­lið 1. mgr. 136. gr. almennra hegn­ing­ar­laga, en í athuga­semdum með ákvæð­inu kemur fram að hinn órétt­mæti ávinn­ingur þurfi ekki að vera fjár­hags­legs eðl­is“.

Rann­sök­uðu tölvur og far­síma hinna grun­uðuMeð dómi Hæsta­réttar fylgir einnig úrskurður hér­aðs­dóms í sama máli. Þar kemur skýrt fram af hverju lög­reglan telur sig hafa rök­studdan grun um að ákveð­inn starfs­maður inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hafi lekið minn­is­blað­inu. Alls höfðu átta ein­stak­lingar vit­neskju um til­urð minn­is­blaðs­ins: skrif­stofu­stjóri, þrír lög­fræð­ingar ráðu­neyt­is­ins, ráðu­neyt­is­stjóri, Hanna Birna Krist­jáns­dóttir inn­an­rík­is­ráð­herra og tveir póli­tískir aðstoð­ar­menn henn­ar. Í hér­aðs­dómnum segir að lög­reglan hafi falað upp­lýs­inga um far­síma­notkun starfs­mann­anna og rann­sakað tvær far­tölvur auk allra inn- og úthring­inga úr borðsímum ráðu­neyt­is­ins eftir klukkan 17 þann 13. nóv­em­ber, dag­inn sem minn­is­blaðið lak. Nöfn þeirra starfs­manna sem eiga í hlut hafa verið tekin út úr dómnum en þar segir að „ Sam­kvæmt grein­ar­gerð sókn­ar­að­ila voru helstu nið­ur­stöður þess­ara aðgerða lög­reglu þær að B hafi átti rúm­lega tveggja mín­útna símtal við [...] Vís­is, [...], 19. nóv­em­ber 2013 kl. 18:40, og þrjú styttri sím­töl við hann síðar sama kvöld. Þá hafi B einnig átt rúm­lega tveggja mín­útna sím­tal 20. nóv­em­ber kl. 9:46 við [...] Morg­un­blaðs­ins, [...], en eins og áður segi hafi mbl.is birt kl. 10:55 frétt á vef sínum þar sem fram komi að vef­mið­il­inn hafi undir höndum óform­legt minn­is­blað inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Í kjöl­far þess­ara upp­lýs­inga hafi lög­regla tekið skýrslu af [...] Vísis og [...] Morg­un­blaðs­ins sem báðir hafi borið m.a. fyrir sig a-lið 2. mgr. 119. gr. laga nr. 88/2008.

Í grein­ar­gerð sókn­ar­að­ila er enn fremur gerð grein fyrir nið­ur­stöðu rann­sóknar á per­sónu­legri tölvu B. Þar hafi komið í ljós að [...] hafi vistað umrætt minn­is­blað í tölvu sinni og opnað það tví­vegis 19. nóv­em­ber kl. 18:46 og 22:20. Þá hafi mátt sjá að þegar skjal­inu hafi verið lokað hafi tölvan spurt „Do you want to sa­ve changes youma­de to [A]“. Hafi B ver­ið [...] að nýju 10. maí sl., en sókn­ar­að­ili kveð­ur­  [...]  hafa í fyrri yfir­heyrslu sagt mjög ákveðið að [...] hafi bara opnað umræddan tölvu­póst og ekk­ert átt neitt frekar við skjalið og eytt því. Fram kemur í grein­ar­gerð sókn­ar­að­ila að B hafi gefið litlar skýr­ingar á þessu mis­ræmi. Þá hafi B ekki getað útskýrt hvers vegna þær tíma­setn­ing­ar, sem  [...]  hafi verið að vinna með skjal­ið, væru mjög í námunda við tíma­setn­ingar á síma­sam­skiptum hans við [...]  ­Vísis (18:40 og 22:43). Í sömu yfir­heyrslu hafi lög­regla fengið heim­ild til þess að skoða tölvu­pósta B á umræddu tíma­bili en ekk­ert mark­tækt hafi verið að sjá þar sem tengd­ist mál­inu. Hins vegar hafi mátt sjá í tölvu B ummerki um að B hafi gert leit að umræddu skjali í tölv­unni. Aðspurður hvers vegna B hafi þurft að leita sér­stak­lega að skjal­inu, þar sem það hafi verið vistað á skjá­borði tölv­unnar (desktop), hafi [...]svarað að B hafi verið jafn­ [...] og allir aðrir yfir þessu máli og viljað sjá hvort eitt­hvað væri inni í tölvu sinni sem ekki ætti að vera þar. Þá getur sókn­ar­að­ili þess að skjalið hafi ekki verið í tölvu B, enda hafi [...] ­skýrt frá því að hann hefði eytt því.

Í grein­ar­gerð sókn­ar­að­ila kemur fram að í ljósi alls þessa hafi hún rök­studdan grun um að starfs­maður inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hafi látið fjöl­miðla hafa hið óform­lega minn­is­blað og þar með brotið gegn þagn­ar­skyldu­á­kvæði 18. gr. laga um rétt­indi og skyldur rík­is­starfs­manna nr. 70/1996 og 136. gr. almennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/1940. Það sé enn fremur mat lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að lög­regla hafi í rann­sókn sinni leitað allra þeirra leiða sem færar séu til þess að upp­lýsa mál þetta."

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None