Íbúðalánasjóður fækkar framkvæmdastjórum og sviðum

10191443684_b9a99b5758_z.jpg
Auglýsing

Íbúða­lána­sjóður kynnti í dag nýtt skipu­lag, þar sem fram­kvæmda­stjórum fyr­ir­tæk­is­ins er fækkað úr sex í fjóra og starf­semi sjóðs­ins er flokkuð í fjögur svið: við­skipta­svið, útlána­svið, fjár­mála­svið og rekstr­ar­svið. Þetta er gert í kjöl­far þess að vinnu við úrlausn skulda­mála í kjöl­far hruns­ins er að mestu lok­ið. Her­mann Jón­as­son, for­stjóri Íbúða­lána­sjóðs, segir því eðli­legt að aðlaga starf­sem­ina að breyttum aðstæð­um.

Nýja skipu­lagið er liður í stefnu­mót­un­ar­vinnu stjórnar ÍLS í fram­haldi af skilum á skýrslu verk­efna­stjórnar um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála.

Að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá sjóðnum hefur hann náð fram tölu­verðri rekstr­ar­hag­ræð­ingu á síð­ustu tveimur árum en áfram­hald­andi hag­ræð­ing og ein­földun starf­sem­innar verða áfram mark­mið. Nú á að „að­laga rekst­ur­inn frekar að kjarna­starf­semi sjóðs­ins sem er að veita þjón­ustu í almanna­þágu með hús­næð­is­lán­veit­ingum til almenn­ings um allt land.“ Sam­hliða þessu ætlar sjóð­ur­inn að halda áfram að selja eignir og draga úr þeim hluta starf­sem­innar sem tengd­ist úrlausn skulda­mála, enda sé þeirri vinnu að mestu lok­ið.

Auglýsing

Afkoman nei­kvæð um 808 millj­ónir á fyrri helm­ingi árs­insAf­koma Íbúða­lána­sjóðs var nei­kvæð um 808 millj­ónir króna á fyrri helm­ingi árs­ins, sam­an­borið við 1.308 millj­óna tap árið á und­an. Þrátt fyrir tap­ið, var nið­ur­staðan betri en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir.

Eig­in­fjár­hlut­fall sjóðs­ins hækk­aði í 4,8 pró­sent en var 4,5 pró­sent í upp­hafi árs. Hlut­fallið er reiknað með sama hætti og eig­in­fjár­hlut­fall fjár­mála­fyr­ir­tækja. Lang­tíma­mark­mið sjóðs­ins er að hlut­fallið sé yfir fimm pró­sent. Eigið fé Íbúða­lána­sjóðs í lok tíma­bils­ins er 17.279 millj­ónir króna en var 18.087 millj­ónir króna í árs­lok 2014.

Vaxta­tekjur námu ­sam­tals rúm­lega þrjá­tíu millj­örðum krón­um ­sam­an­borið við vaxta­tekjur upp á 27,5 millj­arða á sama tíma í fyrra. ­Rekstr­ar­kostn­aður var 958 millj­ónir króna og lækk­aði um fimmtán pró­sent eða 170 millj­ónir króna sam­an­borið við sama tíma­bil árið 2014. Stöðu­gildum fækk­aði um níu pró­sent á fyrri hluta árs­ins 2015 og voru 100 sam­an­borið við 109 á sama tíma­bili árið 2014.

Sjóð­ur­inn skil­aði hagn­aði upp á 3,2 millj­arða króna á síð­asta ári og er það í fyrsta sinn sem hann skilar slíkum frá árinu 2008. Í milli­tíð­inni hefur sjóð­ur­inn tapað tæpum 58 millj­örðum króna og rík­is­sjóður hefur þurft að leggja honum til 53,5 millj­arða króna frá árinu 2009 til að halda sjóðnum gang­andi.

Þorri þess hagn­aðar sem Íbúða­lána­sjóður sýnir fyrir árið 2014 er komin til vegna breyt­inga á virð­is­rýrnun útlána sjóðs­ins. Þ.e.  inn­heimt­an­leiki lána hefur auk­ist um 2,5 millj­arða króna. Þá skiptir hlut­deild sjóðs­ins í hagn­aði dótt­ur­fé­lags­ins Kletts, sem er leigu­fé­lag utan um hluta þeirra íbúða sem Íbúða­lána­sjóður hefur leyst til sín, líka tölu­verðu máli.

Árs­reikn­ingur sjóðs­ins sýnir að útlán hans hafi lækkað um 40,4 millj­arða króna á síð­asta ári. Hann er samt sem áður enn langstærsti íbúða­lán­veit­andi á Íslandi með 43 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. Hún hefur hins vegar minnkað hratt á und­an­förnum árum. Hún var talin vera á bil­inu 55 til 60 pró­sent árið 2011. Ný útlán sjóðs­ins voru líka mjög lág. Alls námu þau 6,6 millj­örðum króna á síð­asta ári og sam­kvæmt mán­að­ar­skýrslum sjóðs­ins var umfang lána til ein­stak­linga, venju­bundin hús­næð­is­lán, um 4,7 millj­arðar króna. Til sam­an­burðar juk­ust íbúða­lán Lands­bank­ans um 39 millj­arða króna á síð­asta ári, um nán­ast sömu krónu­tölu og heild­ar­út­lán íbúða­lána­sjóðs dróg­ust sam­an.

Óvissa um fram­tíð­ar­hlut­verkVaxta­munur Íbúða­lána­sjóðs er ekki mik­ill, ein­ungis 0,28 pró­sent. Hann dugar ekki fyrir virð­is­rýrnun sam­bæri­legri þeirra sem efna­hags­hrunið fól í sér og vegna þess­arra aðstæðna þarfn­ast sjóð­ur­inn þess að eig­and­inn, skatt­greið­endur á Íslandi, styðji við bakið á hon­um.

Það ríkir hins vegar gríð­ar­leg óvissa um hvert fram­tíð­ar­hlut­verk Íbúða­lána­sjóðs sé. Í skýrslu stjórnar sem fylgdi árs­skýrsl­unni segir að þetta óvissu­á­stand hafi staðið yfir „frá þeim tíma er félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra skip­aði verk­efna­stjórn um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála 9. sept­em­ber 2013 í sam­ræmi við þings­á­lyktun um aðgerðir vegna skulda­vanda íslenskra heim­ila sem sam­þykkt var á Alþingi vorið 2013. Verk­efna­stjórn um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála hefur skilað ráð­herra til­lögum sínum og unnið er að því í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu að skapa ramma fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lags með laga- og reglu­gerða­smíð sem von­andi verður til­búið sem fyrst. Fyrir vikið hefur stefnu­mót­andi ákvörð­un­ar­taka í nán­asta umhverfis sjóðs­ins verið sett í bið­stöðu en slíkt hefur áhrif á rekstur sjóðs­ins með ýmsum hætt­i“.

Bæði Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Efna­hags- og fram­fara­stofn­unin vilja að Íbúða­lána­sjóður verði lagður nið­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None