Indversk fyrirtæki sem eru skráð á markað höfðu tíma til 1. apríl til þess að ráða í það minnsta eina konu í framkvæmdastjórn og stjórn, samkvæmt lögum samþykkt hafa verið í landinu. Fjölmörg fyrirtæki uppfylla ekki þessi skilyrði, þrátt fyrir lögin, og eiga þau von á sektum.
Samkvæmt umfjöllun Forbes þurftu fyrirtækin að tilnefna konu í sem væri framkvæmdastjóri, eða stjórnandi, í stjórn fyrir 1. apríl. Samtals eru 1.456 fyrirtæki skráð í kauphöllina í Indlandi en mörg fyrirtækjanna tóku ekki við sér fyrr en í síðustu vikunni í mars, og skipuðu þá konu í stjórn. Samtals voru það 277 fyrirtæki sem skipuðu konu í stjórn í síðustu vikunni fyrir gildistöku laganna, þar af voru 76 þeirra sem gerðu það degi áður en lögin tóku gildi.
Um 180 fyrirtæki hafa ekki uppfyllt skilyrðin, og eiga þau von á sektum, upp á allt að fjórar milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur allt að 580 milljónum króna, samkvæmt umfjöllun Forbes.