Illugi skautar framhjá aðalatriðum Orku-málsins

10054123454-c2aeab2ed4-o-1.jpg
Auglýsing

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefur skýrt frá því að Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður Orku Energy, hafi keypt íbúð Ill­uga af honum vegna fjár­hags­vand­ræða. Ill­ugi og kona hans leigja íbúð­ina svo af Hauki. Hann hefur ekki enn útskýrt hvers vegna hann sagði ekki frá þessu ­fyrr. Til dæmis í þau fjöl­mörgu skipti sem hann var spurður um tengsl sín við Orku Energy und­an­farnar vik­ur, vegna vinnu­ferðar sem hann fór í til Kína í síð­asta mán­uði ásamt full­trúum fyr­ir­tæk­is­ins sem hann starf­aði áður hjá.

Ill­ugi hefur not­að vinnu ann­arra ráð­herra í tengslum við Orku Energy í mál­flutn­ingi sín­um. Í gær sagð­ist hann örugg­lega hafa gert minna fyrir Orku Energy heldur en „þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og utan­rík­is­ráð­herra, Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir og Össur Skarp­héð­ins­son, þegar þau voru í Kína árið 2013 og ekki meira en Katrín Jak­obs­dóttir þáver­andi mennta­mála­ráð­herra gerði þegar hún var við­stödd und­ir­ritun samn­inga Orka Energy og kín­verskra stjórn­valda“ árið 2012.

Þarna skautar Ill­ugi algjör­lega fram­hjá aðal­at­riðum máls­ins. Það að ráð­herrar komi að málum sem þessum er ekki endi­lega tor­tryggi­legt eitt og sér. Ráð­herr­arnir þrír sem Ill­ugi nefnir hafa hins vegar ekki starfað og þegið laun frá Orku Energy, og hafa ekki heldur verið fjár­hags­lega háðir fyr­ir­tæk­inu eða stjórn­endum þess. Það hefur Ill­ugi hins vegar verið og er enn, og það án þess að gera grein fyrir því fyrr en hann nán­ast neydd­ist til þess þar sem fjöl­miðlar voru komnir á snoðir um mál­ið. Þegar þetta leggst allt saman er málið orðið væg­ast sagt loð­ið. Það eru grund­vall­ar­at­riðin í mál­in­u. Þetta er það sem verið er að gagn­rýna og þetta er það sem hann þarf að svara fyr­ir.

Auglýsing

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None