InDefence svarar seðlabankastjóra - Segja Má taka undir gagnsæi í orði en ekki í verki

17980682404_6f264aa63c_z.jpg
Auglýsing

InDefence-hóp­ur­inn segir að margt bendi til þess að und­ir­tektir Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra um gagn­sæi varð­andi afnáms­ferli fjár­magns­hafta séu "fyrst og fremst í orði en ekki í verki". Hóp­ur­inn segir einnig að honum sýn­ist að ekki hafi verið gerð greiðslu­jafn­að­ar­grein­ing í tengslum við mat á stöð­ug­leika­skil­yrð­um, hvorki fyrir stöð­ug­leika­fram­lög né stöð­ug­leika­skatt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem hóp­ur­inn sendi til Más klukkan 15:59 í dag sem við­bragð við svar­bréfi hans til hóps­ins þann 29. sept­em­ber.

Þar segir einnig: "Til­lögur slita­búa gömlu bank­anna um stöð­ug­leika­fram­lög tryggja það að krónu­bréfa­eig­endum og kröfu­höfum slita­bú­anna verði hleypt út úr höftum með allt að 500 ma.kr. í erlendum gjald­eyri á næstu 7-10 árum. Ef kröfu­hafar fá að taka of mik­inn gjald­eyri út úr land­inu, þá sitja Íslend­ingar eftir með verð­bólgu­þrýst­ing inn­an­lands, með til­heyr­andi áhrifum á verð­lag og verð­tryggðar skuldir almenn­ings og þar með skert lífs­kjör." Seðla­bank­inn þurfi að upp­lýsa um þær ráð­staf­anir sem hafi verið gerðar til að forða heim­ilum og fyr­ir­tækjum frá "frek­ari aðlög­un" þegar búið er að hleypa kröfu­höfum slita­bú­anna og krónu­bréfa­eig­endum út með þá upp­hæð. "Það væri óásætt­an­legt að kröfu­hafar og krónu­bréfa­eig­endur kom­ist út með stórar fjár­hæðir ef almenn­ing­ur, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóðir á Íslandi sitja eftir í höftum til margra ára".

Bréfa­skriftir í sept­em­ber



Í lok síð­asta mán­aðar sendi InDefence Seðla­banka Íslands bréf og krafð­ist þess að bank­inn birti sam­stundis stöð­ug­leika­skil­yrðin sem slita­búin ættu að mæta. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri svar­aði bréfi hóps­ins skömmu síðar og sagði að skil­yrðin hefðu þegar verið birt og að nauða­samn­ings­drög sem slita­búin hefðu lagt fram upp­fylltu þau í stórum drátt­um. Í kjöl­far svar­bréfs­ins fund­aði Már með full­trúum hóps­ins.

Í dag sendi InDefence svo nýtt bréf til Más.

Auglýsing

Hægt er að lesa það í heild sinni hér að neð­an.



Reykja­vík, 16. októ­ber 2015

Seðla­banki Íslands

Hr. Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri

Kalkofnsvegi

150 Reykja­vík

Efni:

Aflétt­ing fjár­magns­hafta á almenn­ing

InDefence hóp­ur­inn þakkar svar­bréf þitt, dags. 29. sept­em­ber s.l. og fund sem hóp­ur­inn átti með þér þann 2. októ­ber s.l. varð­andi afnáms­ferli fjár­magns­hafta. Við fögnum því að þú takir undir það "sjón­ar­mið hóps­ins að hér sé um að ræða mál­efni sem varðar allan almenn­ing og því eðli­legt að um það gildi eins mikið gagn­sæi og mögu­legt er". Slíkt er enda í sam­ræmi við efna­hag­stefnu stjórn­valda um losun fjár­magns­hafta, sem felur í sér "heild­stæða lausn... sem setur almanna­hags­muni í for­gang og bygg­ist á gagn­sæi og við­ur­kenndri aðferða­fræð­i". Því miður bendir margt til þess að und­ir­tektir þínar séu fyrst og fremst í orði en ekki í verki.

Gagn­sætt ferli?

InDefence hóp­ur­inn hefur kynnt sér allar þær upp­lýs­ingar sem eru aðgengi­legar almenn­ingi um afnám gjald­eyr­is­hafta. Þessar upp­lýs­ingar duga ekki til þess að hægt sé að leggja mat á for­sendur og afleið­ingar stöð­ug­leika­fram­laga slita­bú­anna, og því upp­fylla þær ekki lof­orð um gagn­sæi ferl­is­ins. Í svar­bréfi þínu til InDefence hóps­ins segir um for­sendur stöðu­leika­skil­yrð­anna: “i) gerðar verði ráð­staf­anir sem dragi nægi­lega úr nei­kvæðum áhrifum af útgreiðslum and­virðis eigna í íslenskum krón­um, ii) að öðrum inn­lendum eignum fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja í erlendum gjald­eyri verði breytt í lang­tíma­fjár­mögnun að því marki sem þörf kref­ur" (feit­letrun okk­ar). Orða­lag verður varla óljós­ara en þetta. Annað hvort hefur Seðla­bank­inn ekki útfært stöð­ug­leika­skil­yrð­inn á skýr­ari og áþreif­an­legri hátt en þetta eða hann vill ekki upp­lýsa um slíka útfærslu. Hvor­ugt er í sam­ræmi við efna­hags­stefnu stjórn­valda eða hæfandi fyrir Seðla­banka Íslands.

