Íbúðir á höfuðborgarsvæðinu seljast hratt og margar á yfirverði

Sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei mælst styttri, auk þess sem hlutfall þeirra sem selst á yfirverði hefur aldrei verið hærra. Á sama tíma hefur leiguverð á svæðinu lækkað, áttunda mánuðinn í röð.

Meðalverð íbúða hefur hækkað um tvær milljónir á fjórum mánuðum.
Meðalverð íbúða hefur hækkað um tvær milljónir á fjórum mánuðum.
Auglýsing

Allir mælikvarðar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar sýna mikinn eftirspurnarþrýsting eftir íbúðahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi auglýstra eigna á svæðinu er sögulega lítill, auk þess sem sölutími þeirra hefur aldrei mælst styttri og hlutfall þeirra sem selst á yfirverði hefur aldrei mælst hærra. Þetta kemur fram í nýútgefinni mánaðarskýrslu stofnunarinnar um húsnæðismarkaðinn.

Mesta hækkunin á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt skýrslunni hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 11,6 prósent á milli aprílmánaða 2020 og 2021. Annars staðar á landinu hefur íbúðaverð verið öllu stöðugra, en ef höfuðborgin og nágrannasveitarfélög hennar eru talin frá hefur íbúðaverð aðeins hækkað um 0,6 prósent á sama tímabili.

Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkkaði nærri tvöfalt meira í verði á milli mánaða en íbúðir í fjölbýli, eða um ríflega 3,5 prósent á móti 1,6 prósent á milli mars og apríl. Miðgildi kaupverðs í sérbýli var um 88 milljónir króna í apríl og hefur hækkað um tæpar fjórar milljónir frá ársbyrjun. Miðgildi íbúðar í fjölbýli hefur einnig hækkað töluvert á þessu tímabili, eða úr rúmum 48 milljónum í janúar til 50 milljóna í apríl.

Auglýsing

Stuttur sölutími og líklegri að seljast á yfirverði

Á sama tíma heldur sölutími íbúða áfram að styttast og hefur hann ekki verið styttri á höfuðborgarsvæðinu, en nú er hver íbúð sem skráð er þar að meðaltali á sölu í 39 daga. Til viðmiðunar var meðalsölutími íbúða á svæðinu rúmlega tvöfalt lengri árið 2016.

Einnig hefur aldrei verið líklegra að íbúðir seljist á yfirverði á höfuðborgarsvæðinu, en frá febrúar til apríl var rúmur þriðjungur þeirra seldur yfir ásettu verði. Samsvarandi hlutfall var undir tíu prósentum hjá íbúðum í fjölbýlishúsi áður en faraldurinn skall á.

Öfug þróun á leigumarkaði

Þrátt fyrir þessa mikla hækkun hefur öfug þróun átt sér stað á leigumarkaði, en þar hefur leiguverð lækkað um 2,4 prósent á milli aprílmánaða 2020 og 2021. Þetta er áttundi mánuðurinn í röð þar sem ársbreytingin á leiguverði mælist neikvæð. Hins vegar virðist eftirspurn eftir leiguhúsnæði ekki enn hafa minnkað ef miðað er við fjölda þinglýstra leigusamninga, en samkvæmt skýrslu HMS hafa þeir verið margir í vor miðað við árstíma.

Meðalfjárhæð greiddrar leigu í apríl nam 187 þúsund krónum á mánuði og hefur hún lækkað um 20 þúsund krónur á síðustu tveimur árum. Meðalstærð leiguíbúða er 71 fermetri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent