Íbúðalánasjóður fækkar framkvæmdastjórum og sviðum

10191443684_b9a99b5758_z.jpg
Auglýsing

Íbúða­lána­sjóður kynnti í dag nýtt skipu­lag, þar sem fram­kvæmda­stjórum fyr­ir­tæk­is­ins er fækkað úr sex í fjóra og starf­semi sjóðs­ins er flokkuð í fjögur svið: við­skipta­svið, útlána­svið, fjár­mála­svið og rekstr­ar­svið. Þetta er gert í kjöl­far þess að vinnu við úrlausn skulda­mála í kjöl­far hruns­ins er að mestu lok­ið. Her­mann Jón­as­son, for­stjóri Íbúða­lána­sjóðs, segir því eðli­legt að aðlaga starf­sem­ina að breyttum aðstæð­um.

Nýja skipu­lagið er liður í stefnu­mót­un­ar­vinnu stjórnar ÍLS í fram­haldi af skilum á skýrslu verk­efna­stjórnar um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála.

Að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá sjóðnum hefur hann náð fram tölu­verðri rekstr­ar­hag­ræð­ingu á síð­ustu tveimur árum en áfram­hald­andi hag­ræð­ing og ein­földun starf­sem­innar verða áfram mark­mið. Nú á að „að­laga rekst­ur­inn frekar að kjarna­starf­semi sjóðs­ins sem er að veita þjón­ustu í almanna­þágu með hús­næð­is­lán­veit­ingum til almenn­ings um allt land.“ Sam­hliða þessu ætlar sjóð­ur­inn að halda áfram að selja eignir og draga úr þeim hluta starf­sem­innar sem tengd­ist úrlausn skulda­mála, enda sé þeirri vinnu að mestu lok­ið.

Auglýsing

Afkoman nei­kvæð um 808 millj­ónir á fyrri helm­ingi árs­insAf­koma Íbúða­lána­sjóðs var nei­kvæð um 808 millj­ónir króna á fyrri helm­ingi árs­ins, sam­an­borið við 1.308 millj­óna tap árið á und­an. Þrátt fyrir tap­ið, var nið­ur­staðan betri en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir.

Eig­in­fjár­hlut­fall sjóðs­ins hækk­aði í 4,8 pró­sent en var 4,5 pró­sent í upp­hafi árs. Hlut­fallið er reiknað með sama hætti og eig­in­fjár­hlut­fall fjár­mála­fyr­ir­tækja. Lang­tíma­mark­mið sjóðs­ins er að hlut­fallið sé yfir fimm pró­sent. Eigið fé Íbúða­lána­sjóðs í lok tíma­bils­ins er 17.279 millj­ónir króna en var 18.087 millj­ónir króna í árs­lok 2014.

Vaxta­tekjur námu ­sam­tals rúm­lega þrjá­tíu millj­örðum krón­um ­sam­an­borið við vaxta­tekjur upp á 27,5 millj­arða á sama tíma í fyrra. ­Rekstr­ar­kostn­aður var 958 millj­ónir króna og lækk­aði um fimmtán pró­sent eða 170 millj­ónir króna sam­an­borið við sama tíma­bil árið 2014. Stöðu­gildum fækk­aði um níu pró­sent á fyrri hluta árs­ins 2015 og voru 100 sam­an­borið við 109 á sama tíma­bili árið 2014.

Sjóð­ur­inn skil­aði hagn­aði upp á 3,2 millj­arða króna á síð­asta ári og er það í fyrsta sinn sem hann skilar slíkum frá árinu 2008. Í milli­tíð­inni hefur sjóð­ur­inn tapað tæpum 58 millj­örðum króna og rík­is­sjóður hefur þurft að leggja honum til 53,5 millj­arða króna frá árinu 2009 til að halda sjóðnum gang­andi.

Þorri þess hagn­aðar sem Íbúða­lána­sjóður sýnir fyrir árið 2014 er komin til vegna breyt­inga á virð­is­rýrnun útlána sjóðs­ins. Þ.e.  inn­heimt­an­leiki lána hefur auk­ist um 2,5 millj­arða króna. Þá skiptir hlut­deild sjóðs­ins í hagn­aði dótt­ur­fé­lags­ins Kletts, sem er leigu­fé­lag utan um hluta þeirra íbúða sem Íbúða­lána­sjóður hefur leyst til sín, líka tölu­verðu máli.

Árs­reikn­ingur sjóðs­ins sýnir að útlán hans hafi lækkað um 40,4 millj­arða króna á síð­asta ári. Hann er samt sem áður enn langstærsti íbúða­lán­veit­andi á Íslandi með 43 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. Hún hefur hins vegar minnkað hratt á und­an­förnum árum. Hún var talin vera á bil­inu 55 til 60 pró­sent árið 2011. Ný útlán sjóðs­ins voru líka mjög lág. Alls námu þau 6,6 millj­örðum króna á síð­asta ári og sam­kvæmt mán­að­ar­skýrslum sjóðs­ins var umfang lána til ein­stak­linga, venju­bundin hús­næð­is­lán, um 4,7 millj­arðar króna. Til sam­an­burðar juk­ust íbúða­lán Lands­bank­ans um 39 millj­arða króna á síð­asta ári, um nán­ast sömu krónu­tölu og heild­ar­út­lán íbúða­lána­sjóðs dróg­ust sam­an.

Óvissa um fram­tíð­ar­hlut­verkVaxta­munur Íbúða­lána­sjóðs er ekki mik­ill, ein­ungis 0,28 pró­sent. Hann dugar ekki fyrir virð­is­rýrnun sam­bæri­legri þeirra sem efna­hags­hrunið fól í sér og vegna þess­arra aðstæðna þarfn­ast sjóð­ur­inn þess að eig­and­inn, skatt­greið­endur á Íslandi, styðji við bakið á hon­um.

Það ríkir hins vegar gríð­ar­leg óvissa um hvert fram­tíð­ar­hlut­verk Íbúða­lána­sjóðs sé. Í skýrslu stjórnar sem fylgdi árs­skýrsl­unni segir að þetta óvissu­á­stand hafi staðið yfir „frá þeim tíma er félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra skip­aði verk­efna­stjórn um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála 9. sept­em­ber 2013 í sam­ræmi við þings­á­lyktun um aðgerðir vegna skulda­vanda íslenskra heim­ila sem sam­þykkt var á Alþingi vorið 2013. Verk­efna­stjórn um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála hefur skilað ráð­herra til­lögum sínum og unnið er að því í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu að skapa ramma fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lags með laga- og reglu­gerða­smíð sem von­andi verður til­búið sem fyrst. Fyrir vikið hefur stefnu­mót­andi ákvörð­un­ar­taka í nán­asta umhverfis sjóðs­ins verið sett í bið­stöðu en slíkt hefur áhrif á rekstur sjóðs­ins með ýmsum hætt­i“.

Bæði Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Efna­hags- og fram­fara­stofn­unin vilja að Íbúða­lána­sjóður verði lagður nið­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None