Lögreglan með starfsmann grunaðan í lekamálinu

hannabirna.jpg
Auglýsing

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur rök­studdan grun um að starfs­maður inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hafi lekið minn­is­blaði um nafn­greinda hæl­is­leit­endur í nóv­em­ber í fyrra. Frétta­stjóri mbl.is þarf hins vegar ekki að skýra frá því hver það var sem lak umræddu minn­is­blaði til mið­ils­ins. Þetta kemur fram í dómi Hæsta­réttar sem felldur var síð­ast­lið­inn mánu­dag.

Málið sem rekið var fyrir Hæsta­rétti snérist um að lög­reglan vildi að Sunna Ósk Loga­dótt­ir, frétta­stjóri mbl.is, myndi upp­lýsa um hver það var sem kom umræddu minn­is­blaði til mið­ils­ins, en hann er annar tveggja fjöl­miðla sem birti fréttir úr því. Hinn var Frétta­blað­ið. Sunna Ósk neit­aði að upp­lýsa um heim­ild­ar­mann­inn og því fór málið fyrir dóm­stóla.

Réttur fjöl­miðla til verndun heim­ild­ar­manna var­innÍ dómnum segir að lög­reglan hafi rök­studdan grun um að starfs­maður inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hafi látið tveimur fjöl­miðlum í té óform­legt minn­is­blað með per­sónu­upp­lýs­ingum um þrjá nafn­greinda ein­stak­linga og því brotið gegn almennum hegn­ing­ar­lög­um. Síðan segir orð­rétt:

„ Annar þess­ara fjöl­miðla er net­mið­ill­inn mbl.is þar sem varn­ar­að­ili starfar sem frétta­stjóri. Krefst lög­regla þess að hún skýri frá því fyrir dómi hver hafi ritað frétt, sem birt var á mbl.is og byggði á minn­is­blaði inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is, um mál eins þeirra sem þar var nefndur og sótt hafði um hæli sem flótta­maður hér á landi, en mál hans var þá til með­ferðar hjá ráðu­neyt­inu. Enn­fremur með hvaða hætti net­mið­ill­inn hafi kom­ist yfir minn­is­blaðið og frá hverjum það hafi borist. Varn­ar­að­ili hefur neitað að svara þessum spurn­ingum og borið fyrir sig a. lið 2. mgr. 119. gr. laga nr. 88/2008, þar sem kveðið er á um að vitni sé óheim­ilt án leyfis þess sem í hlut á að svara spurn­ingum um hver sé höf­undur eða heim­ild­ar­maður að grein eða frá­sögn sem hefur birst án þess að hann væri nafn­greind­ur, ef vitnið ber ábyrgð að lögum á efni sem birt­ist opin­ber­lega eða það hefur öðl­ast vit­neskju um höf­und eða heim­ild­ar­mann í starfi hjá ábyrgð­ar­mann­i“.

Auglýsing

Í nið­ur­stöðu Hæsta­réttar segir að for­senda þess að fjöl­miðlar geti rækt hlut­verk sitt er að þeir geti aflað upp­lýs­inga um mál sem hafa þýð­ingu fyrir almenn­ing og miðlað þeim án afskipta ann­ara. „Einn þáttur í þessu sjálf­stæði fjöl­miðla er að þeir geti tekið við slíkum upp­lýs­ingum í trún­aði án þess að þurfa að gera grein fyrir hvaðan eða frá hverjum þær stafi. Frá þeirri meg­in­reglu verður því aðeins vikið að í húfi séu mjög veiga­miklir almanna­hags­munir sem vega aug­ljós­lega þyngra en hags­munir fjöl­miðla af því að halda trún­aði við heim­ild­ar­menn sína.“  Hæsti­réttur telur þá almanna­hags­muni ekki vera undir í þessu máli.

Dóm­stól­inn telur málið samt sem áður mjög alvar­legt. „Það að koma slíkum upp­lýs­ingum [minni­blað­inu] á fram­færi við fjöl­miðla gerir ætlað brot á þagn­ar­skyldu enn alvar­legra. Ef brotið hefur verið framið í ávinn­ings­skyni getur það varðað allt að þriggja ára fang­elsi, sbr. síð­ari máls­lið 1. mgr. 136. gr. almennra hegn­ing­ar­laga, en í athuga­semdum með ákvæð­inu kemur fram að hinn órétt­mæti ávinn­ingur þurfi ekki að vera fjár­hags­legs eðl­is“.

