Illugi: Mistök að svara ekki fjölmiðlum

illugi-gunnarsson.jpg
Auglýsing

Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, segir að það hafi verið mis­tök að svara ekki spurn­ingum fjöl­miðla um tengsl sín við fyr­ir­tækið Orku Energy. Hann taldi að ekki væri um hags­muna­tengsl að ræða þegar hann seldi hús sitt til Hauks Harð­ar­son­ar, stjórn­ar­for­manns Orku Energy og vin­ar, en Ill­ugi vann hjá fyr­ir­tæk­inu þegar hann var utan þings. Þetta seg­ir Illugi í föstu­dags­við­tal­inu í Frétta­blað­inu í dag.

„Í upp­hafi þessa máls leit­að­ist ég við að svara þeim spurn­ingum sem var beint til mín. Ég skal játa það að fár­viðrið varð svo mikið að það var eig­in­lega alveg sama hverju ég svar­aði – sömu spurn­ing­arnar komu upp aft­ur, urðu þá til­efni nýrra frétta og nýrra fyr­ir­sagna. Mér leið þannig þegar mestur hama­gang­ur­inn var að það hefði nákvæm­lega ekk­ert upp á sig að segja nokk­uð. Ég taldi mig hafa sagt frá því sem skipti máli. Ég skal við­ur­kenna það að það voru mis­tök af minni hálfu. Ég hugs­aði, eins og ég hef lýst, að ég hefði jú selt hús­næð­ið, fengið greiðslu fyrir það og látið hús­næðið af hendi og það væri ekk­ert óeðli­legt við það. Ég taldi að það væri ekki um nein slík hags­muna­tengsl að ræða að ég þyrfti að kynna þau sér­stak­lega. Ég horfði til þeirra reglna sem þingið setti og það sem ég var að nefna hér áðan, Grecor-­nefndin og svo fram­veg­is, en þetta voru mis­tök,“ segir Ill­ugi. Hann seg­ist vera mjög ósáttur við sjálfan sig vegna máls­ins.

Í við­tal­inu segir Ill­ugi ekk­ert í mál­inu kalla á afsögn hans sem ráð­herra eða þing­maður og seg­ist ekki eiga von á öðru en að haldi áfram í stjórn­mál­um. Um gagn­rýni Páls Magn­ú­sonar, fyrrum útvarps­stjóra, segir Ill­ugi að heift sé í orðum Páls.

Auglýsing

„Mér finnst Páll Magn­ús­son ekki gæta mik­illar sann­girni í þessu sem hann er að tala um, fjár­hags­stuðn­ingi sem síðan hafi verið end­ur­gold­inn í póli­tískum stuðn­ingi. Hið rétta í mál­inu er og hefur komið fram ítrek­að, að, já, ég seldi íbúð okkar hjóna, fyrir því er þing­lýst afsal. Við létum af hendi okkar eign. Ástæðan er sú að við vorum með tölu­verðar skuldir á þess­ari íbúð. Við lentum eins og margir í vanda eftir hrun­ið. Við höfðum keypt okkar fyrstu eign fyrir hrun og stóðum í erf­iðum málum hvað það varð­aði. Svo bætt­ist við atvinnu­rekstur sem við höfum verið í innan fjöl­skyld­unnar þar sem féllu á okkur ábyrgð­ir. Þar voru engar risa­tölur á ferð­inni, en það gerði okkur þetta ekki auð­veld­ara. Eins kom þarna tíma­bil þar sem voru ekki miklar tekj­ur. Staðan var þannig að mér fannst betra að selja íbúð­ina og grynnka þá á skuld­unum og í stað­inn leigðum við íbúð­ina. Það að líta á sölu íbúð­ar­innar sem ein­hvers konar fjár­fram­lag eða pen­inga­gjöf, það bara stríðir gegn allri almennri skyn­semi og síðan hitt að ég hafi ein­hvern veg­inn veitt þessu fyr­ir­tæki óeðli­lega póli­tíska fyr­ir­greiðslu,“ segir Ill­ugi í við­tal­inu.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None