Ingibjörg Sólrún: „Hvernig dettur þér í hug að segja svona Sigga?“

16875345751_3565c876d9_z.jpg
Auglýsing

„Mikið óskap­lega getur póli­tísk umræða verið lág­kúru­leg,“ segir Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og utan­rík­is­ráð­herra, á Face­book síðu sinni í kvöld, og vitnar þar til umræðu um for­manns­fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjargar Inga­dótt­ur, þing­konu flokks­ins, gegn sitj­andi for­manni Árna Páli Árna­syni, á lands­fundi flokks­ins um liðna helgi. Árni Páll var kjör­inn for­maður með minnsta mögu­lega mun á fund­in­um, 241 atkvæði gegn 240 atkvæðum Sig­ríðar Ingi­bjarg­ar.

Ingi­björg Sól­rún segir að fylg­is­fólki Sig­ríðar Ingi­bjargar hafi mis­líkað skoðun henn­ar, sem hún viðr­aði á Face­book síðu sinni, og við það sé ekk­ert að athuga. Hins vegar sé full ástæða til að gera athuga­semd við ómerki­legan frétta­flutn­ing DV. „Ég leyfði mér að hafa mál­efna­lega skoðun á því hvernig staðið var að fram­boði Sig­ríðar Ingi­bjargar (Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir) en sagði að öðru leyti ekk­ert um fram­boð­ið. Hennar fylg­is­fólki mis­lík­aði þessi skoðun mín og ég hef ekk­ert við það að athuga. Það er hins vegar full ástæða til að gera athuga­semd við ómerki­legan frétta­flutn­ing DV ( Jóhann Hauks­son) sem spyrðir ábend­ingar mínar og stór­yrði Sig­hvats Björg­vins­sonar saman og segir m.a.: ,,Ingi­björg Sól­rún Gísla­dóttir og Sig­hvatur Björg­vins­son hafa metið það svo að fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjargar hafi verið óleikur á stundu þegar margt sé í húfi fyrir Sam­fylk­ing­una.“ Hvað gengur Jóhanni til með svona til­bún­ing­i?“ spyr Ingi­björg Sól­rún, og grípur einnig orð Sig­ríðar Ingi­bjarg­ar, um skrif Ingi­bjargar og Sig­hvats Björg­vins­son­ar, á lofti. „Sig­ríður Ingi­björg hendir þetta á lofti og seg­ir: ,,Ég held raunar að þau séu dálítið eins og hold­gerv­ingar gam­al­dags hug­mynda og þess sem er að ýta undir fylgi Pírata...." Hvernig dettur þér í hug að segja svona Sigga?“ segir for­mað­ur­inn fyrr­ver­andi.

 

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None