Illugi: Mistök að svara ekki fjölmiðlum

illugi-gunnarsson.jpg
Auglýsing

Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, segir að það hafi verið mis­tök að svara ekki spurn­ingum fjöl­miðla um tengsl sín við fyr­ir­tækið Orku Energy. Hann taldi að ekki væri um hags­muna­tengsl að ræða þegar hann seldi hús sitt til Hauks Harð­ar­son­ar, stjórn­ar­for­manns Orku Energy og vin­ar, en Ill­ugi vann hjá fyr­ir­tæk­inu þegar hann var utan þings. Þetta seg­ir Illugi í föstu­dags­við­tal­inu í Frétta­blað­inu í dag.

„Í upp­hafi þessa máls leit­að­ist ég við að svara þeim spurn­ingum sem var beint til mín. Ég skal játa það að fár­viðrið varð svo mikið að það var eig­in­lega alveg sama hverju ég svar­aði – sömu spurn­ing­arnar komu upp aft­ur, urðu þá til­efni nýrra frétta og nýrra fyr­ir­sagna. Mér leið þannig þegar mestur hama­gang­ur­inn var að það hefði nákvæm­lega ekk­ert upp á sig að segja nokk­uð. Ég taldi mig hafa sagt frá því sem skipti máli. Ég skal við­ur­kenna það að það voru mis­tök af minni hálfu. Ég hugs­aði, eins og ég hef lýst, að ég hefði jú selt hús­næð­ið, fengið greiðslu fyrir það og látið hús­næðið af hendi og það væri ekk­ert óeðli­legt við það. Ég taldi að það væri ekki um nein slík hags­muna­tengsl að ræða að ég þyrfti að kynna þau sér­stak­lega. Ég horfði til þeirra reglna sem þingið setti og það sem ég var að nefna hér áðan, Grecor-­nefndin og svo fram­veg­is, en þetta voru mis­tök,“ segir Ill­ugi. Hann seg­ist vera mjög ósáttur við sjálfan sig vegna máls­ins.

Í við­tal­inu segir Ill­ugi ekk­ert í mál­inu kalla á afsögn hans sem ráð­herra eða þing­maður og seg­ist ekki eiga von á öðru en að haldi áfram í stjórn­mál­um. Um gagn­rýni Páls Magn­ú­sonar, fyrrum útvarps­stjóra, segir Ill­ugi að heift sé í orðum Páls.

Auglýsing

„Mér finnst Páll Magn­ús­son ekki gæta mik­illar sann­girni í þessu sem hann er að tala um, fjár­hags­stuðn­ingi sem síðan hafi verið end­ur­gold­inn í póli­tískum stuðn­ingi. Hið rétta í mál­inu er og hefur komið fram ítrek­að, að, já, ég seldi íbúð okkar hjóna, fyrir því er þing­lýst afsal. Við létum af hendi okkar eign. Ástæðan er sú að við vorum með tölu­verðar skuldir á þess­ari íbúð. Við lentum eins og margir í vanda eftir hrun­ið. Við höfðum keypt okkar fyrstu eign fyrir hrun og stóðum í erf­iðum málum hvað það varð­aði. Svo bætt­ist við atvinnu­rekstur sem við höfum verið í innan fjöl­skyld­unnar þar sem féllu á okkur ábyrgð­ir. Þar voru engar risa­tölur á ferð­inni, en það gerði okkur þetta ekki auð­veld­ara. Eins kom þarna tíma­bil þar sem voru ekki miklar tekj­ur. Staðan var þannig að mér fannst betra að selja íbúð­ina og grynnka þá á skuld­unum og í stað­inn leigðum við íbúð­ina. Það að líta á sölu íbúð­ar­innar sem ein­hvers konar fjár­fram­lag eða pen­inga­gjöf, það bara stríðir gegn allri almennri skyn­semi og síðan hitt að ég hafi ein­hvern veg­inn veitt þessu fyr­ir­tæki óeðli­lega póli­tíska fyr­ir­greiðslu,“ segir Ill­ugi í við­tal­inu.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None