Hvernig ætlar QuizUp að græða peninga?

quizup.jpg
Auglýsing

Í nokkra daga í nóv­em­ber á síð­asta ári pípti sím­inn minn stans­laust. Face­book-vinir mín­ir, einn af öðrum, hlóðu niður QuizUp, spurn­inga­leik Plain Vanilla, rétt eins og ég hafði sjálfur gert, og sím­inn lét mig vita í hvert ­ein­asta sinn sem ein­hver sótti leik­inn. Pípið ein­skorð­að­ist ekki við Ísland. Eins og frægt er varð QuizUp gríð­ar­lega vin­sæll og sló met í App Stor­e-versl­un­inni.

Ný­verið hélt Þor­steinn B. Frið­riks­son, stofn­andi og for­stjóri Plain Vanilla, erindi á haust­ráð­stefnu Advania, þar sem hann fór meðal ann­ars yfir sögu félags­ins og þann lær­dóm sem hann hefur dregið af ferl­inu öllu. Yfir­ferð Þor­steins er áhuga­verð fyrir margra hluta sakir og má sjá í heild sinni hér.

Meðal ann­ars nefnir hann stutt­lega þær áætl­anir um að færa leik­inn, eða umhverfi hans, nær því að verða sam­fé­lags­mið­ill. Hann tekur þó fram að á þessu stigi gæti hann fátt sagt opin­ber­lega um fyr­ir­ætl­anir Plain Vanilla.

Margt hefur breyst hjá Plain Vanilla á því tæpa ári sem liðið er frá útgáfu leiks­ins. Starfs­fólki hefur fjölgað úr 12 í nærri 80, um 26 millj­ónir manns hafa sótt QuizUp og fyr­ir­tækið er fjár­hags­lega í stakk búið undir verk­efnið sem bíð­ur; Að festa QuizUp í sessi meðal not­enda og finna út hvernig má hafa ­tekjur af leikn­um, þannig að rekstur Plain Vanilla standi undir sér. Hér er ætl­unin að reifa þessa stöðu fyr­ir­tæk­is­ins, séð utan frá.

Auglýsing

Margir sótt en færri not­endur



Stefna Plain Vanilla var í upp­hafi ein­föld og þekkt meðal nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja í sömu spor­um, að fjölga not­endum eins ört og mikið og mögu­legt er. Aðrir þætt­ir, eins og tekju­streymi, var séð sem fram­tíð­ar­mús­ík. Strax við útgáfu leiks­ins sagði Þor­steinn að nokkrir mögu­leikar væru í stöð­unni til að sækja tekjur síðar meir, en sló strax út af borð­inu þá leið að selja aug­lýs­inga­borða í leik­inn. Má segja að það sé þrennt sem talað hefur verið um, og að hluta eða að öllu leyti verið hrint í fram­kvæmd; Að þýða leik­inn á fleiri tungu­mál en ensku, að fá styrkt­ar­að­ila á bak­við ein­staka spurn­inga­flokka og nú að gera leik­inn að sam­fé­lags­miðli eða ein­hvers konar sam­fé­lags­neti.

1626115151-1

Ef litið er til skráðra not­enda blasa vin­sæld­irnar við. Um 26 millj­ónir manna hafa sótt leik­inn. Í júní síð­ast­liðn­um, þegar sama tala var 22 millj­ón­ir, upp­lýsti Plain Vanilla að með­al­tals­notkun hvers not­anda hafi verið um 30 mín­útur dag hvern og að fjöldi spil­aðra spurn­inga­ein­víga hafi verið 6 millj­ónir á hverjum degi. Töl­fræðin fyllti vafa­laust margan snjall­síma­tölvu­leikja­fram­leið­and­ann öfund, ekki síst á ­tímum þar sem snjall­síma­tölvu­leikja­spil­arar eru þekktir fyrir að færa sig úr einum leik í annan á áður óþekktum hraða.

Ljóst er þó að með­byr QuizUp er í dag ekki jafn mik­ill og hann var í upp­hafi. Ef ég lít á þann hóp sem ég teng­ist í QuizUp (í gegnum Face­book), og færi þá hegðun yfir á heild­ina, þá má álykta að fæstir skráðra not­enda opni leik­inn leng­ur. Með öðrum orðum þá virð­ast fáir verða hel­teknir af leikn­um. QuizUp þarfn­ast sinna Vig­dísa, alveg eins og CandyCrush, og von­andi eru þær nógu margar af þeim 26 millj­ónum sem hafa skráð sig. Það er erfitt að átta sig á „raun­veru­legri“ notkun í dag, en hún er ekki nálægt 26 millj­ónum manns.

Þýða á önnur tungu­mál



Í kjöl­far vin­sælda í Banda­ríkj­unum og víðar var ákveðið að þýða QuizUp á fleiri tungu­mál, meðal ann­ars þýsku, spænsku og portú­gölsku. Það var ein leið Plain Vanilla til að við­halda fjölgun not­enda. Í dag stendur félagið frammi fyrir því að breyta um kúrs og halda í not­endur frekar en að fjölga þeim. Vafa­laust er hægt að þýða leik­inn á fjöl­mörg tungu­mál, enda félagið gríð­ar­lega vel fjár­magnað eftir síð­asta hluta­fjár­út­boð í des­em­ber síð­ast­liðn­um, þar sem 22 millj­ónum doll­ara var safnað af fjár­fest­um, eða um 2.600 millj­ónum króna. En meðan tekju­streymið er ekki aug­ljóst þá er erfitt að sjá hvernig það borgar sig, auk þess sem færa má rök fyrir því að ensku­mæl­andi mark­aður sé nægi­lega stór, og gott bet­ur.

