Ingibjörg Sólrún: Vandi Samfylkingarinnar dýpri en bara formaðurinn

9494429080_3406978a96_z-1.jpg
Auglýsing

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrrum borg­ar­stjóri, utan­rík­is­ráð­herra og for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir þá sem séu í íslenskum stjórn­málum skulda kjós­endum sínum að standa fyrir upp­lýstri póli­tískri umræðu og reyna að koma hug­sjónum og hug­myndum á fram­færi við umbjóð­endur sína.

Hún segir það mikla ein­földun að halda að vandi Sam­fylk­ing­ar­innar liggi ein­ungis í for­manni flokks­ins. „Vand­inn er tals­vert dýpri og útheimtir heið­ar­lega grein­ingu en ekki upp­hróp­anir og aftök­ur“. Þetta kemur fram í við­tali við hana í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar talar Ingi­björg einnig um nýlegan for­manns­slag innan Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þegar Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir bauð sig fram gegn Árna Páli Árna­syni sól­ar­hring fyrir for­manns­kjör­ið. Vegna tíma­setn­ing­ar­innar voru ein­ungis þeir sem sátu lands­fund flokks­ins, á fimmta hund­rað manns, með atkvæð­is­rétt. Árni Páll hafði hins vegar verið kos­inn tveimur árum áður með á fjórða þús­und atkvæðum í alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu.

Auglýsing

Ingi­björg segir for­manns­fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjargar hafa verið á skjön við lýð­ræð­is­lega aðferð til að kjósa flokks­for­mann. „Þetta var eig­in­lega að stytta sér leið að for­manns­fram­boði, sem mér finnst ekki til fyr­ir­mynd­ar. Ef Sig­ríður hefði unnið for­manns­kjörið með einu atkvæði, en ekki Árni, hefðu bæði hún sjálf og flokk­ur­inn verið í miklum vanda.“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir formannsframboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur hafa verið á skjön við lýðræðislega aðferð til að kjósa flokksformann. „þetta var eiginlega að stytta sér leið að formannsframboði, sem mér finnst ekki til fyrirmyndar. Ef Sigríður hefði unnið formannskjörið með einu atkvæði, en ekki Árni, hefðu bæði hún sjálf og flokkurinn verið í miklum vanda.“ Ingi­björg Sól­rún Gísla­dóttir segir for­manns­fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjargar Inga­dóttur hafa verið á skjön við lýð­ræð­is­lega aðferð til að kjósa flokks­for­mann. „þetta var eig­in­lega að stytta sér leið að for­manns­fram­boði, sem mér finnst ekki til fyr­ir­mynd­ar. Ef Sig­ríður hefði unnið for­manns­kjörið með einu atkvæði, en ekki Árni, hefðu bæði hún sjálf og flokk­ur­inn verið í miklum vanda.“

Lands­dóms­málið póli­tísk aðför að ein­stak­lingi



Ingi­björg segir Lands­dóms­rétt­ar­höldin yfir Geir H. Haar­de, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, hafa verið alvar­leg mis­tök. Þau hafi engu skilað en kynt undir póli­tískri heift og átök­um. „Ýmsum finnst að ég hefði líka átt að fara fyrir Lands­dóm, þrátt fyrir nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar um að ég hefði ekki brotið af mér í starfi, en það hefði ekki gert málið neitt betra. Þessi ákæra var byggð á mjög veikum laga­grunni og þess vegna var þetta dóms­mál rétt­ar­fars­lega og sið­ferði­lega rangt. Að auki var þetta póli­tískt rangt vegna þess að tæki­fær­inu til að gera upp við þá póli­tík sem leiddi til hruns var glutrað niður af fólki sem sást ekki fyr­ir­[...]­Málið varð að póli­tískri aðför að ein­stak­lingi. Í stað þess að við gerðum upp við hrun­ið, og þá fjöl­mörgu aðila sem áttu þátt í að móta þá póli­tík og það kerfi sem á end­anum hrundi, var allur fók­us­inn settur á þá ein­stak­linga sem voru í ríkisstjórn síð­ustu mán­uð­ina fyrir hrun­ið.“

Hún telur að miklu fremur hefði átt að setja upp ein­hvers konar sann­leiks- og sátt­ar­nefnd. Nú sé tæki­færið hins vegar glatað og orðið of seint að gera upp við hrunið á réttan hátt.

Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, sat einn á sakamannabekk í Landsdómsmálinu. Geir H. Haar­de, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, sat einn á saka­manna­bekk í Lands­dóms­mál­in­u.

Ekki á leið aftur í póli­tík



Ingi­björg seg­ist búin með sinn skammt af íslenskri póli­tík og ætli sér ekki aftur í hana. Hún hætti alfarið 2009 og sér ekki eftir því. Segir raunar vera „fegin að vera fjarri þessum ill­úð­legu átökum sem mér finnst ein­kenna stjórn­mála­um­ræð­una. Það mætti ætla, eins og umræðan á Íslandi er orðin í dag, að margir íslenskir stjórn­mála­menn myndu vilja skipta og vera frekar í Afganistan eða Úkra­ín­u.“

Nýverið fór af stað hópur á Face­book sem skor­aði á hana að bjóða sig fram til emb­ættis for­seta Íslands á næsta ári. Ingi­björg telur upp­á­tækið und­ar­legt og tekur fram­boðið ekki í mál. Henni langar ekki til að lifa líf­inu aftur sem opin­ber per­sóna. Því fylgir afsláttur af lífs­gæð­um. „Vanda­málið er að við erum með stjórn­ar­skrár­ferli í upp­lausn og starfs­lýs­ingin liggur ekki skýrt fyr­ir. Við eigum marga fram­bæri­lega ein­stak­linga en það er ekki hægt að segja hver hentar best í emb­ættið því að mjög ólíkar hug­myndir eru meðal fólks um hvert eigi að vera hlut­verk for­seta Íslands. Ef aðal­at­riðið er að tala erlend tungu­mál og koma vel fyrir eru ófáir sem koma til greina, en það hangir meira á spýt­unni þó að ekki sé alveg ljóst á þessum tíma­punkti hvað það er nákvæm­lega. Ég held að það sé ekki hægt að slá því á frest að ræða inn­tak for­seta­emb­ætt­is­ins en því miður virð­ist engin sátt ríkja um það emb­ætti frekar en aðrar stofn­anir sam­fé­lags­ins.“

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None