Sjö ár frá því að neyðarlög voru sett og Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland

geirneydarloeg.jpg
Auglýsing

Sjö ár eru í dag frá ávarpi Geirs H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, í sjón­varpi á RÚV. Hann lauk ávarpi sínu á orðum sem eru þrykkt í minni íslensku þjóð­ar­inn­ar. „Guð blessi Ísland“. Flestir Íslend­ingar muna vafa­lítið hvar þeir voru staddir þegar Geir birt­ist á sjón­varps­skján­um.

https://www.youtu­be.com/watch?v=pQA2kK_M­FjA&feat­ure=yout­u.be

Neyð­ar­lög voru sam­þykkt á Alþingi sem mið­uðu að því að við­halda fjár­mála­kerfi lands­ins og koma í veg fyrir upp­þot vegna fyr­ir­sjá­an­legs falls bank­anna. Fjár­mála­eft­ir­litið fékk heim­ildir til þess að fram­kvæma neyð­ar­lögin með því að skipta bönk­unum upp og tókst að við­halda svo til hnökra­lausri fjár­mála­þjón­ustu þrátt fyrir að bank­arn­ir, Glitn­ir, Kaup­þing og Lands­bank­inn, féllu eins og spila­borg dag­ana 7. til 9. októ­ber. End­ur­reistu bank­arnir byggja á grunni þess­arar aðgerð­ar, Arion banki á grunni inn­lendrar starf­semi Kaup­þings, Íslands­banki á grunni inn­lendrar starf­semi Glitn­is, og Lands­bank­inn á grunni gamla Lands­bank­ans. Íslenska ríkið á Lands­bank­ann nán­ast að fullu, 13 pró­sent í Arion banka og 5 pró­sent í Íslands­banka.

Auglýsing

Þegar þetta gekk yfir hélt krónan áfram að falla stjórn­laust og end­aði með því að fjár­magns­höftum var komið á í nóv­em­ber 2008. Þau eru enn fyrir hendi, og vinna stjórn­völd að því að rýmka þau og afnema.

Ávarp Geirs í heild sinni má sjá á vef for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins hér.

Verið að skrifa lokakafl­annUm þessar mundir er verið að skrifa lokakafl­ann í sögu yfir­töku, og síðar end­ur­reisn­ar, íslenska rík­is­ins á banka­kerf­inu. Stjórn­völd kynntu í byrjun júní­mán­aðar áætlun um losun fjár­magns­hafta sem fól meðal ann­ars í sér að leggja á 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatt á slitabú Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans. Skatt­ur­inn átti að skila rík­inu um 850 millj­örðum króna. Á kynn­ing­unni var ekki gert grein fyrir því að þegar hafði verið samið við öll slita­búin um að greiða svo­kallað stöð­ug­leika­fram­lag til að sleppa við álagn­ingu skatts­ins. Und­an­farnar vikur hafa kröfu­hafar bank­anna þriggja sam­þykkt þessa ráð­stöfun á kröfu­hafa­fundum og sam­kvæmt kynn­ingum slita­stjórna þeirra mun heild­ar­um­fang stöð­ug­leika­fram­lags Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans vera 334 millj­arðar króna.

Seðla­banki Íslands á þó enn eftir að veita slita­bú­unum und­an­þágu frá fjár­magns­höftum til að þau geti lokið gerð nauða­samn­inga sinna. Tak­ist það ekki fyrir ára­mót mun stöð­ug­leika­skatt­ur­inn verða lagður á. Seðla­bank­inn hefur þegar sagt að nauða­samn­ings­drög bank­anna upp­fylli " í stórum stórum dráttum skil­yrði um stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um“ og tryggja fjár­mála­legan stöð­ug­leika í íslensku hag­kerfi.

 

Norska hagkerfið finnur fyrir viðskiptastríði Bandaríkjanna við Rússland, Evrópusambandið og Kína.
Tollastríðið lækkar olíuverð og norsku krónuna
Tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir þeirra hefur leitt til lægri verðs á hrávörum sem og veikingu á gengis norsku krónunnar.
Kjarninn 23. júlí 2018
Færri nota innanlandsflug
Um 8 þúsund færri farþegar fóru um flugvelli landsins á fyrri helmingi þessa árs, aðra en Keflavíkurflugvöll, en á sama tímabili í fyrra. Rúmlega 377 þúsund farþegar fóru um flugvelli landsins á þessum tíma.
Kjarninn 23. júlí 2018
Sumarútsölur ná að draga vísitöluna niður og halda henni óbreyttri milli mánaða.
Mikil hækkun á flugmiðum annan mánuðinn í röð
Flugfargjöld hækkuðu um 23% milli júní og júlí, í kjölfar 15,2% mánuðinn á undan. Samhliða verðlækkun á fötum og skóm hélst vísitalan þó nær óbreytt í júlí , en 12 mánaða verðbólga mælist í 2,7 prósentum.
Kjarninn 23. júlí 2018
Calle De Alcalá í Madríd, höfuðborg Spánar.
Nær 40% Spánverja á móti lýðræði
Tæplega fjórir af hverjum tíu Spánverjum og 35% Bandaríkjamanna eru hlynntir ólýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi með sterkum leiðtoga.
Kjarninn 23. júlí 2018
Hótanir á Twitter
Donald Trump forseti Bandaríkjanna fór mikinn á Twitter í nótt, eins og oft áður, og hótaði Írönum öllu illu.
Kjarninn 23. júlí 2018
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
22. júlí
Kjarninn 22. júlí 2018
Birgir Hermannsson
Klúður Steingríms J. Sigfússonar
Kjarninn 22. júlí 2018
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins
10 staðreyndir um Dansk Folkeparti
Danski þingflokksforsetinn Pia Kjærsgaard hefur verið áberandi í umræðunni í síðustu viku vegna hlutverks hennar á fullveldishátíðinni. Pia er þekktust fyrir tengingu sína við flokkinn Dansk Folkeparti, en Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um hann.
Kjarninn 22. júlí 2018
Meira úr sama flokkiInnlent
None