Samkvæmt útgönguspá sem gerð var fyrir helstu ljósvakamiðla Bretlands verður Íhaldsflokkurinn áfram stærsti flokkur landsins að loknum þingkosningum sem fóru fram í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Sky News.
Samkvæmt spánni fær Íhaldsflokkurinn 316 sæti, Verkamannaflokkurinn 239, Skoski þjóðarflokkurinn 58, Frjálsyndir demókratar tíu og UKIP tvö sæti. Þá fá Græningjar tvö sæti, Plaid Cymru fjögur og aðrir 19.
Auglýsing
Alls eru 533 einmenningskjördæmi í Englandi, 59 í Skotlandi, 40 í Wales og 18 í Norður-Írlandi. Það þýðir að Skoski þjóðarflokkurinn fær öll nema eitt þeirra þingsæta sem eru í boði í Skotlandi. Hann er í dag með sex sæti á breska þinginu.
Til að mynda meirihluta þarf 326 sæti og samkvæmt útgönguspánni ná Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndir demókratar, sem í dag mynda samsteypuríkisstjórn, nákvæmlega þeim fjölda.
Latest ICM poll (03 - 06 May): LAB - 35% (-) CON - 34% (-1) UKIP - 11% (-) LDEM - 9% (-) GRN - 4% (+1)
— Britain Elects (@britainelects) May 7, 2015