InDefence: Kröfuhafar eru að fá ódýra leið út úr höftum sem skerðir lífskjör almennings

17980682404_6f264aa63c_z.jpg
Auglýsing

InDefence-hóp­ur­inn segir að tals­verð hætta sé að svig­rúm til að aflétta höftum á almenn­ing verði lítið næstu árin, að stöð­ug­leika­skil­yrðin séu ódýr leið fyrir kröfu­hafa slita­búa föllnu bank­anna úr gjald­eyr­is­höftum og að greiðsla stöð­ug­leika­skil­yrða muni skerða lífs­kjör almenn­ings. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi hóps­ins sem sent var til efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis í gær og Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

InDefence, sem vakti fyrst athygli fyrir bar­áttu sína í Ices­a­ve-­mál­inu, hefur látið sig mál sem tengj­ast losun fjár­magns­hafta varða und­an­farin miss­eri. Hóp­ur­inn hefur gagn­rýnt það sam­komu­lag sem stjórn­völd gerðu við kröfu­hafa Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans um greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags og sagt það gefa þeim gríð­ar­háan afslátt af stöð­ug­leika­skatti, sem ann­ars myndi falla á slitabú föllnu bank­anna.

Segja greiðslu stöð­ug­leika­skil­yrða skerða lífs­kjör á ÍslandiÍ bréfi InDefence segir að til­lögur um stöð­ug­leika­fram­lag geri ráð fyrir að slita­búin greiði 334 millj­arða króna, sem svari til 15 pró­sent skatts á eignir slita­bú­anna. Það sé tals­vert undir þeim 39 pró­sentum sem stöð­ug­leika­skatt­ur­inn mydni skila. „Það stefnir því í að kröfu­höfum slita­bú­anna verði tryggð útganga úr gjald­eyr­is­höft­unum með mjög lágum til­kostn­að­i.“

InDefence segir að ólikt því sem myndi ger­ast við álagn­ingu stöð­ug­leika­skatts muni erlendir kröfu­hafar fá að taka yfir 500 millj­arða króna út úr íslensku hag­kerfi á næstu árum. „Þar sem lífs­kjör almenn­ings eru bein­tengd gjald­eyr­is­öflun þjóð­ar­innar er ljóst stöð­ug­leika­skil­yrðin munu skerða lífs­kjör hér­lend­is. Hér er um veru­legar upp­hæðir að ræða, sem svara til nán­ast alls vöru­út­flutn­ings frá Íslandi árið 2014, nálægt tvö­földu virði Lands­virkj­unar skv. mati fjár­mála­ráð­herra í árs­byrjun 2013 og 50 sinnum hærri upp­hæðar en líf­eyr­is­sjóð­unum var leyft að fara með úr landi á þessu ári. Það er því rangt að full­yrða að stöð­ug­leika­skatt­ur­inn og stöð­ug­leika­fram­lagið séu jafn­gildar leiðir út frá hags­munum heim­ila lands­ins.“

Auglýsing

Hóp­ur­inn telur að hags­munir almenn­ings séu ekki settir í for­gang í þeirri lausn sem nú er unnið að varð­andi losun hafta. Hún feli í sér að erlendum kröfu­höfum verði hleypt úr höftum án þess að búið sé að tryggja með nokkrum hætti aflétt­ingu hafta á almenn­ing. „InDefence-hóp­ur­inn ótt­ast að tals­verð hætta sé á því að svig­rúm til að aflétta höftum á almenn­ing verði lítið næstu árum, bæði vegna auk­innar neyslu en einnig vegna mik­illar fjár­fest­ing­ar­þörf líf­eyr­is­sjóða erlend­is.

Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn var­aði við þess­ari hættu í síð­ustu stöðu­skýrslu sjóðs­ins um Ísland en þar er bent á að það séu komnar miklar vænt­ingar um hratt afnám gjald­eyr­is­hafta á almenn­ing. Á sama tíma sýni greiðslu­jafn­að­ar­grein­ing sjóðs­ins að svig­rúmið til aflétt­ingar sé tak­markað m.a. vegna mik­illa launa­hækk­ana á vinnu­mark­aði. Það liggur því fyrir við­vörun frá IMF um greiðslu­jöfnuð þjóð­ar­innar og eykur það enn á mik­il­vægi þess að Seðla­bank­inn skoði þennan þátt af fullri alvöru sam­hliða mati á stöð­ug­leika­fram­lög­un­um.“

Fund­uðu með Má Guð­munds­syniÍ lok síð­asta mán­aðar sendi InDefence Seðla­banka Íslands bréf og krafð­ist þess að bank­inn birti sam­stundis stöð­ug­leika­skil­yrðin sem slita­búin ættu að mæta. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri svar­aði bréfi hóps­ins skömmu síðar og sagði að skil­yrðin hefðu þegar verið birt og að nauða­samn­ings­drög sem slita­búin hefðu lagt fram upp­fylltu þau í stórum drátt­um. Í kjöl­far svar­bréfs­ins fund­aði Már með full­trúum hóps­ins. Sá fundur fór fram síð­ast­lið­inn föstu­dag.

Í bréfi InDefence til efna­hags- og við­skipta­nefndar segir að á þeim fundi hafi verið rætt „al­mennt um birt­ingu upp­lýs­inga og m.a. beðið um að greiðslu­jafn­að­ar­grein­ing­in, sem notuð verður við stöð­ug­leika­mat Seðla­bank­ans, verði birt. Á fund­inum kom hins vegar fram að slík grein­ing lægi ekki fyr­ir.“

Í kjöl­farið hafi InDefence beðið Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn um að fram­kvæma slíka grein­ingu og að hann búist við því að slík grein­ing verði upp­færð á næstu vik­um.  Hóp­ur­inn mun einnig ítreka beiðni sína til Seðla­bank­ans og biðja þar að auki um að gerð verði lang­tíma greiðslu­jafn­að­ar­grein­ing.

Í bréf­inu stend­ur: að InDefence hóp­ur­inn lýsi yfir miklum von­brigðum með vinnu­brögð Seðla­banka Íslands í mál­inu. „Ekki hefur verið staðið við lof­orð um opið og gagn­sætt ferli og er það mat hóps­ins að ekki megi ganga frá stöð­ug­leikamati fyrr en greiðslu­jafn­að­ar­grein­ing liggur fyr­ir. Án slíkrar grein­ingar verður ekki séð að staðið sé við lof­orð stjórn­valda um að heim­ilin verði sett í for­gang. Við hvetjum Efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis ein­dregið til að biðja Seðla­banka Íslands um slíka grein­ingu, svo að þing­menn geti betur metið afleið­ingar þeirra aðgerða sem fel­ast í stöð­ug­leika­fram­lögum og stöð­ug­leika­skatt­i.“

Seðla­banki Íslands ætl­aði að opin­bera mat á til­lögum um aðgerðir og greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags sem upp­fylla ætti stt stöð­ug­leika­skil­yrði stjórn­valda á kynn­ing­ar­fundi í dag. Fund­inum var hins vegar frestað á síð­ustu stundu. Í til­kynn­ingu frá Seðla­bank­anum sagði að tíma­setn­ingin hefði reyn­st „ó­heppi­leg í ljósi þess að ekki hefur tek­ist að ljúka því sam­ráðs- og kynn­ing­ar­ferli sem reiknað var með að yrði lokið áður en ritið yrði birt.“

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None