Landsbankinn hefur tekið yfir Sparisjóð Vestmannaeyja. Það gerðist formlega í gær. Í fréttum, meðal annars fréttum RÚV, kom fram að töluvert hefði verið um það að undanförnu að fólk sem hefði verið með fé hjá sjóðnum hefði tekið það úr honum. Það leiddi til þess að sjóðurinn komst í vandræði.
FME brást hratt við, þegar þessi staða var komin upp. Spurningin er, hvort öll kurl séu komin til grafar í þessu máli, en Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum lét hafa eftir sér að hann væri ekki sáttur við vinnubrögð Fjármálaeftirlitsins í málinu.
Hvers vegna fór fólk í stórum stíl að taka fé sitt frá sjóðnum? Hvað leiddi til vantraustsins? Það þarf að fá svör fram við þessu...
Auglýsing