Greiðslu­jafn­að­ar­grein­ing og almanna­hags­munir

Af bréfi þínu og fund­inum má dæma að ekki hafi verið gerð greiðslu­jafn­að­ar­grein­ing í tengslum við mat á stöð­ug­leika­skil­yrð­um, hvorki fyrir stöð­ug­leika­fram­lög né stöð­ug­leika­skatt. Þetta er veru­legt áhyggju­efni. Slík grein­ing á flæði gjald­miðla til og frá land­inu er við­ur­kennd aðferða­fræði og hefur m.a. verið notuð af Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum (AGS) til að meta svig­rúm til aflétt­ingar fjár­magns­hafta hér­lend­is. Í skýrslu sinni frá júní 2015 var­aði AGS við því í að svig­rúm til los­unar hafta á Íslandi er tak­markað á sama tíma og vænt­ingar um skjótan fram­gang afnáms­fer­ils­ins væru mikl­ar. Til­lögur slita­búa gömlu bank­anna um stöð­ug­leika­fram­lög tryggja það að krónu­bréfa­eig­endum og kröfu­höfum slita­bú­anna verði hleypt út úr höftum með allt að 500 ma.kr. í erlendum gjald­eyri á næstu 7-10 árum. Ef kröfu­hafar fá að taka of mik­inn gjald­eyri út úr land­inu, þá sitja Íslend­ingar eftir með verð­bólgu­þrýsting inn­an­lands, með til­heyr­andi áhrifum á verð­lag og verð­tryggðar skuldir almenn­ings og þar með skert lífs­kjör.

Hvenær verður höftum létt af almenn­ingi?

Án þess að fyrir liggi greiðslu­jafnaða­grein­ing er alls óvíst um örlög almenn­ings, fyr­ir­tækja og líf­eyr­is­sjóða á Íslandi. Hér duga ekki óljósar bjart­sýn­is­spár og ósk­hyggja. Hér þarf fag­leg og vönduð vinnu­brögð af hálfu Seðla­bank­ans, sem taka mið af ytri áhættum þjóð­ar­bús­ins. Sam­kvæmt kynn­ingu stjórn­valda átti hafta­af­náms­ferlið að vera "grund­vallað á hags­munum heim­ila og fyr­ir­tækja enda er það skil­yrði aðgerð­anna að raun­hag­kerfið taki ekki út frek­ari aðlögun en þegar er orð­in“. Í ljósi þessa þarf Seðla­bank­inn að upp­lýsa um þær ráð­staf­anir sem hafa verið gerðar til að forða heim­ilum og fyr­ir­tækjum frá "frek­ari aðlög­un" þegar búið er að hleypa kröfu­höfum slita­bú­anna og krónu­bréfa­eig­endum út með allt að 500 ma.kr. í gjald­eyri. Það væri óásætt­an­legt að kröfu­hafar og krónu­bréfa­eig­endur kom­ist út með stórar fjár­hæðir ef almenn­ing­ur, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóðir á Íslandi sitja eftir í höftum til margra ára.

Í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda um "heild­stæða lausn... sem setur almanna­hags­muni í for­gang og bygg­ist á gagn­sæi og við­ur­kenndri aðferða­fræð­i", förum við fram á að Seðla­bank­inn leggi fram ítar­lega greiðslu­jafn­að­ar­grein­ingu, bæði fyrir sviðs­mynd stöð­ug­leika­fram­laga og stöð­ug­leika­skatts, sem sýnir hvaða svig­rúm er til að létta fjár­magns­höftum af almenn­ingi, fyr­ir­tækjum og líf­eyr­is­sjóðum á Íslandi. Einnig biðjum við um tíma­á­ætlun sem sýnir hvernig og hvenær það verður gert.

Virð­ing­ar­fyllst

F.h. InDefence hóps­ins

Dr. Agnar Helga­son, mann­fræð­ingur

Davíð Blön­dal, eðl­is- og tölv­un­ar­fræð­ingur

Ólafur Elí­as­son, MBA

Ragnar Ólafs­son, félags­sál­fræð­ingur Dr.

Torfi Þór­halls­son, verk­fræð­ingur Dr.

Sveinn Val­fells, eðl­is- og hag­fræð­ingur

 

 

 

 

 

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None