Sjö ár frá því að neyðarlög voru sett og Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland

geirneydarloeg.jpg
Auglýsing

Sjö ár eru í dag frá ávarpi Geirs H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, í sjón­varpi á RÚV. Hann lauk ávarpi sínu á orðum sem eru þrykkt í minni íslensku þjóð­ar­inn­ar. „Guð blessi Ísland“. Flestir Íslend­ingar muna vafa­lítið hvar þeir voru staddir þegar Geir birt­ist á sjón­varps­skján­um.

https://www.youtu­be.com/watch?v=pQA2kK_M­FjA&feat­ure=yout­u.be

Neyð­ar­lög voru sam­þykkt á Alþingi sem mið­uðu að því að við­halda fjár­mála­kerfi lands­ins og koma í veg fyrir upp­þot vegna fyr­ir­sjá­an­legs falls bank­anna. Fjár­mála­eft­ir­litið fékk heim­ildir til þess að fram­kvæma neyð­ar­lögin með því að skipta bönk­unum upp og tókst að við­halda svo til hnökra­lausri fjár­mála­þjón­ustu þrátt fyrir að bank­arn­ir, Glitn­ir, Kaup­þing og Lands­bank­inn, féllu eins og spila­borg dag­ana 7. til 9. októ­ber. End­ur­reistu bank­arnir byggja á grunni þess­arar aðgerð­ar, Arion banki á grunni inn­lendrar starf­semi Kaup­þings, Íslands­banki á grunni inn­lendrar starf­semi Glitn­is, og Lands­bank­inn á grunni gamla Lands­bank­ans. Íslenska ríkið á Lands­bank­ann nán­ast að fullu, 13 pró­sent í Arion banka og 5 pró­sent í Íslands­banka.

Auglýsing

Þegar þetta gekk yfir hélt krónan áfram að falla stjórn­laust og end­aði með því að fjár­magns­höftum var komið á í nóv­em­ber 2008. Þau eru enn fyrir hendi, og vinna stjórn­völd að því að rýmka þau og afnema.

Ávarp Geirs í heild sinni má sjá á vef for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins hér.

Verið að skrifa lokakafl­annUm þessar mundir er verið að skrifa lokakafl­ann í sögu yfir­töku, og síðar end­ur­reisn­ar, íslenska rík­is­ins á banka­kerf­inu. Stjórn­völd kynntu í byrjun júní­mán­aðar áætlun um losun fjár­magns­hafta sem fól meðal ann­ars í sér að leggja á 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatt á slitabú Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans. Skatt­ur­inn átti að skila rík­inu um 850 millj­örðum króna. Á kynn­ing­unni var ekki gert grein fyrir því að þegar hafði verið samið við öll slita­búin um að greiða svo­kallað stöð­ug­leika­fram­lag til að sleppa við álagn­ingu skatts­ins. Und­an­farnar vikur hafa kröfu­hafar bank­anna þriggja sam­þykkt þessa ráð­stöfun á kröfu­hafa­fundum og sam­kvæmt kynn­ingum slita­stjórna þeirra mun heild­ar­um­fang stöð­ug­leika­fram­lags Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans vera 334 millj­arðar króna.

Seðla­banki Íslands á þó enn eftir að veita slita­bú­unum und­an­þágu frá fjár­magns­höftum til að þau geti lokið gerð nauða­samn­inga sinna. Tak­ist það ekki fyrir ára­mót mun stöð­ug­leika­skatt­ur­inn verða lagður á. Seðla­bank­inn hefur þegar sagt að nauða­samn­ings­drög bank­anna upp­fylli " í stórum stórum dráttum skil­yrði um stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um“ og tryggja fjár­mála­legan stöð­ug­leika í íslensku hag­kerfi.

 

Meira úr sama flokkiInnlent
None