Sú fram­tíð­ar­sýn stjórn­enda að leik­ur­inn verði teng­ing inn í sam­fé­lags­miðil er ekki gal­in. Leik­ur­inn er eitt stórt safn ýmiss konar braut­ar­palla (það eru spurn­inga­flokk­arn­ir) sem tengja saman fólk með sömu áhuga­mál. Á móti má benda á að það gera spjall­borð á net­inu líka (e. for­um), sem finna má auð­veld­lega með Google eða öðrum leið­um, þess utan að Face­book býður upp á svip­aða þjón­ustu, það er ótelj­andi hópa um afmark­aða hluti, bæði opna og lok­aða. Sam­keppnin er mik­il, væg­ast sagt.

Samið við fyr­ir­tæki – á þeirra for­sendum



Áætl­anir um sam­fé­lags­miðla­teng­ingu svara ekki þeirri spurn­ing­unni hvernig Plain Vanilla ætlar að afla tekna af vör­unni sinni. QuizUp glímir við þessar stóru spurn­ingar í dag því leik­ur­inn fór á markað án þess að spurn­ing­unni væri svar­að, fyrir utan þá stað­reynd að leik­ur­inn gerir ekki sér­stak­lega út á að not­endur versli inn í leiknum (e. in-app purchases), þá eru mögu­leikar til þess í dag fáir og nærri ósýni­legir not­end­um.

Helsta boð­aða tekju­leiðin hefur verið sú að fá fyr­ir­tæki eða stofn­anir til þess að styrkja ákveðna spurn­inga­flokka (e. sponsor). Það hafa t.d. Google og Coca Cola gert. Leiðin er gam­al­kunn í her­búðum Plain Vanilla, sem byrj­aði á því að gefa út sér­stakt spurn­inga­leikja­app í tengslum við Twilight-vam­p­íru­mynd­irn­ar.

Þessi leið til tekju­öfl­unar er aug­ljós­lega tíma­frek­ari og flókn­ari en að ein­fald­lega setja aug­lýs­inga­borða í leik­inn. Hversu góð hún raun­veru­lega er veltur alfarið á fyr­ir­­tækj­un­um, hvort þau séu til­bú­inn að taka þátt og sjái hag sinn í að styrkja efni. Í ein­faldri spurn­ingu þá má setja dæmið upp svona: Hvað kostar að eiga í samn­inga­við­ræðum við tíu fyr­ir­tæki um að ger­ast bak­hjarlar efn­is, ef aðeins eitt þeirra gengur til samn­inga að lok­um? Þessi tekju­leið getur verið brot­hætt.

„Þróastu ellegar deyðu“



Þær rúmu 2.500 millj­ónir sem runnu til rekst­urs­ins um síð­ustu ára­mót, í vel heppn­uðu hluta­fjár­út­boði, geta lengi dugað sem rekstr­ar­fé. En eins og hjá sam­bæri­legum fyr­ir­tækjum er stefnan að sækja fram, enda það eina í stöð­unni á mark­aði snjall­símafor­rita og tölvu­leikja. „Þróastu ellegar deyðu“ er lög­mál­ið. Fjár­hags­leg staða félags­ins til að sækja fram er góð, en stjórn­endur keppa engu að síður við tím­ann. Plain Vanilla veit hvernig á að fjölga not­end­um. Núna þarf það að finna út hvernig hægt er að halda sem flestum í helj­ar­greipum þeirrar snilldar sem tölvu­leikir geta ver­ið.

Í raun ætti Plain Vanilla að vera alveg sama hvort ­not­end­urnir séu orðnir 26 millj­ónir eða 106 millj­ón­ir. Hlut­fall þeirra sem opnar leik­inn aftur og aftur er tekju­lind­in. Virk­ustu ­not­end­urnir munu borga, en það þarf að gera þeim það kleift. Sam­fé­lags­mið­ill getur togað í fjöld­ann allan af hlið­hollum not­end­um, en upp­bygg­ingin verður erf­ið, ekki síst vegna þess að upp­haf­leg hugsun að baki QuizUp var spurn­inga­­leik­ur, ekki sam­fé­lags­mið­ill. Ef QuizUp nær ekki að halda í not­endur né hafa af þeim tekj­ur, þá gæti QuizUp verið best borgið sem hluta af ann­arri, viða­meiri vöru.

_MG_3439

Gefa ekki upp hversu margir eru virkir not­endur



Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á Þor­stein B. Frið­riks­son, for­stjóra og stofn­anda Plain Vanilla, og spurð­ist fyrir um hversu margir af þeim 26 millj­ónum manna sem sótt hafa QuizUp-appið spili leik­inn dag­lega, viku­lega eða mán­að­ar­lega.

Í svari Þor­steins kemur fram að Plain Vanilla hafi ekki gefið út opin­berar tölur um dag­lega eða mán­að­ar­lega not­end­ur. Hann sagði fyr­ir­tækið hafa stækkað mikið und­an­farna mán­uði og starfs­menn í starfs­stöð þess á Lauga­vegi 77 séu nú tæp­lega 80. Fyr­ir­huguð sé mjög stór upp­færsla á QuizUp sem verði hleypt í loftið síðar á þessu ári og sú upp­færsla sé helsta ástæða þeirrar stækk­unar sem fyr­ir­tækið hefur gengið í gegnum und­an­far­ið.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None