Hverjum er húsnæðisklúður að kenna?

10191443684_b9a99b5758_z.jpg
Auglýsing

Í gær kom í ljós að tvö seinni hús­næð­is­frum­vörp Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, klár­ast ekki fyrir páska. Þau fara því ekki inn í rík­is­stjórn fyrr en eftir páska, sem þýðir að fari þau inn í þingið þá verður það með afbrigð­um, þar sem frest­ur­inn til að leggja fram frum­vörp rann út á mið­nætti.

Eins og rætt var í pæl­ingu gær­dags­ins hefur þess­ara frum­varpa verið beðið með tals­verðri eft­ir­vænt­ingu. Það stafar ekki síst af því að það er langt síðan komu þeirra var lof­að. Unnið hefur verið að þeim í allan vetur í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu, en á end­anum urðu þau í hópi fjölda­margra ann­arra til­lagna stjórn­valda sem ekki komu fram fyrir frest Alþing­is.

Nú ber­ast fréttir af því að sjálf­stæð­is­mönnum þyki frum­vörpin of kostn­að­ar­söm. Eygló við­ur­kenndi í gær að um veru­legar fjár­hæðir væri að ræða, fleiri millj­arða.

Auglýsing

Og þá hlýtur spurn­ingin að vakna: hvers vegna í ósköp­unum er þetta fyrst að koma í ljós núna? Af hverju var ekki orðið löngu ljóst, að minnsta kosti í grófum drátt­um, hver kostn­að­ur­inn yrði? Hverju og hverjum er um að kenna að málið er í svona klúð­urs­legum far­vegi? Er þarna komið enn eitt dæmið um sam­bandsörð­ug­leika milli stjórn­ar­flokk­anna?

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None