Rann­sök­uðu tölvur og far­síma hinna grun­uðuMeð dómi Hæsta­réttar fylgir einnig úrskurður hér­aðs­dóms í sama máli. Þar kemur skýrt fram af hverju lög­reglan telur sig hafa rök­studdan grun um að ákveð­inn starfs­maður inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hafi lekið minn­is­blað­inu. Alls höfðu átta ein­stak­lingar vit­neskju um til­urð minn­is­blaðs­ins: skrif­stofu­stjóri, þrír lög­fræð­ingar ráðu­neyt­is­ins, ráðu­neyt­is­stjóri, Hanna Birna Krist­jáns­dóttir inn­an­rík­is­ráð­herra og tveir póli­tískir aðstoð­ar­menn henn­ar. Í hér­aðs­dómnum segir að lög­reglan hafi falað upp­lýs­inga um far­síma­notkun starfs­mann­anna og rann­sakað tvær far­tölvur auk allra inn- og úthring­inga úr borðsímum ráðu­neyt­is­ins eftir klukkan 17 þann 13. nóv­em­ber, dag­inn sem minn­is­blaðið lak. Nöfn þeirra starfs­manna sem eiga í hlut hafa verið tekin út úr dómnum en þar segir að „ Sam­kvæmt grein­ar­gerð sókn­ar­að­ila voru helstu nið­ur­stöður þess­ara aðgerða lög­reglu þær að B hafi átti rúm­lega tveggja mín­útna símtal við [...] Vís­is, [...], 19. nóv­em­ber 2013 kl. 18:40, og þrjú styttri sím­töl við hann síðar sama kvöld. Þá hafi B einnig átt rúm­lega tveggja mín­útna sím­tal 20. nóv­em­ber kl. 9:46 við [...] Morg­un­blaðs­ins, [...], en eins og áður segi hafi mbl.is birt kl. 10:55 frétt á vef sínum þar sem fram komi að vef­mið­il­inn hafi undir höndum óform­legt minn­is­blað inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Í kjöl­far þess­ara upp­lýs­inga hafi lög­regla tekið skýrslu af [...] Vísis og [...] Morg­un­blaðs­ins sem báðir hafi borið m.a. fyrir sig a-lið 2. mgr. 119. gr. laga nr. 88/2008.

Í grein­ar­gerð sókn­ar­að­ila er enn fremur gerð grein fyrir nið­ur­stöðu rann­sóknar á per­sónu­legri tölvu B. Þar hafi komið í ljós að [...] hafi vistað umrætt minn­is­blað í tölvu sinni og opnað það tví­vegis 19. nóv­em­ber kl. 18:46 og 22:20. Þá hafi mátt sjá að þegar skjal­inu hafi verið lokað hafi tölvan spurt „Do you want to sa­ve changes youma­de to [A]“. Hafi B ver­ið [...] að nýju 10. maí sl., en sókn­ar­að­ili kveð­ur­  [...]  hafa í fyrri yfir­heyrslu sagt mjög ákveðið að [...] hafi bara opnað umræddan tölvu­póst og ekk­ert átt neitt frekar við skjalið og eytt því. Fram kemur í grein­ar­gerð sókn­ar­að­ila að B hafi gefið litlar skýr­ingar á þessu mis­ræmi. Þá hafi B ekki getað útskýrt hvers vegna þær tíma­setn­ing­ar, sem  [...]  hafi verið að vinna með skjal­ið, væru mjög í námunda við tíma­setn­ingar á síma­sam­skiptum hans við [...]  ­Vísis (18:40 og 22:43). Í sömu yfir­heyrslu hafi lög­regla fengið heim­ild til þess að skoða tölvu­pósta B á umræddu tíma­bili en ekk­ert mark­tækt hafi verið að sjá þar sem tengd­ist mál­inu. Hins vegar hafi mátt sjá í tölvu B ummerki um að B hafi gert leit að umræddu skjali í tölv­unni. Aðspurður hvers vegna B hafi þurft að leita sér­stak­lega að skjal­inu, þar sem það hafi verið vistað á skjá­borði tölv­unnar (desktop), hafi [...]svarað að B hafi verið jafn­ [...] og allir aðrir yfir þessu máli og viljað sjá hvort eitt­hvað væri inni í tölvu sinni sem ekki ætti að vera þar. Þá getur sókn­ar­að­ili þess að skjalið hafi ekki verið í tölvu B, enda hafi [...] ­skýrt frá því að hann hefði eytt því.

Í grein­ar­gerð sókn­ar­að­ila kemur fram að í ljósi alls þessa hafi hún rök­studdan grun um að starfs­maður inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hafi látið fjöl­miðla hafa hið óform­lega minn­is­blað og þar með brotið gegn þagn­ar­skyldu­á­kvæði 18. gr. laga um rétt­indi og skyldur rík­is­starfs­manna nr. 70/1996 og 136. gr. almennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/1940. Það sé enn fremur mat lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að lög­regla hafi í rann­sókn sinni leitað allra þeirra leiða sem færar séu til þess að upp­lýsa mál þetta."

 

 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None